Flakkarar og sérvitringar í galleríi i8 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2016 10:15 Nokkrir af karakterunum á sýningunni Annars vegar fólk eftir Birgi Andrésson. Hér sjást þau Sólon Íslandus (Sölvi Helgason), Oddur sterki af Skaganum, Hallbera Hekla og Pétur prentari. Vísir/Stefán „Verkið Annars vegar fólk er líflegt persónugallerí, með 60 myndum af kynlegum kvistum sem stóðu á jaðri samfélagsins á 19. öld og í byrjun þeirrar 20,“ segir Þorlákur Einarsson hjá i8. Þar er hann að lýsa listaverki eftir Birgi Andrésson myndlistarmann (1955-2007) sem er til sýnis í Galleríi i8 í Tryggvagötu 16 fram til 28. október. „Þetta eru myndir sem Birgir gróf upp hér og þar og stækkaði, ljósmyndir, póstkort og í nokkrum tilvikum teikningar af Íslendingum sem voru utangarðs í þjóðfélaginu. Þetta voru flakkarar og sérvitringar, mismiklir gæfumenn en margir þekktir meðal samferðamanna,“ segir Þorlákur og vitnar í Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing sem benti á að flækingar hafi, ásamt skáldum og stjórnmálamönnum, verið fræga fólkið á Íslandi á sinni tíð.Ein af myndunum á sýningunni Annars vegar fólk er af Gústa guðsmanni. Fréttablaðið/StefánEn eru myndirnar merktar? „Já, það er hægt að lesa nöfn allra á myndunum sjálfum, eða þau nöfn sem menn gengust við á sínum tíma sem oft voru gælunöfn. Upphaflega var þetta verk, Annars vegar fólk, sýnt 1991. Það kom síðast fyrir sjónir manna árið 2006 þegar það var á stórri heildarsýningu á verkum Birgis, meðan hann var enn á lífi, að sögn Þorláks. Hann áréttar að verkið verði ekki uppi nema tíu daga. „Það er hluti sýningarinnar 4 Parts Divided sem er fjórlaga og hvert verk er sýnt í tíu daga,“ útskýrir hann. Birgir Andrésson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1995, þá sýndi hann mismunandi útgáfur íslenska fánans prjónaða í sauðalitunum. Seinna gerði hann verkið Sameinaðir stöndum vér, þar sem hann tefldi saman íslenska, bandaríska og breska fánanum, líka prjónuðum í sauðalitunum og lék sér þannig með það þjóðlega og alþjóðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. október 2016. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Verkið Annars vegar fólk er líflegt persónugallerí, með 60 myndum af kynlegum kvistum sem stóðu á jaðri samfélagsins á 19. öld og í byrjun þeirrar 20,“ segir Þorlákur Einarsson hjá i8. Þar er hann að lýsa listaverki eftir Birgi Andrésson myndlistarmann (1955-2007) sem er til sýnis í Galleríi i8 í Tryggvagötu 16 fram til 28. október. „Þetta eru myndir sem Birgir gróf upp hér og þar og stækkaði, ljósmyndir, póstkort og í nokkrum tilvikum teikningar af Íslendingum sem voru utangarðs í þjóðfélaginu. Þetta voru flakkarar og sérvitringar, mismiklir gæfumenn en margir þekktir meðal samferðamanna,“ segir Þorlákur og vitnar í Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing sem benti á að flækingar hafi, ásamt skáldum og stjórnmálamönnum, verið fræga fólkið á Íslandi á sinni tíð.Ein af myndunum á sýningunni Annars vegar fólk er af Gústa guðsmanni. Fréttablaðið/StefánEn eru myndirnar merktar? „Já, það er hægt að lesa nöfn allra á myndunum sjálfum, eða þau nöfn sem menn gengust við á sínum tíma sem oft voru gælunöfn. Upphaflega var þetta verk, Annars vegar fólk, sýnt 1991. Það kom síðast fyrir sjónir manna árið 2006 þegar það var á stórri heildarsýningu á verkum Birgis, meðan hann var enn á lífi, að sögn Þorláks. Hann áréttar að verkið verði ekki uppi nema tíu daga. „Það er hluti sýningarinnar 4 Parts Divided sem er fjórlaga og hvert verk er sýnt í tíu daga,“ útskýrir hann. Birgir Andrésson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1995, þá sýndi hann mismunandi útgáfur íslenska fánans prjónaða í sauðalitunum. Seinna gerði hann verkið Sameinaðir stöndum vér, þar sem hann tefldi saman íslenska, bandaríska og breska fánanum, líka prjónuðum í sauðalitunum og lék sér þannig með það þjóðlega og alþjóðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. október 2016.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira