Listamenn leigðu sér pláss þó veggi og hurðir vantaði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2016 10:15 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna. Vísir/GVA Vinnustofur listamanna verða opnar á Seljavegi 32 síðdegis í dag, veitingar á borðum, ávörp, útgáfa og tónlist í tilefni af tíu ára afmæli húsakynnanna undir merkjum SÍM. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna. Hún segir það hafa verið mikið gæfuspor að taka húsið á Seljavegi á leigu fyrir tíu árum og fjölga þar með vinnustofum fyrir félagsmenn um 50 á einu bretti. „Áður vorum við með rými fyrir ellefu listamenn á Korpúlfsstöðum en félagsmenn um 600 og það gefur augaleið að mikill skortur var á vinnuaðstöðu. Nú erum við með vinnustofur á höfuðborgarsvæðinu fyrir um 170 manns.“ Ingibjörg rifjar upp hvernig ballið byrjaði. „Við fengum símtal frá sjókortagerð Landhelgisgæslunnar sem var að flytja af Seljaveginum og bauð okkur að eignast merkilega myndavél sem við fórum að skoða. Vélin vó nokkur tonn og var risastór, okkur leist vel á hana en enn betur á húsið, fjórar hæðir, fullt af herbergjum og hægt að stúka niður stór rými. Við vorum svo heppin að fá hljómgrunn hjá ráðuneytinu svo við gátum tekið það á leigu. Það hefur skipt gríðarlegu máli fyrir starfsemina.“ Samtökin áttu engan pening. „SÍM er náttúrlega bara grasrótarsamtök. Allir urðu að leggjast á eitt, starfsmenn, makar og aðrir fjölskyldumeðlimir við að mála, setja upp milliveggi og ljós. Listamenn leigðu sér pláss þó að veggi og hurðir vantaði og urðu að borga strax. Svo héldu þeir uppboð á verkum sínum og þar safnaðist fé svo ætlunarverkið hafðist með sameinuðu átaki. Við ætlum að fagna því í dag að reksturinn hefur gengið vel í 10 ár.“ Stærsta gestaíbúð á Norðurlöndunum fyrir erlenda listamenn er á Seljaveginum, þar geta ellefu til fimmtán dvalið í einu og Ingibjörg segir það pláss hafa verið fullbókað árið um kring alveg frá byrjun. „Við auglýsum tvisvar á ári, getum tekið á móti 150 á ári en þurfum að hafna um 200. Listafólkið kemur alls staðar að úr heiminum og hefur haft jákvæð áhrif á íslensku listasenuna, að ekki sé talað um landkynninguna.“ Lífið Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Vinnustofur listamanna verða opnar á Seljavegi 32 síðdegis í dag, veitingar á borðum, ávörp, útgáfa og tónlist í tilefni af tíu ára afmæli húsakynnanna undir merkjum SÍM. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna. Hún segir það hafa verið mikið gæfuspor að taka húsið á Seljavegi á leigu fyrir tíu árum og fjölga þar með vinnustofum fyrir félagsmenn um 50 á einu bretti. „Áður vorum við með rými fyrir ellefu listamenn á Korpúlfsstöðum en félagsmenn um 600 og það gefur augaleið að mikill skortur var á vinnuaðstöðu. Nú erum við með vinnustofur á höfuðborgarsvæðinu fyrir um 170 manns.“ Ingibjörg rifjar upp hvernig ballið byrjaði. „Við fengum símtal frá sjókortagerð Landhelgisgæslunnar sem var að flytja af Seljaveginum og bauð okkur að eignast merkilega myndavél sem við fórum að skoða. Vélin vó nokkur tonn og var risastór, okkur leist vel á hana en enn betur á húsið, fjórar hæðir, fullt af herbergjum og hægt að stúka niður stór rými. Við vorum svo heppin að fá hljómgrunn hjá ráðuneytinu svo við gátum tekið það á leigu. Það hefur skipt gríðarlegu máli fyrir starfsemina.“ Samtökin áttu engan pening. „SÍM er náttúrlega bara grasrótarsamtök. Allir urðu að leggjast á eitt, starfsmenn, makar og aðrir fjölskyldumeðlimir við að mála, setja upp milliveggi og ljós. Listamenn leigðu sér pláss þó að veggi og hurðir vantaði og urðu að borga strax. Svo héldu þeir uppboð á verkum sínum og þar safnaðist fé svo ætlunarverkið hafðist með sameinuðu átaki. Við ætlum að fagna því í dag að reksturinn hefur gengið vel í 10 ár.“ Stærsta gestaíbúð á Norðurlöndunum fyrir erlenda listamenn er á Seljaveginum, þar geta ellefu til fimmtán dvalið í einu og Ingibjörg segir það pláss hafa verið fullbókað árið um kring alveg frá byrjun. „Við auglýsum tvisvar á ári, getum tekið á móti 150 á ári en þurfum að hafna um 200. Listafólkið kemur alls staðar að úr heiminum og hefur haft jákvæð áhrif á íslensku listasenuna, að ekki sé talað um landkynninguna.“
Lífið Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira