Ingó hjólar í Iceland Airwaves: „Jón væntanlega ekki nógu hip og kúl fyrir skipuleggjendur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 20:13 Jón segist í samtali við Vísi vera hinn rólegasti yfir þessu öllu saman. Vísir/Pjetur/Vilhelm Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni. „Fyrir hverja er hátíðin Iceland Airwaves eiginlega þegar Jón Jónsson vinsælasti tónlistarmaður landsins fær neitun þegar hann biður um að fá að spila á hátíðinni?“ skrifar Ingó og heldur áfram. „Nú liggur það fyrir að þessi hátíð er að fá fleiri milljónir í styrki frá Reykjavíkurborg og sjóðum ríkisins með þeim rökum væntanlega að þetta sé frábær kynning á okkar tónlistarfólki.“ Hann segir einnig að ef hátíðin eigi að vera fyrir alla væri frábært að jafn vinsæll tónlistarmaður og Jón kæmi fram og fengi að flytja tónlist sína fyrir erlenda gesti. „Það þykir greinilega vera mikilvægara þegar þú vilt kynna tónlist þína á Iceland Airwaves að þekkja rétta fólkið eða vera í klíkunni en að hafa átt fjölmörg vinsælustu lög landsins síðustu 4-5 árin.“Jón hinn rólegasti Jón staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi sótt um og að umsókn hans hafi ekki verið staðfest. Hann sé þó rólegur yfir þessu öllu saman og er í fríi í Flórída. „Nei ég var bara svo bitur yfir þessu að ég pantaði „one-way ticket“ til Flórída,“ segir Jón og slær á létta strengi. „Þetta eru allt saman réttar upplýsingar. En þó ekki þannig að ég sé í einhverju rugli bitur. Ingó fannst þetta bara svo merkilegt, ég var ekki mikið að kippa mér upp við þetta,“ segir Jón. „Ég sótti bara um núna því að vinkona mín vinnur hjá Airwaves og hún sagði mér að ég yrði að sækja um. Og ég gerði það og svo var hún bara ekki samþykkt.“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar Ingós. „Daginn eftir eina bestu IA hátíð frá upphafi hef ég enga löngun að rífast útaf einhverju sem Ingó segir og heldur. Hann má hafa sína skoðun á þessu. Ekkert að því. Jón Jónsson er hins vegar toppmaður sem spilaði á IA fyrir nokkrum árum og tók ein 3 off-venue gigg í ár. Geggjuð hátíð að baki,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Færslu Ingó má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Airwaves Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni. „Fyrir hverja er hátíðin Iceland Airwaves eiginlega þegar Jón Jónsson vinsælasti tónlistarmaður landsins fær neitun þegar hann biður um að fá að spila á hátíðinni?“ skrifar Ingó og heldur áfram. „Nú liggur það fyrir að þessi hátíð er að fá fleiri milljónir í styrki frá Reykjavíkurborg og sjóðum ríkisins með þeim rökum væntanlega að þetta sé frábær kynning á okkar tónlistarfólki.“ Hann segir einnig að ef hátíðin eigi að vera fyrir alla væri frábært að jafn vinsæll tónlistarmaður og Jón kæmi fram og fengi að flytja tónlist sína fyrir erlenda gesti. „Það þykir greinilega vera mikilvægara þegar þú vilt kynna tónlist þína á Iceland Airwaves að þekkja rétta fólkið eða vera í klíkunni en að hafa átt fjölmörg vinsælustu lög landsins síðustu 4-5 árin.“Jón hinn rólegasti Jón staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi sótt um og að umsókn hans hafi ekki verið staðfest. Hann sé þó rólegur yfir þessu öllu saman og er í fríi í Flórída. „Nei ég var bara svo bitur yfir þessu að ég pantaði „one-way ticket“ til Flórída,“ segir Jón og slær á létta strengi. „Þetta eru allt saman réttar upplýsingar. En þó ekki þannig að ég sé í einhverju rugli bitur. Ingó fannst þetta bara svo merkilegt, ég var ekki mikið að kippa mér upp við þetta,“ segir Jón. „Ég sótti bara um núna því að vinkona mín vinnur hjá Airwaves og hún sagði mér að ég yrði að sækja um. Og ég gerði það og svo var hún bara ekki samþykkt.“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar Ingós. „Daginn eftir eina bestu IA hátíð frá upphafi hef ég enga löngun að rífast útaf einhverju sem Ingó segir og heldur. Hann má hafa sína skoðun á þessu. Ekkert að því. Jón Jónsson er hins vegar toppmaður sem spilaði á IA fyrir nokkrum árum og tók ein 3 off-venue gigg í ár. Geggjuð hátíð að baki,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Færslu Ingó má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Airwaves Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira