Souness: Liverpool getur orðið meistari Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 12:30 Souness og Henry ræddu stórleik Liverpool og Manchester United sem fram fer annað kvöld. Vísir/Getty Graham Souness, Thierry Henry og Gianluca Vialli ræddu stórleik Liverpool og Manchester United á Skysports í gær en leikurinn fer fram annað kvöld. Leikurinn á Anfield hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Graham Souness, fyrrverandi fyrirliði og þjálfari Liverpool, er á því að Liverpool eigi góða möguleika á meistaratitlinum sýni þeir góða frammistöðu á móti United. „Rígurinn á milli Liverpool og United er sá stærsti í enskum fótbolta,“ sagði Souness á Skysports í gær og bætti við að liðið úr Bítlaborginni geti sent skýr skilaboð á morgun. „Liverpool hefur ekki unnið titilinn í meira en 20 ár og þeir eru meira en til í að senda skýr skilaboð á morgun. Geri þeir það þá eiga þeir góðan möguleika á titlinum. Sem stuðningsmaður Liverpool yrði ég ánægður með sæti í topp fjórum, en margir stuðningsmenn eru örugglega að hugsa um eitthvað meira en það“. Manchester United hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjunum í deildinni og Thierry Henry, fyrrverandi framherji Arsenal, segir að United standi frammi fyrir stórri prófraun á morgun. „Í augnablikinu er United ekki að spila sérstaklega vel. Þeir hafa náð í úrslit en ekki spilað mjög vel,“ sagði Henry á Skysports í gær. „Í fyrra undir stjórn Louis Van Gaal stjórnaði United þessum stóru leikjum vel, en kannski ekki öðrum. Þetta snýst um hvernig þeir munu bregðast við því sem Liverpool mætir þeim með, hvaða andlit þeir muni sýna,“ bætti Henry við. „Ef United nær að komast framhjá pressu Liverpool, náð langri sendingu á Zlatan og spilað úr því þá gæti það verið taktíkin. Það gæti verið aðferðin að leika gegn Liverpool og það virkaði vel hjá Burnley.“ Gianluca Vialli, sem lék með Chelsea á árum áður, er á því að Liverpool eigi meiri möguleika á titlinum í ár. „Þetta er vendipunktur fyrir bæði lið held ég. Liverpool vill berjast um titilinn. Ef þeir ná upp stöðugleika og eru með á hreinu hvenær þeir eiga að pressa og hvenær að bíða, þá held ég að þeir séu með fleiri möguleika framarlega á vellinum,“ sagði Vialli. „Í mínum augum vita leikmenn Liverpool betur hvað þeir eiga að gera inni á vellinum. Jose Mourinho er enn að vinna með leikmönnum United í að búa til stöðugt leikkerfi og finna rétta leikmenn í réttar stöður á vellinum,“ sagði Vialli að lokum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira
Graham Souness, Thierry Henry og Gianluca Vialli ræddu stórleik Liverpool og Manchester United á Skysports í gær en leikurinn fer fram annað kvöld. Leikurinn á Anfield hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Graham Souness, fyrrverandi fyrirliði og þjálfari Liverpool, er á því að Liverpool eigi góða möguleika á meistaratitlinum sýni þeir góða frammistöðu á móti United. „Rígurinn á milli Liverpool og United er sá stærsti í enskum fótbolta,“ sagði Souness á Skysports í gær og bætti við að liðið úr Bítlaborginni geti sent skýr skilaboð á morgun. „Liverpool hefur ekki unnið titilinn í meira en 20 ár og þeir eru meira en til í að senda skýr skilaboð á morgun. Geri þeir það þá eiga þeir góðan möguleika á titlinum. Sem stuðningsmaður Liverpool yrði ég ánægður með sæti í topp fjórum, en margir stuðningsmenn eru örugglega að hugsa um eitthvað meira en það“. Manchester United hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjunum í deildinni og Thierry Henry, fyrrverandi framherji Arsenal, segir að United standi frammi fyrir stórri prófraun á morgun. „Í augnablikinu er United ekki að spila sérstaklega vel. Þeir hafa náð í úrslit en ekki spilað mjög vel,“ sagði Henry á Skysports í gær. „Í fyrra undir stjórn Louis Van Gaal stjórnaði United þessum stóru leikjum vel, en kannski ekki öðrum. Þetta snýst um hvernig þeir munu bregðast við því sem Liverpool mætir þeim með, hvaða andlit þeir muni sýna,“ bætti Henry við. „Ef United nær að komast framhjá pressu Liverpool, náð langri sendingu á Zlatan og spilað úr því þá gæti það verið taktíkin. Það gæti verið aðferðin að leika gegn Liverpool og það virkaði vel hjá Burnley.“ Gianluca Vialli, sem lék með Chelsea á árum áður, er á því að Liverpool eigi meiri möguleika á titlinum í ár. „Þetta er vendipunktur fyrir bæði lið held ég. Liverpool vill berjast um titilinn. Ef þeir ná upp stöðugleika og eru með á hreinu hvenær þeir eiga að pressa og hvenær að bíða, þá held ég að þeir séu með fleiri möguleika framarlega á vellinum,“ sagði Vialli. „Í mínum augum vita leikmenn Liverpool betur hvað þeir eiga að gera inni á vellinum. Jose Mourinho er enn að vinna með leikmönnum United í að búa til stöðugt leikkerfi og finna rétta leikmenn í réttar stöður á vellinum,“ sagði Vialli að lokum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira