Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 73-52 | Stórsigur hjá Keflavíkurstelpum Aron Ingi Valtýsson í Keflavík skrifar 12. október 2016 20:45 Emelía Ósk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Keflavík í kvöld. Vísir/Vilhelm Ungt lið Keflavíkur byrjar tímabilið vel en liðið vann öruggan sigur á Haukum, 73-52, í þriðju umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í TM-Höllinni eða Sláturhúsinu í Keflavík. Keflavíkurstúlkur voru skrefi á undan Haukum allan leikinn. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 17 stig. Fyrir leik var erfitt að spá um hvernig leikurinn færi enda bæði lið búin að missa lykilleikmenn í sumar. Bæði liðin ætla að treysta á sína yngri leikmenn þetta tímabilið. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Keflavíkurstúlkur voru komnar með 6 stiga forustu um miðjan fyrsta leikhluta, 13-7. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var þar í aðalhlutverki í stigasöfnun og setti 9 stig af þeim 13. Haukastelpur komu ekki nógu ákveðnar til leiks og áttu í erfiðleikum með komast í gegnum hápressu Keflvíkinga. Katla Rún Garðarsdóttir lokaði síðan fyrsta leikhluta með því að smella boltanum honum ofan í frá miðju og jók muninn í 22-14 fyrir annan leikhluta. Haukar mættu sterkari til leiks í öðrum leikhluta og fyrirliðinn Dýrfinna Arnarsdóttir minnkaði muninn í 3 stig þegar fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum 26-23. Þá fór Keflavík aftur í gang og kláraði fyrri hálfleik örugglega með 10 stigum gegn 2. Staðan í hálfleik var verðskulduð þar sem Keflavík leiddi 36-25. Í þriðja leikhluta var sama upp á teningum og í fyrri hálfleik þar sem Keflavík var með yfirhöndina allan tíman og pressaði stíft. Emelía Gunnarsdóttir byrjaði leikhlutann á þriggja stiga körfu og lét Haukastelpur vita hvað væri á leiðinni. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum kom Erna Hákonardóttir sínu liði í 13 stiga forustu með þriggja stiga körfu. Keflavík hélt forystunni og endaði leikhlutinn 57-43. Fjórði leikhluti byrjaði á því að dómarar leiksins tóku leikhlé vegna leka í þaki og myndaðist pollur við þriggja stigalínu Hauka. Mikið hefur rignt hér suður með sjó síðustu daga og setti það strik í reikninginn. Starfsmenn voru ekki lengi að bregðast við og var settur maður í það að þurrka golfi á meðan Keflavík var í sókn. Heimastúlkur ætluðu ekki að leyfa gestunum að komast inn í leikinn og náðu 11-2 áhlaupi í byrjun fjórða leikhluta sem dró allan mátt úr Haukum. Staðan var orðin 68-45 þegar 4 mínútur voru eftir. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, gerði þá breytingu á liðinu og setti ungar stelpur inn á - þær Kamillu Sól Viktorsdóttur og Elsu Albertsdóttur. Leikurinn endaði með öruggum sigri Keflavíkur, 73-52. Haukar áttu í miklum erfileikum með hápressu Keflvíkinga allan leikinn. Haukastelpur komu aldrei neinu skipulagi á sóknarleik sinn og skotnýtingin var eftir því eða aðeins 32 prósent (21/65). Haukar þurfa að bíta betur frá sér í næstu leikjum ef þær ætla sér einhverja hluti í vetur. Leikmenn Keflavíkur eru í góðu formi enda gáfu þær aldrei eftir og keyrðu upp hraðan allan leikinn. Birna Valgerður Benónýsdóttir spilaði stórt hlutverk í Keflavíkurliðinu aðeins 16 ára gömul. Hún sýndi flottar hreyfingar undir körfunni og setti 13 stig. Varnarjaxlinn Sverrir Þór Sverrisson hefur komið reynslu vel til sinni til skila. Enda var hann hoppandi og skoppandi allan leikinn að leiðbeina sínum stelpum. Ef Keflavíkurliðið heldur áfram að bæta leik sinn og gefa meira í þá á það góðan möguleika á að ná lagt á þessu tímabili.Keflavík-Haukar 73-52 (22-14, 14-11, 21-18, 16-9)Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 17/7 fráköst, Dominique Hudson 15/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 6/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Elsa Albertsdóttir 2, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/5 fráköst.Haukar: Michelle Nicole Mitchell 21/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Dýrfinna Arnardóttir 5/7 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/4 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0, Karen Lilja Owolabi 0, Anna Lóa Óskarsdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 0.Sverrir Þór: Unnum með góðum varnarleik Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, segir að hans leikmenn hafi verið lengi í gang í sigrinum á Haukum í Domino's-deild kvenna í kvöld. „Ég var ekkert rosalega ánægður með leikinn fyrr en þetta fór að ganga betur hjá okkur í lok fyrri hálfleiks,“ sagði Sverrir Þór eftir leikinn í kvöld. „Við vorum að hitta illa og unnum leikinn í raun á góðum varnarleik. Við náðum að loka á þær á löngum köflum og hárréttum tíma þar að auki.“ „Við náðum svo að fylgja þessu ágætlega eftir í síðari hálfleik,“ sagði Sverrir Þór en hans leikmenn pressuðu leikmenn Hauka mikið í leiknum sem Hafnfirðingar réðu illa við. „Þær eru með ungar stelpur og Kaninn þeirra er sjálfsagt ekki fenginn til liðsins til að taka boltann upp. Eflaust hefur það hjálpað okkur. En við spáum ekki í því - þetta var fyrst og fremst góður sigur.“Ingvar: Slappur leikur hjá okkur Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, segir að það hafi fátt gengið eftir sem lagt var upp með fyrir leikinn gegn Keflavík í kvöld. Keflvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur á Haukum í leik liðanna í Domino's-deild kvenna í kvöld. „Þetta spilaðist ekki eins og við lögðum upp með. Við gerðum fátt rétt, vorum ragar og þetta var heilt yfir slappur leikur hjá okkur.“ Hann tekur undir að Haukar hafi átt erfitt með að takast á við pressuna sem Keflvíkingar settu á Hafnfirðinga í kvöld. „Leikstjórnandinn okkar er fótbrotinn og við erum með margar stelpur sem eru að taka sín fyrstu skref. Þær áttu erfitt, margar hverjar.“ „En við töpuðum aðeins þremur boltum í fyrri hálfleik en þegar við fórum að þreytast varð þetta erfitt. Kaninn er ekki kominn í form og ekki vanur því að taka boltann mikið upp.“Textalýsing: Keflavík - HaukarKeflavík - Haukar - Curated tweets by Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Ungt lið Keflavíkur byrjar tímabilið vel en liðið vann öruggan sigur á Haukum, 73-52, í þriðju umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í TM-Höllinni eða Sláturhúsinu í Keflavík. Keflavíkurstúlkur voru skrefi á undan Haukum allan leikinn. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 17 stig. Fyrir leik var erfitt að spá um hvernig leikurinn færi enda bæði lið búin að missa lykilleikmenn í sumar. Bæði liðin ætla að treysta á sína yngri leikmenn þetta tímabilið. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Keflavíkurstúlkur voru komnar með 6 stiga forustu um miðjan fyrsta leikhluta, 13-7. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var þar í aðalhlutverki í stigasöfnun og setti 9 stig af þeim 13. Haukastelpur komu ekki nógu ákveðnar til leiks og áttu í erfiðleikum með komast í gegnum hápressu Keflvíkinga. Katla Rún Garðarsdóttir lokaði síðan fyrsta leikhluta með því að smella boltanum honum ofan í frá miðju og jók muninn í 22-14 fyrir annan leikhluta. Haukar mættu sterkari til leiks í öðrum leikhluta og fyrirliðinn Dýrfinna Arnarsdóttir minnkaði muninn í 3 stig þegar fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum 26-23. Þá fór Keflavík aftur í gang og kláraði fyrri hálfleik örugglega með 10 stigum gegn 2. Staðan í hálfleik var verðskulduð þar sem Keflavík leiddi 36-25. Í þriðja leikhluta var sama upp á teningum og í fyrri hálfleik þar sem Keflavík var með yfirhöndina allan tíman og pressaði stíft. Emelía Gunnarsdóttir byrjaði leikhlutann á þriggja stiga körfu og lét Haukastelpur vita hvað væri á leiðinni. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum kom Erna Hákonardóttir sínu liði í 13 stiga forustu með þriggja stiga körfu. Keflavík hélt forystunni og endaði leikhlutinn 57-43. Fjórði leikhluti byrjaði á því að dómarar leiksins tóku leikhlé vegna leka í þaki og myndaðist pollur við þriggja stigalínu Hauka. Mikið hefur rignt hér suður með sjó síðustu daga og setti það strik í reikninginn. Starfsmenn voru ekki lengi að bregðast við og var settur maður í það að þurrka golfi á meðan Keflavík var í sókn. Heimastúlkur ætluðu ekki að leyfa gestunum að komast inn í leikinn og náðu 11-2 áhlaupi í byrjun fjórða leikhluta sem dró allan mátt úr Haukum. Staðan var orðin 68-45 þegar 4 mínútur voru eftir. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, gerði þá breytingu á liðinu og setti ungar stelpur inn á - þær Kamillu Sól Viktorsdóttur og Elsu Albertsdóttur. Leikurinn endaði með öruggum sigri Keflavíkur, 73-52. Haukar áttu í miklum erfileikum með hápressu Keflvíkinga allan leikinn. Haukastelpur komu aldrei neinu skipulagi á sóknarleik sinn og skotnýtingin var eftir því eða aðeins 32 prósent (21/65). Haukar þurfa að bíta betur frá sér í næstu leikjum ef þær ætla sér einhverja hluti í vetur. Leikmenn Keflavíkur eru í góðu formi enda gáfu þær aldrei eftir og keyrðu upp hraðan allan leikinn. Birna Valgerður Benónýsdóttir spilaði stórt hlutverk í Keflavíkurliðinu aðeins 16 ára gömul. Hún sýndi flottar hreyfingar undir körfunni og setti 13 stig. Varnarjaxlinn Sverrir Þór Sverrisson hefur komið reynslu vel til sinni til skila. Enda var hann hoppandi og skoppandi allan leikinn að leiðbeina sínum stelpum. Ef Keflavíkurliðið heldur áfram að bæta leik sinn og gefa meira í þá á það góðan möguleika á að ná lagt á þessu tímabili.Keflavík-Haukar 73-52 (22-14, 14-11, 21-18, 16-9)Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 17/7 fráköst, Dominique Hudson 15/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 6/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Elsa Albertsdóttir 2, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/5 fráköst.Haukar: Michelle Nicole Mitchell 21/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Dýrfinna Arnardóttir 5/7 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/4 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0, Karen Lilja Owolabi 0, Anna Lóa Óskarsdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 0.Sverrir Þór: Unnum með góðum varnarleik Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, segir að hans leikmenn hafi verið lengi í gang í sigrinum á Haukum í Domino's-deild kvenna í kvöld. „Ég var ekkert rosalega ánægður með leikinn fyrr en þetta fór að ganga betur hjá okkur í lok fyrri hálfleiks,“ sagði Sverrir Þór eftir leikinn í kvöld. „Við vorum að hitta illa og unnum leikinn í raun á góðum varnarleik. Við náðum að loka á þær á löngum köflum og hárréttum tíma þar að auki.“ „Við náðum svo að fylgja þessu ágætlega eftir í síðari hálfleik,“ sagði Sverrir Þór en hans leikmenn pressuðu leikmenn Hauka mikið í leiknum sem Hafnfirðingar réðu illa við. „Þær eru með ungar stelpur og Kaninn þeirra er sjálfsagt ekki fenginn til liðsins til að taka boltann upp. Eflaust hefur það hjálpað okkur. En við spáum ekki í því - þetta var fyrst og fremst góður sigur.“Ingvar: Slappur leikur hjá okkur Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, segir að það hafi fátt gengið eftir sem lagt var upp með fyrir leikinn gegn Keflavík í kvöld. Keflvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur á Haukum í leik liðanna í Domino's-deild kvenna í kvöld. „Þetta spilaðist ekki eins og við lögðum upp með. Við gerðum fátt rétt, vorum ragar og þetta var heilt yfir slappur leikur hjá okkur.“ Hann tekur undir að Haukar hafi átt erfitt með að takast á við pressuna sem Keflvíkingar settu á Hafnfirðinga í kvöld. „Leikstjórnandinn okkar er fótbrotinn og við erum með margar stelpur sem eru að taka sín fyrstu skref. Þær áttu erfitt, margar hverjar.“ „En við töpuðum aðeins þremur boltum í fyrri hálfleik en þegar við fórum að þreytast varð þetta erfitt. Kaninn er ekki kominn í form og ekki vanur því að taka boltann mikið upp.“Textalýsing: Keflavík - HaukarKeflavík - Haukar - Curated tweets by Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira