Einar: Fékk ekki gult spjald í Noregi en svo fer allt í háaloft í þessum sirkus á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 12:44 Einar Jónsson verður í banni í næsta leik. vísir/ernir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni á X977 í gær þar sem að hann ræddi keppnisbannið sem hann var úrskurðaður í og viðtalið sem hann fór í á Vísi. Einar var brjálaður eftir 27-22 tap Stjörnunnar gegn Aftureldingu í TM-höllinni á laugardaginn. Hann klippti saman tíu atriði sem honum fannst halla á sitt lið í dómgæslunni og ræddi þau við blaðamann Vísis. Eftir leikinn gekk Einar að dómurunum Arnari Sigjónssyni og Svavari Péturssyni og sagði þeim nákvæmlega hvað honum fannst um frammistöðu þeirra. Einar var úrskurðaður í eins leiks bann en gæti átt yfir höfði sér enn lengra bann vegna viðtalsins.„Ég sagði þeim það, að mér fannst halla á okkur í dómgæslunni í seinni hálfleik. Ég var ekki sáttur við þá. Ég sagði við þá, að eftir að þeir gáfu leikmanni Aftureldingar rautt spjald - sem var rétt að mínu mati - hefði allt hallað á okkur. Ég sagði að þetta hefði verið algjör skandall,“ sagði Einar í Akraborginni í gær. Annar dómarinn bað Einar um að ganga burt eftir reiðilesturinn sem og hann gerði, að eigin sögn. Hinn dómarinn elti Einar þá uppi og gaf honum rautt spjald. Einar viðurkennir að hann hafi talað fast og ákveðið við dómarana en „ekkert meira en það“. „Ég er ekkert að saka þá vísvitandi um að dæma á móti okkur en stundum leggur maður saman tvo og tvo og fær fjóra,“ sagði Einar um viðtalið á Vísi. „Aðrir fá stundum fimm eða þrjá. En þetta er það sem mér fannst á þessum tímapunkti og þá tók ég til atriði sem mér fannst hafa stórfelld áhrif á leikinn.“Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson eru dómararnir sem Einar ber þungum sökum.vísir/ernirHættir í Honey nut „Hvað veit ég? Maður á bara að iðrast og biðjast afsökunar og hætta þessu tuði. Alltaf þegar ég tapa leikjum er það dómaranum að kenna. Á maður ekki alltaf að reyna að læra?“ „Ég held að menn eigi bara að láta það vera [að gagnrýna dómara]. Þetta er fyrir neðan allar hellur hvernig maður hegðar sér. Samkvæmt túlkun hæstvirts formanns dómaranefndar [Guðjóns L. Sigurðssonar] eru þetta allt réttir dómar. Hann hlýtur að vita þetta allt best og þeir dómararnir. Ég veit ekkert um dómgæslu, það er víst komið alveg komið í ljós.“ Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, gaf lítið fyrir þessi kaldhæðnislegu svör Einars og spurði hvort það væri ekki í lagi að gagnrýna dómara líkt og leikmenn og þjálfara. „Nei, ég hef ekki orðið var við það, því miður. Það má ekki. Ég skil ekki þetta umhverfi hérna. Ég var í tvö ár í Noregi og fékk ekki eitt gult spjald og varla tiltal. Hvað þá tvær mínútur eða rautt?“ sagði Einar. „Síðan kemur maður til Íslands aftur og þetta er eins og sirkus. Ég þarf bara að skoða mín mál. Ég fæ mér vanalega Cheerios á morgnanna en nú hef ég verið að fá mér Honey nut Cheerios. Þetta er mjög sérstakt. Ég komst af í Noregi í tvö ár án þess að fá gult spjald en hérna heima á Íslandi er allt komið í háaloft.“ „Þetta er eitthvað sem ég þarf að skoða hjá sjálfum mér því aldrei hef ég orðið var við það að dómarar eða dómaranefnd geri nokkuð rangt. Ég fer að færa mig aftur yfir í venjulega Cheerios-ið og hætta þessu Honey nut-kjaftæði,“ sagði Einar Jónsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50 Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni á X977 í gær þar sem að hann ræddi keppnisbannið sem hann var úrskurðaður í og viðtalið sem hann fór í á Vísi. Einar var brjálaður eftir 27-22 tap Stjörnunnar gegn Aftureldingu í TM-höllinni á laugardaginn. Hann klippti saman tíu atriði sem honum fannst halla á sitt lið í dómgæslunni og ræddi þau við blaðamann Vísis. Eftir leikinn gekk Einar að dómurunum Arnari Sigjónssyni og Svavari Péturssyni og sagði þeim nákvæmlega hvað honum fannst um frammistöðu þeirra. Einar var úrskurðaður í eins leiks bann en gæti átt yfir höfði sér enn lengra bann vegna viðtalsins.„Ég sagði þeim það, að mér fannst halla á okkur í dómgæslunni í seinni hálfleik. Ég var ekki sáttur við þá. Ég sagði við þá, að eftir að þeir gáfu leikmanni Aftureldingar rautt spjald - sem var rétt að mínu mati - hefði allt hallað á okkur. Ég sagði að þetta hefði verið algjör skandall,“ sagði Einar í Akraborginni í gær. Annar dómarinn bað Einar um að ganga burt eftir reiðilesturinn sem og hann gerði, að eigin sögn. Hinn dómarinn elti Einar þá uppi og gaf honum rautt spjald. Einar viðurkennir að hann hafi talað fast og ákveðið við dómarana en „ekkert meira en það“. „Ég er ekkert að saka þá vísvitandi um að dæma á móti okkur en stundum leggur maður saman tvo og tvo og fær fjóra,“ sagði Einar um viðtalið á Vísi. „Aðrir fá stundum fimm eða þrjá. En þetta er það sem mér fannst á þessum tímapunkti og þá tók ég til atriði sem mér fannst hafa stórfelld áhrif á leikinn.“Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson eru dómararnir sem Einar ber þungum sökum.vísir/ernirHættir í Honey nut „Hvað veit ég? Maður á bara að iðrast og biðjast afsökunar og hætta þessu tuði. Alltaf þegar ég tapa leikjum er það dómaranum að kenna. Á maður ekki alltaf að reyna að læra?“ „Ég held að menn eigi bara að láta það vera [að gagnrýna dómara]. Þetta er fyrir neðan allar hellur hvernig maður hegðar sér. Samkvæmt túlkun hæstvirts formanns dómaranefndar [Guðjóns L. Sigurðssonar] eru þetta allt réttir dómar. Hann hlýtur að vita þetta allt best og þeir dómararnir. Ég veit ekkert um dómgæslu, það er víst komið alveg komið í ljós.“ Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, gaf lítið fyrir þessi kaldhæðnislegu svör Einars og spurði hvort það væri ekki í lagi að gagnrýna dómara líkt og leikmenn og þjálfara. „Nei, ég hef ekki orðið var við það, því miður. Það má ekki. Ég skil ekki þetta umhverfi hérna. Ég var í tvö ár í Noregi og fékk ekki eitt gult spjald og varla tiltal. Hvað þá tvær mínútur eða rautt?“ sagði Einar. „Síðan kemur maður til Íslands aftur og þetta er eins og sirkus. Ég þarf bara að skoða mín mál. Ég fæ mér vanalega Cheerios á morgnanna en nú hef ég verið að fá mér Honey nut Cheerios. Þetta er mjög sérstakt. Ég komst af í Noregi í tvö ár án þess að fá gult spjald en hérna heima á Íslandi er allt komið í háaloft.“ „Þetta er eitthvað sem ég þarf að skoða hjá sjálfum mér því aldrei hef ég orðið var við það að dómarar eða dómaranefnd geri nokkuð rangt. Ég fer að færa mig aftur yfir í venjulega Cheerios-ið og hætta þessu Honey nut-kjaftæði,“ sagði Einar Jónsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50 Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50
Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti