Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2016 14:08 Sjö þúsund manns búa á Selfossi sem er stærsti þéttbýliskjarninn í sveitarfélaginu Árborg. vísir/pjetur Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs um launahækkanir þingmanna, forseta og ráðherra. Þóknanir til kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn Árborgar taka mið af þingfararkaupi sem samkvæmt ákvörðun kjararáðs er nú 1.101.914 krónur en var áður 762.940 krónur. Á fundi kjaranefndar Árborgar í morgun var hins vegar ákveðið að miða áfram við hið eldra þingfararkaup vegna þóknunar til kjörinna bæjarfulltrúa og fyrir setu í nefndum. Þá munu laun framkvæmdastjóra sveitarfélagins einnig reiknast út frá eldra þingfararkaupi. Í samtali við Vísi segir Ari B. Thorodssen, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í kjaranefnd að full sátt hafi ríkt um þessa ákvörðun meðal allra flokka í sveitarstjórn Árborgar. Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta hefur vakið úlfúð í samfélaginu. Flest öll hagsmunasamtök sendu frá sér yfirlýsingu og ályktun þar sem krafist var að ákvörðunin yrði dregin til baka. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sagt að hann muni ekki þiggja launahækkunina og Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra og handhafi stjórnarmyndunarumboðsins, segir að vel komi til greina að þingið grípi inn í. Kjararáð Tengdar fréttir Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Bjarni um kjararáð: „Kemur vel til greina að Alþingi grípi inn í“ "Í fyrsta lagi hef ég fullan skilning á því að fólki þykir þetta vera úr öllum takti miðað við kjaramál undanfarin misseri.“ 2. nóvember 2016 12:04 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. 3. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs um launahækkanir þingmanna, forseta og ráðherra. Þóknanir til kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn Árborgar taka mið af þingfararkaupi sem samkvæmt ákvörðun kjararáðs er nú 1.101.914 krónur en var áður 762.940 krónur. Á fundi kjaranefndar Árborgar í morgun var hins vegar ákveðið að miða áfram við hið eldra þingfararkaup vegna þóknunar til kjörinna bæjarfulltrúa og fyrir setu í nefndum. Þá munu laun framkvæmdastjóra sveitarfélagins einnig reiknast út frá eldra þingfararkaupi. Í samtali við Vísi segir Ari B. Thorodssen, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í kjaranefnd að full sátt hafi ríkt um þessa ákvörðun meðal allra flokka í sveitarstjórn Árborgar. Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta hefur vakið úlfúð í samfélaginu. Flest öll hagsmunasamtök sendu frá sér yfirlýsingu og ályktun þar sem krafist var að ákvörðunin yrði dregin til baka. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sagt að hann muni ekki þiggja launahækkunina og Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra og handhafi stjórnarmyndunarumboðsins, segir að vel komi til greina að þingið grípi inn í.
Kjararáð Tengdar fréttir Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Bjarni um kjararáð: „Kemur vel til greina að Alþingi grípi inn í“ "Í fyrsta lagi hef ég fullan skilning á því að fólki þykir þetta vera úr öllum takti miðað við kjaramál undanfarin misseri.“ 2. nóvember 2016 12:04 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. 3. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00
Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00
Bjarni um kjararáð: „Kemur vel til greina að Alþingi grípi inn í“ "Í fyrsta lagi hef ég fullan skilning á því að fólki þykir þetta vera úr öllum takti miðað við kjaramál undanfarin misseri.“ 2. nóvember 2016 12:04
Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29
Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. 3. nóvember 2016 12:56