Körfuboltalið frá Los Angeles meistari á ný | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2016 10:30 Candace Parker fagnar eigandann Magic Johnson. Vísir/Getty Los Angeles á meistaralið á nýjan leik í bandaríska körfuboltanum. Það eru þó ekki lið Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers heldur stelpurnar í Los Angeles Sparks. LA Sparks-liðið varð WNBA-meistari í nótt eftir dramatískan sigur í oddaleik um titilinn. Los Angeles Sparks vann þá 77-76 sigur á Minnesota Lynx þökk sé sigurkörfu frá Nneka Ogwumike aðeins 3,1 sekúndu fyrir leikslok. Þetta var fyrsti titill Los Angeles Sparks í fjórtán ár en Minnesota Lynx var ríkjandi WNBA-meistari. Candace Parker var með 28 stig og 12 fráköst í úrslitaleiknum og var kosin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Candace Parker hefur verið lengi í deildinni en var þarna að vinna sinn fyrsta WNBA-titil. Candace Parker vann á sínum tvo háskólatitla undir stjórn Pat Summitt en hin sigursæla Summitt lést á þessu ári og bandarískir fjölmiðlar voru duglegir að ýja að því að hún hafi verið með Parker í þessum leikjum. Eitt er víst að Candace Parker hefur mátt þola mikla gagnrýni á sínum ferli en þetta er hennar níunda tímabil. Hún hefur tvisvar verið kosin besti leikmaður deildarinnar á ferlinum en nú náði hún loksins í stóra bikarinn. „Ég hefði ekki viljað fara í þetta ferðalag með neinum öðrum. Það er magnað hvað það er gaman að spila þegar þú ert með svona gott fólk í kringum þig,“ sagði Candace Parker. „Ég hef aldrei verið í kringum leikmann sem hefur fengið svona harða gagnrýni. Ég svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Brian Agler, þjálfari nýkrýndra WNBA-meistara. Nneka Ogwumike skoraði 12 stig í lokaleiknum en hún var kosin mikilvægasti leikmaður deildarinnar á tímabilinu. Leikurinn og öll úrslitin voru gríðarlega jöfn. Liðin skiptust sem dæmi 24 sinnum á að hafa forystuna í leiknum í nótt. Maya Moore var með 23 stig og 11 stoðsendingar en liði Minnesota Lynx mistókst að vinna sinn fjórða WNBA-titil og jafna þar með met Houston Comets frá 1997 til 2000. NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Los Angeles á meistaralið á nýjan leik í bandaríska körfuboltanum. Það eru þó ekki lið Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers heldur stelpurnar í Los Angeles Sparks. LA Sparks-liðið varð WNBA-meistari í nótt eftir dramatískan sigur í oddaleik um titilinn. Los Angeles Sparks vann þá 77-76 sigur á Minnesota Lynx þökk sé sigurkörfu frá Nneka Ogwumike aðeins 3,1 sekúndu fyrir leikslok. Þetta var fyrsti titill Los Angeles Sparks í fjórtán ár en Minnesota Lynx var ríkjandi WNBA-meistari. Candace Parker var með 28 stig og 12 fráköst í úrslitaleiknum og var kosin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Candace Parker hefur verið lengi í deildinni en var þarna að vinna sinn fyrsta WNBA-titil. Candace Parker vann á sínum tvo háskólatitla undir stjórn Pat Summitt en hin sigursæla Summitt lést á þessu ári og bandarískir fjölmiðlar voru duglegir að ýja að því að hún hafi verið með Parker í þessum leikjum. Eitt er víst að Candace Parker hefur mátt þola mikla gagnrýni á sínum ferli en þetta er hennar níunda tímabil. Hún hefur tvisvar verið kosin besti leikmaður deildarinnar á ferlinum en nú náði hún loksins í stóra bikarinn. „Ég hefði ekki viljað fara í þetta ferðalag með neinum öðrum. Það er magnað hvað það er gaman að spila þegar þú ert með svona gott fólk í kringum þig,“ sagði Candace Parker. „Ég hef aldrei verið í kringum leikmann sem hefur fengið svona harða gagnrýni. Ég svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Brian Agler, þjálfari nýkrýndra WNBA-meistara. Nneka Ogwumike skoraði 12 stig í lokaleiknum en hún var kosin mikilvægasti leikmaður deildarinnar á tímabilinu. Leikurinn og öll úrslitin voru gríðarlega jöfn. Liðin skiptust sem dæmi 24 sinnum á að hafa forystuna í leiknum í nótt. Maya Moore var með 23 stig og 11 stoðsendingar en liði Minnesota Lynx mistókst að vinna sinn fjórða WNBA-titil og jafna þar með met Houston Comets frá 1997 til 2000.
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira