Rjúpnaskytta saknað: Erfiðar aðstæður til leitar á Snæfellsnesi Ásgeir Erlendsson skrifar 6. nóvember 2016 09:43 Skytturnar héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit. Vísir/Loftmyndir Leit að tveimur rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi sem staðið hefur yfir í hálfan sólarhring hefur enn engan árangur borið. Aðstæður til leitar í nótt voru erfiðar en liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Reykjanesi og allt norður í Skagafjörð tekur nú þátt í leitinni. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og Vesturlandi voru kallaðar út um klukkan hálfellefu í gærkvöldi til leitar að tveimur rjúpnaskyttum sem í gærmorgun héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar höfðu mennirnir tveir dvalið í sumarbústað í eigu fjölskyldu annars þeirra en meira er ekki vitað um ferðir þeirra. Liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í leitinni auk þess sem áætlunarhópur Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið kallaður saman í björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð til að aðstoða við skipulagningu leitaraðgerða. Einar Þór Strand í aðgerðarstjórn Landsbjargar á Snæfellsnesi segir aðstæður hafa verið erfiðar til leitar í nótt þar sem dimm þoka hefur legið yfir leitarsvæðinu, sem er erfitt yfirferðar. „Við tókum í nótt hraðleit á svæðinu eins og hægt var en það var náttúrulega ekkert skyggni, bæði myrkur og þoka,“ segir Einar. „Nú er kominn auka mannskapur á svæðið og þeir eru að fara að ganga upp í þessum töluðu orðum.“ Þegar taka hátt í áttatíu manns þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina í nótt, meðal annars til að reyna að staðsetja síma mannanna, og verður mögulega kölluð aftur út í dag. Einar segist þó telja að hún kæmi að litlu gagni sem stendur vegna þess hve lélegt skyggni er. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg mun björgunarsveitarfólki á leitarsvæðinu fjölga verulega eftir því sem líður á morguninn. Einar segir þó ekki hvern sem er geta tekið þátt í leitinni. Leitarsvæðið er mjög bratt, nokkuð um skriður á svæðinu og nánast ekkert skyggni, sem fyrr segir. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Leit að tveimur rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi sem staðið hefur yfir í hálfan sólarhring hefur enn engan árangur borið. Aðstæður til leitar í nótt voru erfiðar en liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Reykjanesi og allt norður í Skagafjörð tekur nú þátt í leitinni. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og Vesturlandi voru kallaðar út um klukkan hálfellefu í gærkvöldi til leitar að tveimur rjúpnaskyttum sem í gærmorgun héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar höfðu mennirnir tveir dvalið í sumarbústað í eigu fjölskyldu annars þeirra en meira er ekki vitað um ferðir þeirra. Liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í leitinni auk þess sem áætlunarhópur Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið kallaður saman í björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð til að aðstoða við skipulagningu leitaraðgerða. Einar Þór Strand í aðgerðarstjórn Landsbjargar á Snæfellsnesi segir aðstæður hafa verið erfiðar til leitar í nótt þar sem dimm þoka hefur legið yfir leitarsvæðinu, sem er erfitt yfirferðar. „Við tókum í nótt hraðleit á svæðinu eins og hægt var en það var náttúrulega ekkert skyggni, bæði myrkur og þoka,“ segir Einar. „Nú er kominn auka mannskapur á svæðið og þeir eru að fara að ganga upp í þessum töluðu orðum.“ Þegar taka hátt í áttatíu manns þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina í nótt, meðal annars til að reyna að staðsetja síma mannanna, og verður mögulega kölluð aftur út í dag. Einar segist þó telja að hún kæmi að litlu gagni sem stendur vegna þess hve lélegt skyggni er. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg mun björgunarsveitarfólki á leitarsvæðinu fjölga verulega eftir því sem líður á morguninn. Einar segir þó ekki hvern sem er geta tekið þátt í leitinni. Leitarsvæðið er mjög bratt, nokkuð um skriður á svæðinu og nánast ekkert skyggni, sem fyrr segir.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira