Geir: Engin ákvörðun um framtíð Róberts og Vignis Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2016 14:30 Vignir, Geir og Róbert. Samsett mynd/Vísir Hvorki Róbert Gunnarsson né Vignir Svavarsson voru valdir í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Tékklandi og Úkraínu í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2018. Leikirnir fara fram í byrjun næsta mánaðar en auk þeirra Róberts og Vignis eru hvorki Alexander Petersson og Snorri Steinn Guðjónsson sem hafa báðir ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. Allir fjórir hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarin ár og þó svo að það hafi verið ákvörðun Alexanders og Snorra að hætta nú er ekkert sem gefur til kynna að hálfu Geirs að þeir Vignir og Róbert eigi ekki afturkvæmt í landsliðið. „Þetta er engin yfirlýsing af minni hálfu,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Þetta tengist bara því verkefni sem við erum að fara í núna.“ Geir ákvað að velja Arnar Frey Arnarsson, sem hefur spilað vel með Kristianstad í Svíþjóð, en hann er línumaður og sterkur varnarmaður þar að auki. „Það mætti segja að Arnar sé að koma inn fyrir Vigni og þá stóð valið á milli Róberts og Kára Kristjáns. Ef við miðum við leikina gegn Portúgal í sumar má segja að Kári hafði vinninginn í því vali.“Geir á blaðamannafundi með Róberti.Vísir/StefánEn Geir tekur fram að Róbert og Vignir komi enn til greina í landsliðið. „Alls ekki. Þetta snýst meira um að prófa eitthvað annað. Ég hef verið að fylgjast með þeim eins og öðrum og hef verið í góðu sambandi við báða leikmenn. Ég hringdi í þá til að greina þeim frá þessari ákvörðun og sagði þeim jafnframt að það væri engin ákvörðun um framtíðina sem lægi fyrir.“Reyndi ekki að telja Snorra hughvarf Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið í stóru hlutverki í landsliðinu síðasta einn og hálfa áratuginn og segir Geir að hann sjái ávallt á eftir góðum mönnum. „Snorri er frábær leikmaður sem er að spila vel í Frakklandi. Hann er hokinn af reynslu og kann þetta allt frá a til ö. Við höfum verið í góðu sambandi reglulega í sumar og annað slagið tekið almenna umræðu um þessi mál,“ segir Geir. „Það var síðast um helgina sem við ræddum þetta og það leiddi til þessarar niðurstöðu. Ég virði hans ákvörðun og reyndi ekki að telja honum hughvarf. Ef ég skynja að menn eru ákveðnir í sinni afstöðu þá leggst ég ekki þungt á þá um að skipta um skoðun.“Snorri Steinn Guðjónsson.Vísir/Anton„Það var svipað með Alexander í sumar. Ég skynjaði þetta og bar virðingu fyrir hans ákvörðun,“ segir Geir enn fremur. „Mikið af þessum drengjum sem hafa verið að bera upp íslenska landsliðið síðustu ár hafa verið að velta þessum málum fyrir sér. Ólympíuleikarnir í Ríó í sumar átti að vera ákveðinn lokapunktur fyrir marga þeirra en Ísland komst ekki þangað. Því er þetta ef til vill að koma frekar í ljós nú.“Lítill tími til undirbúnings Geir segir mikilvægt að leyfa nýjum landsliðskjarna að myndast á náttúrulegum forsendum og að gera ekki stórar breytingar á landsliðshópnum hverju sinni, enda eru margir af lykilmönnum síðustu ára enn í landsliðinu. „Nú eigum við fram undan mikilvæga leiki eins og allir leikir eru í undankeppninni. Það er áhyggjuefni hversu lítinn tíma við höfum til að undirbúa okkur saman en líklega verða það ekki meira en tveir dagar. Það er því mikilvægt að gera ekki of stórtækar breytingar á landsliðinu og vonandi tekst okkur að stilla okkur rétt inn á verkefnið.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Hvorki Róbert Gunnarsson né Vignir Svavarsson voru valdir í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Tékklandi og Úkraínu í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2018. Leikirnir fara fram í byrjun næsta mánaðar en auk þeirra Róberts og Vignis eru hvorki Alexander Petersson og Snorri Steinn Guðjónsson sem hafa báðir ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. Allir fjórir hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarin ár og þó svo að það hafi verið ákvörðun Alexanders og Snorra að hætta nú er ekkert sem gefur til kynna að hálfu Geirs að þeir Vignir og Róbert eigi ekki afturkvæmt í landsliðið. „Þetta er engin yfirlýsing af minni hálfu,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Þetta tengist bara því verkefni sem við erum að fara í núna.“ Geir ákvað að velja Arnar Frey Arnarsson, sem hefur spilað vel með Kristianstad í Svíþjóð, en hann er línumaður og sterkur varnarmaður þar að auki. „Það mætti segja að Arnar sé að koma inn fyrir Vigni og þá stóð valið á milli Róberts og Kára Kristjáns. Ef við miðum við leikina gegn Portúgal í sumar má segja að Kári hafði vinninginn í því vali.“Geir á blaðamannafundi með Róberti.Vísir/StefánEn Geir tekur fram að Róbert og Vignir komi enn til greina í landsliðið. „Alls ekki. Þetta snýst meira um að prófa eitthvað annað. Ég hef verið að fylgjast með þeim eins og öðrum og hef verið í góðu sambandi við báða leikmenn. Ég hringdi í þá til að greina þeim frá þessari ákvörðun og sagði þeim jafnframt að það væri engin ákvörðun um framtíðina sem lægi fyrir.“Reyndi ekki að telja Snorra hughvarf Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið í stóru hlutverki í landsliðinu síðasta einn og hálfa áratuginn og segir Geir að hann sjái ávallt á eftir góðum mönnum. „Snorri er frábær leikmaður sem er að spila vel í Frakklandi. Hann er hokinn af reynslu og kann þetta allt frá a til ö. Við höfum verið í góðu sambandi reglulega í sumar og annað slagið tekið almenna umræðu um þessi mál,“ segir Geir. „Það var síðast um helgina sem við ræddum þetta og það leiddi til þessarar niðurstöðu. Ég virði hans ákvörðun og reyndi ekki að telja honum hughvarf. Ef ég skynja að menn eru ákveðnir í sinni afstöðu þá leggst ég ekki þungt á þá um að skipta um skoðun.“Snorri Steinn Guðjónsson.Vísir/Anton„Það var svipað með Alexander í sumar. Ég skynjaði þetta og bar virðingu fyrir hans ákvörðun,“ segir Geir enn fremur. „Mikið af þessum drengjum sem hafa verið að bera upp íslenska landsliðið síðustu ár hafa verið að velta þessum málum fyrir sér. Ólympíuleikarnir í Ríó í sumar átti að vera ákveðinn lokapunktur fyrir marga þeirra en Ísland komst ekki þangað. Því er þetta ef til vill að koma frekar í ljós nú.“Lítill tími til undirbúnings Geir segir mikilvægt að leyfa nýjum landsliðskjarna að myndast á náttúrulegum forsendum og að gera ekki stórar breytingar á landsliðshópnum hverju sinni, enda eru margir af lykilmönnum síðustu ára enn í landsliðinu. „Nú eigum við fram undan mikilvæga leiki eins og allir leikir eru í undankeppninni. Það er áhyggjuefni hversu lítinn tíma við höfum til að undirbúa okkur saman en líklega verða það ekki meira en tveir dagar. Það er því mikilvægt að gera ekki of stórtækar breytingar á landsliðinu og vonandi tekst okkur að stilla okkur rétt inn á verkefnið.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira