Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 21:30 Aron Elís Þrándarson. Vísir/Stefán Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. Strákarnir þurfa að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum á morgun í lokaleik sínum í undankeppninni en sigur myndi tryggja liðinu efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í tólf liða úrslitakeppninni í júní 2017. Aron Elís Þrándarson skoraði fyrra mark íslenska liðsins í sigrinum mikilvæga á Skotum á miðvikudaginn var. Hann hefur spilað alla níu leiki liðsins í undankeppninni til þessa. „Stemmningin er bara gríðarlega góð. Við erum búnir að bíða eftir þessu í langan tíma. Við stefndum að þessu fyrir keppnina og hingað erum við komnir,“ sagði Aron Elís Þrándarson í viðtali við Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamann 365, á æfingu liðsins í dag. Úkraínska liðið á ekki möguleika á því að komast áfram og er því bara að spila upp á heiðurinn á Laugardalsvellinum á morgun. Við hverju býst íslenska landsliðið af liði Úkraínu á morgun? „Við horfðum á þá í fyrradag og þeir eru mjög góðir. Þeir eru sérstaklega góðir með boltann. Þeir eru búnir að yngja upp í liðinu en þeir eru að fara koma hingað og gefa okkur hörkuleik. Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna,“ sagði Aron Elís. „Við setum þá kröfu á okkur sjálfa að klára þetta. Við erum alltof nálægt þessu til að fara að klúðra þessu. Þetta er ekkert flókið, við ætlum bara að koma hingað á morgun og vinna þetta," sagði Aron Elís en hvað þarf íslenska liðið þá að gera? „Við þurfum að halda í okkar skipulag, ekki vera of æstir í að fara að sækja markið strax og vera bara rólegir því þá held ég að þetta komi bara,“ sagði Aron Elís. „Við verðum bara þolinmóðir og spilum okkar leik. Við ætlum ekkert að breyta því og vonandi bara klárum við þetta,“ sagði Aron. Úrslitakeppni í Póllandi næsta sumar gæti opnað margar dyr fyrir íslensku strákana. „Þetta er þvílíkur gluggi fyrir alla í liðinu. Það eru margir í liðinu sem eru að spila á Íslandi og þetta er því gríðarlega stór gluggi fyrir þá að komast á þetta lokamót. Við settum það markmið fyrir keppnina að komast til Póllands og við erum svo nálægt því núna,“ sagði Aron Elís Þrándarson en það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport.Viðtalið við Aron Elís Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af högga í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. Strákarnir þurfa að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum á morgun í lokaleik sínum í undankeppninni en sigur myndi tryggja liðinu efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í tólf liða úrslitakeppninni í júní 2017. Aron Elís Þrándarson skoraði fyrra mark íslenska liðsins í sigrinum mikilvæga á Skotum á miðvikudaginn var. Hann hefur spilað alla níu leiki liðsins í undankeppninni til þessa. „Stemmningin er bara gríðarlega góð. Við erum búnir að bíða eftir þessu í langan tíma. Við stefndum að þessu fyrir keppnina og hingað erum við komnir,“ sagði Aron Elís Þrándarson í viðtali við Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamann 365, á æfingu liðsins í dag. Úkraínska liðið á ekki möguleika á því að komast áfram og er því bara að spila upp á heiðurinn á Laugardalsvellinum á morgun. Við hverju býst íslenska landsliðið af liði Úkraínu á morgun? „Við horfðum á þá í fyrradag og þeir eru mjög góðir. Þeir eru sérstaklega góðir með boltann. Þeir eru búnir að yngja upp í liðinu en þeir eru að fara koma hingað og gefa okkur hörkuleik. Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna,“ sagði Aron Elís. „Við setum þá kröfu á okkur sjálfa að klára þetta. Við erum alltof nálægt þessu til að fara að klúðra þessu. Þetta er ekkert flókið, við ætlum bara að koma hingað á morgun og vinna þetta," sagði Aron Elís en hvað þarf íslenska liðið þá að gera? „Við þurfum að halda í okkar skipulag, ekki vera of æstir í að fara að sækja markið strax og vera bara rólegir því þá held ég að þetta komi bara,“ sagði Aron Elís. „Við verðum bara þolinmóðir og spilum okkar leik. Við ætlum ekkert að breyta því og vonandi bara klárum við þetta,“ sagði Aron. Úrslitakeppni í Póllandi næsta sumar gæti opnað margar dyr fyrir íslensku strákana. „Þetta er þvílíkur gluggi fyrir alla í liðinu. Það eru margir í liðinu sem eru að spila á Íslandi og þetta er því gríðarlega stór gluggi fyrir þá að komast á þetta lokamót. Við settum það markmið fyrir keppnina að komast til Póllands og við erum svo nálægt því núna,“ sagði Aron Elís Þrándarson en það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport.Viðtalið við Aron Elís
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af högga í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn