Geir: Þetta var vinnusigur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2016 22:11 Geir ræðir við íslensku leikmennina. vísir/ernir „Mér líður vel að hafa fengið þessi tvö stig. Það er auðvitað eitt og annað sem hefði mátt fara en við ætluðum að vinna og það tókst,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn fína á Tékkum. „Eins marks sigur er ekki aðalatriði heldur stigin tvö sem við fengum. Við verðum að klára leikina hér heima og það gerðum við í dag. „Ég er ánægður með framlag drengjanna. Þó svo allt væri ekki að ganga upp og við að glansa í öllum stöðum var mikilvægt að menn trúðu á þetta. Þetta var vinnusigur.“ Þó svo Geir segi að ýmislegt hafi vantað upp á var hann ánægður með ýmislegt líka. „Mér fannst góður karakter hjá okkur er við rífum okkur upp í fyrri hálfleik eftir að hafa lent undir. Margt taktískt gekk upp í sóknarleiknum og ég var ánægður með það. Svo var ég ánægður með vörnina sem var að virka vel. Við höfum auðvitað séð fleiri varða bolta en vinnuframlag varnarinnar var mjög gott. Svo náðum við fleiri hraðaupphlaupum en í síðustu leikjum,“ segir þjálfarinn og bendir á að liðið hafi gert sér erfitt fyrir. „Við vorum ekki að nýta færin okkar almennilega. Í fyrri hálfleik voru 6-7 skot sem fóru í stöng, slá eða fram hjá markinu. Svo þarf að laga tímasetningar í sókninni en stigin tvö eru frábær. „Ég var mjög ánægður með miðjublokkina í vörninni. Svo lendum við í vandræðum út af tveimur brottvísunum Rúnars snemma í leiknum. Þá kallaði það á hrókeringar. Mér fannst Rúnar leysa þetta vel.“ Það vakti athygli að Grétar Ari fór í markið þegar tólf mínútur voru eftir í sínum fyrsta landsleik og annar nýliði, Arnar Freyr Arnarsson, fór á línuna. Allt undir og kjúllarnir koma inn. „Ég leit á það þannig að við yrðum að fá varðan bolta. Ef eitthvað er þá brást ég við svolítið seint. Við treystum þessum drengjum og þeir eru valdir til þess að spila.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05 Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
„Mér líður vel að hafa fengið þessi tvö stig. Það er auðvitað eitt og annað sem hefði mátt fara en við ætluðum að vinna og það tókst,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn fína á Tékkum. „Eins marks sigur er ekki aðalatriði heldur stigin tvö sem við fengum. Við verðum að klára leikina hér heima og það gerðum við í dag. „Ég er ánægður með framlag drengjanna. Þó svo allt væri ekki að ganga upp og við að glansa í öllum stöðum var mikilvægt að menn trúðu á þetta. Þetta var vinnusigur.“ Þó svo Geir segi að ýmislegt hafi vantað upp á var hann ánægður með ýmislegt líka. „Mér fannst góður karakter hjá okkur er við rífum okkur upp í fyrri hálfleik eftir að hafa lent undir. Margt taktískt gekk upp í sóknarleiknum og ég var ánægður með það. Svo var ég ánægður með vörnina sem var að virka vel. Við höfum auðvitað séð fleiri varða bolta en vinnuframlag varnarinnar var mjög gott. Svo náðum við fleiri hraðaupphlaupum en í síðustu leikjum,“ segir þjálfarinn og bendir á að liðið hafi gert sér erfitt fyrir. „Við vorum ekki að nýta færin okkar almennilega. Í fyrri hálfleik voru 6-7 skot sem fóru í stöng, slá eða fram hjá markinu. Svo þarf að laga tímasetningar í sókninni en stigin tvö eru frábær. „Ég var mjög ánægður með miðjublokkina í vörninni. Svo lendum við í vandræðum út af tveimur brottvísunum Rúnars snemma í leiknum. Þá kallaði það á hrókeringar. Mér fannst Rúnar leysa þetta vel.“ Það vakti athygli að Grétar Ari fór í markið þegar tólf mínútur voru eftir í sínum fyrsta landsleik og annar nýliði, Arnar Freyr Arnarsson, fór á línuna. Allt undir og kjúllarnir koma inn. „Ég leit á það þannig að við yrðum að fá varðan bolta. Ef eitthvað er þá brást ég við svolítið seint. Við treystum þessum drengjum og þeir eru valdir til þess að spila.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05 Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05
Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30