Fékk ekki atvinnuviðtal vegna fötlunar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2016 18:39 Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir, sem er hreyfihömluð og styðst við göngugrind, lauk námi í tómstunda og félagsmálafræði fyrir þremur árum og bjóst við að háskólagráðan myndi opna fyrir henni margar dyr á vinnumarkaði. En annað kom á daginn. „Í fyrstu tók ég fram í atvinnuumsóknum að ég sé hreyfihömluð. Ég sá ekki ástæðu til að fela það. En ég fékk engin viðbrögð,“ segir Hrafnhildur. Hún ákvað því að prófa að sleppa því að taka það fram að hún væri hreyfihömluð og lét menntun sína og reynslu duga á ferilskránni. „Þá fór síminn að hringja og stoppaði ekki í nokkra daga. Ég varð auðvitað mjög glöð en á sama tíma hissa, því þetta sýnir hvað fordómarnir eru virkilega miklir.“ Eftir að Hrafnhildur hætti að taka fram fötlun sína var hún til að mynda boðuð í atvinnuviðtal á leikskóla. Hún skrifar um samskipti sín við leikskólastjórann á síðunni Tabú.Þar segir hún frá því þegar leikskólastjórinn sá hana í viðtalsherberginu. „Hún virtist ósátt og vonsvikin. Að auki sagði hún að það væri synd að ég gæti ekki nýtt þessa fínu menntun mína. Ég skil ekki enn í dag hvað hún átti við.“ Eins og Hrafnhildur lýsir í pistli sínum á Tabú var það fyrsta sem leikskólastjórinn sagði við Hrafnhildi að hún hefði ekki boðið hana í viðtal ef hún hefði vitað að hún væri fötluð. Í lögum um málefni fatlaðs fólks segir að fatlað fólk skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra umsækjenda. Samt sem áður er aðeins þriðjungur fatlaðs fólks á vinnumarkaði. En ætti fólk að taka fram fötlun sína í atvinnuumsókn? „Nei, það finnst mér ekki. Það ætti að vera óþarfi því það má ekki útiloka þig vegna fötlunar.“Embla segist vita um marga sem eiga erfitt með að fara á vinnumarkaðvísir/skjáskot Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú, segir ljóst að það sé erfiðara fyrir fatlað fólk að fá vinnu. Síðasta sumar hafi hún setið með hópi kvenna, sem allar voru fatlaðar en engin hafði fengið sumarvinnu. „Einfaldlega því þær fengu engin svör, engin viðtöl eða tækifæri. Ég horfði yfir hópinn og furðaði mig á þessu. Það var svo mikil þekking í hópnum og hæfileikum. Mér fannst sorglegt að við sætum þarna á kaffihúsi i stað þess að nýta þekkingu okkar úti í samfélaginu á vinnumarkaði.“ Embla segir samfélagið alltaf skoða úrræði og endurhæfingu fyrir fatlað fólk í stað þess að horft sé í augu við beina fordóma vinnumarkaðarins. Það þurfi að breyta viðhorfum og skilningi fyrir að fötlun sé hluti af margbreytileika samfélagsins. „Lausnin felst í að breyta viðhorfum og að samfélagið reyni að skilja að fötlun er bara hluti af margbreytileika samfélagsins. Fatlað fólk getur með reynslu sinni og þekkingu komið með nýja sýn á atvinnumarkaðinn – það er ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt. Því fatlað fólk er hluti af samfélaginu og við eigum þetta samfélag saman,“ segir Embla. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir, sem er hreyfihömluð og styðst við göngugrind, lauk námi í tómstunda og félagsmálafræði fyrir þremur árum og bjóst við að háskólagráðan myndi opna fyrir henni margar dyr á vinnumarkaði. En annað kom á daginn. „Í fyrstu tók ég fram í atvinnuumsóknum að ég sé hreyfihömluð. Ég sá ekki ástæðu til að fela það. En ég fékk engin viðbrögð,“ segir Hrafnhildur. Hún ákvað því að prófa að sleppa því að taka það fram að hún væri hreyfihömluð og lét menntun sína og reynslu duga á ferilskránni. „Þá fór síminn að hringja og stoppaði ekki í nokkra daga. Ég varð auðvitað mjög glöð en á sama tíma hissa, því þetta sýnir hvað fordómarnir eru virkilega miklir.“ Eftir að Hrafnhildur hætti að taka fram fötlun sína var hún til að mynda boðuð í atvinnuviðtal á leikskóla. Hún skrifar um samskipti sín við leikskólastjórann á síðunni Tabú.Þar segir hún frá því þegar leikskólastjórinn sá hana í viðtalsherberginu. „Hún virtist ósátt og vonsvikin. Að auki sagði hún að það væri synd að ég gæti ekki nýtt þessa fínu menntun mína. Ég skil ekki enn í dag hvað hún átti við.“ Eins og Hrafnhildur lýsir í pistli sínum á Tabú var það fyrsta sem leikskólastjórinn sagði við Hrafnhildi að hún hefði ekki boðið hana í viðtal ef hún hefði vitað að hún væri fötluð. Í lögum um málefni fatlaðs fólks segir að fatlað fólk skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra umsækjenda. Samt sem áður er aðeins þriðjungur fatlaðs fólks á vinnumarkaði. En ætti fólk að taka fram fötlun sína í atvinnuumsókn? „Nei, það finnst mér ekki. Það ætti að vera óþarfi því það má ekki útiloka þig vegna fötlunar.“Embla segist vita um marga sem eiga erfitt með að fara á vinnumarkaðvísir/skjáskot Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú, segir ljóst að það sé erfiðara fyrir fatlað fólk að fá vinnu. Síðasta sumar hafi hún setið með hópi kvenna, sem allar voru fatlaðar en engin hafði fengið sumarvinnu. „Einfaldlega því þær fengu engin svör, engin viðtöl eða tækifæri. Ég horfði yfir hópinn og furðaði mig á þessu. Það var svo mikil þekking í hópnum og hæfileikum. Mér fannst sorglegt að við sætum þarna á kaffihúsi i stað þess að nýta þekkingu okkar úti í samfélaginu á vinnumarkaði.“ Embla segir samfélagið alltaf skoða úrræði og endurhæfingu fyrir fatlað fólk í stað þess að horft sé í augu við beina fordóma vinnumarkaðarins. Það þurfi að breyta viðhorfum og skilningi fyrir að fötlun sé hluti af margbreytileika samfélagsins. „Lausnin felst í að breyta viðhorfum og að samfélagið reyni að skilja að fötlun er bara hluti af margbreytileika samfélagsins. Fatlað fólk getur með reynslu sinni og þekkingu komið með nýja sýn á atvinnumarkaðinn – það er ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt. Því fatlað fólk er hluti af samfélaginu og við eigum þetta samfélag saman,“ segir Embla.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira