Fyrsti sigur Jaguars kom í London Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. október 2016 17:00 Útherjinn Allen Robinson skorar snertimark sitt í leiknum í dag. Vísir/Getty Jacksonville Jaguars unnu fyrsta leik tímabilsins 30-27 gegn Indianapolis Colts á Wembley í fyrsta leik dagsins í NFL-deildinni en liðin hafa nú bæði tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Jaguars hafa byrjað tímabilið illa en þetta er annað árið í röð sem Jaguars-menn vinna árlega leik sinn á Wembley-vellinum. Jaguars byrjuðu leikinn vel, nýttu sér tapaðan bolta hjá Andrew Luck til þess að komast í álitlega vallarstöðu og kastaði Blake Bortles boltanum á útherjann Allen Robinson fyrir snertimarki í fyrsta leikhluta. Colts-menn áttu í miklum vandræðum með sóknarleikinn og náðu aðeins tveimur vallarmörkum í fyrstu þremur leikhlutunum en á sama tíma náðu Jaguars að skora eitt snertimark og þrjú vallarmörk. Þrátt fyrir að vera 17 stigum undir neituðu Colts að gefast upp og hleypti snertimörk Frank Gore og T.Y. Hilton þeim aftur inn í leikinn. Jaguars svöruðu því með fyrsta snertimarki vetrarins hjá útherjanum Allen Hurns og náðu tíu stiga forskoti á ný. Colts neituðu að gefast upp og eftir góða sendingu Luck á Philipp Dorsett var munurinn skyndilega kominn niður í þrjú stig þegar skammt var til leiksloka. Luck og félagar fengu eina loka sókn til þess að jafna metin eða ná forskotinu þegar tvær mínútur voru eftir en Jaguars-vörnin stöðvaði þá tuttugu jördum frá vallarmarksfæri til þess að jafna leikinn. Blake Bortles, leikstjórnandi Jacksonville Jaguars, átti fínann leik í dag en hann kastaði fyrir 207 jördum og tveimur snertimörkum ásamt því að hlaupa 36 jarda fyrir einu snertimarki. Alls fara tólf leikir fram í NFL-deildinni í dag en Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik San Diego Chargers og New Orleans Saints og hefst útsending 20:20. NFL Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjá meira
Jacksonville Jaguars unnu fyrsta leik tímabilsins 30-27 gegn Indianapolis Colts á Wembley í fyrsta leik dagsins í NFL-deildinni en liðin hafa nú bæði tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Jaguars hafa byrjað tímabilið illa en þetta er annað árið í röð sem Jaguars-menn vinna árlega leik sinn á Wembley-vellinum. Jaguars byrjuðu leikinn vel, nýttu sér tapaðan bolta hjá Andrew Luck til þess að komast í álitlega vallarstöðu og kastaði Blake Bortles boltanum á útherjann Allen Robinson fyrir snertimarki í fyrsta leikhluta. Colts-menn áttu í miklum vandræðum með sóknarleikinn og náðu aðeins tveimur vallarmörkum í fyrstu þremur leikhlutunum en á sama tíma náðu Jaguars að skora eitt snertimark og þrjú vallarmörk. Þrátt fyrir að vera 17 stigum undir neituðu Colts að gefast upp og hleypti snertimörk Frank Gore og T.Y. Hilton þeim aftur inn í leikinn. Jaguars svöruðu því með fyrsta snertimarki vetrarins hjá útherjanum Allen Hurns og náðu tíu stiga forskoti á ný. Colts neituðu að gefast upp og eftir góða sendingu Luck á Philipp Dorsett var munurinn skyndilega kominn niður í þrjú stig þegar skammt var til leiksloka. Luck og félagar fengu eina loka sókn til þess að jafna metin eða ná forskotinu þegar tvær mínútur voru eftir en Jaguars-vörnin stöðvaði þá tuttugu jördum frá vallarmarksfæri til þess að jafna leikinn. Blake Bortles, leikstjórnandi Jacksonville Jaguars, átti fínann leik í dag en hann kastaði fyrir 207 jördum og tveimur snertimörkum ásamt því að hlaupa 36 jarda fyrir einu snertimarki. Alls fara tólf leikir fram í NFL-deildinni í dag en Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik San Diego Chargers og New Orleans Saints og hefst útsending 20:20.
NFL Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjá meira