Ungir kjósendur athugið! Lýður Árnason skrifar 14. október 2016 07:00 Lýðveldið Ísland er orðið 72 ára. Stjórnarskráin 142 ára, einu breytingarnar að kóngi var skipt út fyrir forseta, kjördæmaskipan hnikað lítillega og mannréttindakaflinn uppfærður 1995. Þannig viðgengst enn misvægi atkvæða, tveir fyrir einn. Enn getum við ekki valið þá frambjóðendur sem okkur hugnast. Og enn getum við sem þjóð ekki krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lykilmál nema með atbeina forsetans. Allt frá lýðveldisstofnun hafa ráðandi stjórnmálaflokkar, til hægri og vinstri, ekki viljað afsala sér þessu valdi til fólksins heldur varið það með kjafti og klóm. Misvægi atkvæða hefur viðhaldið röngum valdahlutföllum allan lýðveldistímann sem þýðir að sumir hafa ráðið meiru en þeim ber. Kjördæmaskiptingin hefur sömuleiðis sundrað þjóðinni og valdið fjáraustri í óskynsamleg verkefni, oft eingöngu til að tryggja endurkjör þingmanna sem halda svo uppteknum hætti. Okkur hefur gengið illa að líta á landið sem eina heild enda virkjunarmál í norðri mál Norðlendinga og flugvallarmál í suðri mál Sunnlendinga. Núverandi kjördæmaskipan hefur ekki verið landsbyggðinni vopn nema síður sé, hún á í vök að verjast og nýtur hvorki landkosta né sjávar.Megnið fer aftur til Tortóla Núverandi kosningaskipan er sniðin að hagsmunaaðilum sem gera út sína smákónga á þingi. Kjördæmaskipanin gerir að verkum að valdahlutföllin eru þeim í hag, flokkaprófkjör þar sem hinn almenni kjósandi er víðs fjarri eru sniðin fyrir þennan dúett og þjóðaratkvæðagreiðslur um lykilmál eða kerfisbreytingar eru eitur í þeirra beinum. Þetta eru gaurarnir sem stjórna bönkunum, lífeyrissjóðunum, stórútgerðunum og tala sýknt og heilagt um efnahagsupprisu og hjól atvinnulífsins. Afraksturinn er nokkrir þúsundkallar til fjöldans en megnið fer aftur til Tortóla. Nýja stjórnarskráin tekur á öllum þessum valdatækjum. Hún kveður á um að allir Íslendingar sitji við sama borð þegar kemur að vægi atkvæða, einn fyrir einn en ekki tveir fyrir einn. Hún kveður á um persónukjör þar sem hinn almenni kjósandi getur sjálfur valið sína frambjóðendur í kjörklefanum. Einnig færir hún málskotsrétt forsetans til þjóðarinnar sem getur þá sjálf skotið málum í þjóðaratkvæði. Og hún gerir meira. Nýja stjórnarskráin inniber auðlindaákvæði sem kveður á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Að auki skal þjóðarauðlindum úthlutað á jafnræðisgrundvelli gegn fullu gjaldi. Með þessu er tryggt að nýtendur þjóðarauðlinda geta hvorki bókfært þær sjálfar né nýtingarréttinn til eignar og skulu greiða markaðsverð fyrir afnotaréttinn. Þetta tryggir þjóðinni hámarksarð af auðlindum sínum, hverjar sem þær eru. Sem þýðir annars vegar, að núverandi nothafar auðlinda, eins og t.d. fiskimiðanna, geta ei lengur stungið arðinum í eigin vasa og hins vegar, að þjóðin getur nýtt þessa peninga í samfélagsleg verkefni. Ný stjórnarskrá hefur þannig gagnger áhrif á samfélagið og gildistaka hennar myndi þýða valdaafsal hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka til fólksins í landinu. Hvet unga kjósendur til að íhuga þetta sérstaklega fyrir komandi kosningar því ykkar er framtíðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Lýðveldið Ísland er orðið 72 ára. Stjórnarskráin 142 ára, einu breytingarnar að kóngi var skipt út fyrir forseta, kjördæmaskipan hnikað lítillega og mannréttindakaflinn uppfærður 1995. Þannig viðgengst enn misvægi atkvæða, tveir fyrir einn. Enn getum við ekki valið þá frambjóðendur sem okkur hugnast. Og enn getum við sem þjóð ekki krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lykilmál nema með atbeina forsetans. Allt frá lýðveldisstofnun hafa ráðandi stjórnmálaflokkar, til hægri og vinstri, ekki viljað afsala sér þessu valdi til fólksins heldur varið það með kjafti og klóm. Misvægi atkvæða hefur viðhaldið röngum valdahlutföllum allan lýðveldistímann sem þýðir að sumir hafa ráðið meiru en þeim ber. Kjördæmaskiptingin hefur sömuleiðis sundrað þjóðinni og valdið fjáraustri í óskynsamleg verkefni, oft eingöngu til að tryggja endurkjör þingmanna sem halda svo uppteknum hætti. Okkur hefur gengið illa að líta á landið sem eina heild enda virkjunarmál í norðri mál Norðlendinga og flugvallarmál í suðri mál Sunnlendinga. Núverandi kjördæmaskipan hefur ekki verið landsbyggðinni vopn nema síður sé, hún á í vök að verjast og nýtur hvorki landkosta né sjávar.Megnið fer aftur til Tortóla Núverandi kosningaskipan er sniðin að hagsmunaaðilum sem gera út sína smákónga á þingi. Kjördæmaskipanin gerir að verkum að valdahlutföllin eru þeim í hag, flokkaprófkjör þar sem hinn almenni kjósandi er víðs fjarri eru sniðin fyrir þennan dúett og þjóðaratkvæðagreiðslur um lykilmál eða kerfisbreytingar eru eitur í þeirra beinum. Þetta eru gaurarnir sem stjórna bönkunum, lífeyrissjóðunum, stórútgerðunum og tala sýknt og heilagt um efnahagsupprisu og hjól atvinnulífsins. Afraksturinn er nokkrir þúsundkallar til fjöldans en megnið fer aftur til Tortóla. Nýja stjórnarskráin tekur á öllum þessum valdatækjum. Hún kveður á um að allir Íslendingar sitji við sama borð þegar kemur að vægi atkvæða, einn fyrir einn en ekki tveir fyrir einn. Hún kveður á um persónukjör þar sem hinn almenni kjósandi getur sjálfur valið sína frambjóðendur í kjörklefanum. Einnig færir hún málskotsrétt forsetans til þjóðarinnar sem getur þá sjálf skotið málum í þjóðaratkvæði. Og hún gerir meira. Nýja stjórnarskráin inniber auðlindaákvæði sem kveður á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Að auki skal þjóðarauðlindum úthlutað á jafnræðisgrundvelli gegn fullu gjaldi. Með þessu er tryggt að nýtendur þjóðarauðlinda geta hvorki bókfært þær sjálfar né nýtingarréttinn til eignar og skulu greiða markaðsverð fyrir afnotaréttinn. Þetta tryggir þjóðinni hámarksarð af auðlindum sínum, hverjar sem þær eru. Sem þýðir annars vegar, að núverandi nothafar auðlinda, eins og t.d. fiskimiðanna, geta ei lengur stungið arðinum í eigin vasa og hins vegar, að þjóðin getur nýtt þessa peninga í samfélagsleg verkefni. Ný stjórnarskrá hefur þannig gagnger áhrif á samfélagið og gildistaka hennar myndi þýða valdaafsal hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka til fólksins í landinu. Hvet unga kjósendur til að íhuga þetta sérstaklega fyrir komandi kosningar því ykkar er framtíðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun