Umdeild ákvörðun dómara færði Seattle sigur á Atlanta | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. október 2016 08:00 Julio Jones og Richard Sherman í leiknum í gær. Vísir/Getty Eitt besta varnarlið deildarinnar hafði betur gegn besta sóknarliðinu er Seattle Seahawks vann sigur á Atlanta Falcons í dramatískum leik í NFL-deildinni í gær, 26-24. Sjáðu það helsta úr leiknum hér. Sigurinn var þó afar umdeildur þar sem dómarar leiksins þóttu sleppa augljósu víti á varnarmanninn Richard Sherman á lokamínútum leiksins í gær. Sherman var þá að gæta útherjans Julio Jones sem náði ekki að grípa sendingu frá Matt Ryan, leikstjórnanda Atlanta. Endursýningar í sjónvarpi sýndu að Sherman hélt í Jones, sem er ólöglegt og verðskuldaði líklega víti. Vítið hefði komið Atlanta í vallarmarksstöðu sem hefði mjög líklega dugað til sigurs í leiknum. Viðbrögð Dan Quinn, þjálfara Atlanta, sögðu allt sem segja þurfti en hann var brjálaður vegna dómgæslunnar. Quinn, sem þjálfaði áður varnarlið Seattle, vildi lítið sem ekkert segja um atvikið eftir leik en bæði lið hafa nú unnið fjóra leiki á tímabilinu - Seattle hefur þó aðeins tapað einum leik en þetta var annað tap Atlanta í ár.Dak Prescott fagnar í gær.Vísir/GettyPrescott eða Romo? Dak Prescott heldur áfram að gera frábæra hluti sem leikstjórnandi Dallas Cowboys en liðið hafði betur gegn Green Bay Packers, 30-16, á Lambeau Field í gærkvöldi. Hér er samantekt úr leiknum. Þetta var fimmti sigur Dallas á tímabilinu og óhætt að segja að nýliðinn Prescott hefur tekist að leysa Tony Romo, sem meiddist á undirbúningstímabilinu, af hólmi með glans. Eitt helsta umræðuefni NFL-deildarinnar þessa dagana er hvort að Romo eigi að fá byrjunarliðssætið sitt aftur eftir að hann verður leikfær á nýjan leik. Prescott kláraði átján af 27 sendingum sínum í leiknum fyrir 247 jördum og þremur snertimörkum. Hann kastaði einnig boltanum frá sér til andstæðings í fyrsta sinn á ferlinum en enginn leikmaður hefur hafið ferilinn á jafn mörgum heppnuðum sendingum og Prescott. Prescott komst í gegnum 176 sendingar áður en andstæðingur komst inn í sendingu hans en bætti hann þar með met Tom Brady.Gronkowski í leiknum í nótt.Vísir/GettyEngin miskunn hjá Brady Brady og hans menn í New England Patriots eru einnig komnir í fimm sigra á tímabilinu eftir nokkuð öruggan sigur á Cincinnati Bengals, 35-17. Þetta var fyrsti leikur Brady á heimavelli eftir fjögurra leikja bann hans sem hann tók út í upphafi tímabilsins. Brady klikkaði aðeins á sex af 35 sendingum sínum í gær en hann kastaði fyrir 376 jördum og þremur snertimörkum. Innherjinn Rob Gronkowski átti einnig frábæran leik en hann var með 162 jarda og eitt snertimark. Carolina Panthers, sem tapaði fyrir Denver Broncos í Super Bowl í febrúar, heldur hins vegar áfram að tapa leikjum. Í þetta sinn fyrir New Orleans Saints, 41-38, í æsispennandi leik þar sem Wil Lutz, sparkari Saints, tryggði sínum mönnum sigur seint í leiknum. Panthers hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og tapað fimm. Þrjú lið hafa unnið fimm leiki, Patriots, Cowboys og Minnesota Vikings sem hefur enn ekki tapað leik. Víkingarnir voru í fríi þessa helgina og spiluðu því ekki.Úrslit gærdagsins: Buffalo - San Francisco 45-16 Chicago - Jacksonville 16-17 Detroit - LA Rams 31-28 Miami - Pittsburgh 30-15 New England - Cincinnati 35-17 New Orleans - Carolina 41-38 NY Giants - Baltimore 27-23 Tennessee - Cleveland 28-26 Washington - Philadelphia 27-20 Oakland - Kansas City 26-10 Green Bay - Dallas 16-30 Seattle - Atlanta 26-24 Houston - Indianapolis 26-23 NFL Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Eitt besta varnarlið deildarinnar hafði betur gegn besta sóknarliðinu er Seattle Seahawks vann sigur á Atlanta Falcons í dramatískum leik í NFL-deildinni í gær, 26-24. Sjáðu það helsta úr leiknum hér. Sigurinn var þó afar umdeildur þar sem dómarar leiksins þóttu sleppa augljósu víti á varnarmanninn Richard Sherman á lokamínútum leiksins í gær. Sherman var þá að gæta útherjans Julio Jones sem náði ekki að grípa sendingu frá Matt Ryan, leikstjórnanda Atlanta. Endursýningar í sjónvarpi sýndu að Sherman hélt í Jones, sem er ólöglegt og verðskuldaði líklega víti. Vítið hefði komið Atlanta í vallarmarksstöðu sem hefði mjög líklega dugað til sigurs í leiknum. Viðbrögð Dan Quinn, þjálfara Atlanta, sögðu allt sem segja þurfti en hann var brjálaður vegna dómgæslunnar. Quinn, sem þjálfaði áður varnarlið Seattle, vildi lítið sem ekkert segja um atvikið eftir leik en bæði lið hafa nú unnið fjóra leiki á tímabilinu - Seattle hefur þó aðeins tapað einum leik en þetta var annað tap Atlanta í ár.Dak Prescott fagnar í gær.Vísir/GettyPrescott eða Romo? Dak Prescott heldur áfram að gera frábæra hluti sem leikstjórnandi Dallas Cowboys en liðið hafði betur gegn Green Bay Packers, 30-16, á Lambeau Field í gærkvöldi. Hér er samantekt úr leiknum. Þetta var fimmti sigur Dallas á tímabilinu og óhætt að segja að nýliðinn Prescott hefur tekist að leysa Tony Romo, sem meiddist á undirbúningstímabilinu, af hólmi með glans. Eitt helsta umræðuefni NFL-deildarinnar þessa dagana er hvort að Romo eigi að fá byrjunarliðssætið sitt aftur eftir að hann verður leikfær á nýjan leik. Prescott kláraði átján af 27 sendingum sínum í leiknum fyrir 247 jördum og þremur snertimörkum. Hann kastaði einnig boltanum frá sér til andstæðings í fyrsta sinn á ferlinum en enginn leikmaður hefur hafið ferilinn á jafn mörgum heppnuðum sendingum og Prescott. Prescott komst í gegnum 176 sendingar áður en andstæðingur komst inn í sendingu hans en bætti hann þar með met Tom Brady.Gronkowski í leiknum í nótt.Vísir/GettyEngin miskunn hjá Brady Brady og hans menn í New England Patriots eru einnig komnir í fimm sigra á tímabilinu eftir nokkuð öruggan sigur á Cincinnati Bengals, 35-17. Þetta var fyrsti leikur Brady á heimavelli eftir fjögurra leikja bann hans sem hann tók út í upphafi tímabilsins. Brady klikkaði aðeins á sex af 35 sendingum sínum í gær en hann kastaði fyrir 376 jördum og þremur snertimörkum. Innherjinn Rob Gronkowski átti einnig frábæran leik en hann var með 162 jarda og eitt snertimark. Carolina Panthers, sem tapaði fyrir Denver Broncos í Super Bowl í febrúar, heldur hins vegar áfram að tapa leikjum. Í þetta sinn fyrir New Orleans Saints, 41-38, í æsispennandi leik þar sem Wil Lutz, sparkari Saints, tryggði sínum mönnum sigur seint í leiknum. Panthers hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og tapað fimm. Þrjú lið hafa unnið fimm leiki, Patriots, Cowboys og Minnesota Vikings sem hefur enn ekki tapað leik. Víkingarnir voru í fríi þessa helgina og spiluðu því ekki.Úrslit gærdagsins: Buffalo - San Francisco 45-16 Chicago - Jacksonville 16-17 Detroit - LA Rams 31-28 Miami - Pittsburgh 30-15 New England - Cincinnati 35-17 New Orleans - Carolina 41-38 NY Giants - Baltimore 27-23 Tennessee - Cleveland 28-26 Washington - Philadelphia 27-20 Oakland - Kansas City 26-10 Green Bay - Dallas 16-30 Seattle - Atlanta 26-24 Houston - Indianapolis 26-23
NFL Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira