Sonni Ragnar kom Færeyingum á bragðið | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2016 20:45 Sonni Ragnar skoraði fyrra mark Færeyja í sigrinum á Lettum. vísir/andri marinó Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Hollendingar, Frakkar og Svíar eru allir með fjögur stig í A-riðli eftir sigra í kvöld. Frakkar, silfurliðið frá EM í sumar, lentu undir gegn Búlgörum á Stade de France þegar Mihail Aleksandrov skoraði úr vítaspyrnu á 6. mínútu. Markið sló Frakka ekki út af laginu og Kevin Gameiro, sem komst ekki í EM-hópinn, jafnaði metin á 23. mínútu. Þremur mínútum síðar kom Dimitri Payet heimamönnum yfir og Antonie Griezmann skoraði svo þriðja markið sjö mínútum fyrir hálfleik. Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik en það gerði Gameiro á 59. mínútu. Quincy Promes skoraði tvö mörk þegar Hollendingar lögðu Hvít-Rússa að velli, 4-1, í Rotterdam. Davy Klaassen og Vincent Janssen voru einnig á skotskónum fyrir Holland sem byrjar þessa undankeppni mun betur en þá síðustu. Aðeins eitt mark var skorað þegar Lúxemborg og Svíþjóð mættust á Stade Josy Barthel í Lúxemborg. Það gerði bakvörðurinn Mikael Lustig á 58. mínútu. Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Portúgal rúllaði yfir Andorra á heimavelli í B-riðli. Lokatölur 6-0, Evrópumeisturunum í vil en þeir töpuðu fyrir Sviss í 1. umferðinni. Joao Cancelo og Andre Silva komust einnig á blað í portúgalska liðinu. Andorra, sem er án stiga í riðlinum, missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald í leiknum í kvöld. Sonni Ragnar Nattested, leikmaður FH, skoraði fyrra mark Færeyja í óvæntum 0-2 sigri á Lettlandi í Ríga. Sonni Ragnar, sem lék sem lánsmaður með Fylki seinni hluta sumars, kom Færeyingum yfir á 19. mínútu og Joan Simun Edmundsson bætti öðru marki við 20 mínútum fyrir leikslok. Gunnar Nielsen, markvörður Íslandsmeistara FH, stóð í marki Færeyja í kvöld og hélt hreinu líkt og í 1. umferðinni gegn Ungverjum. Færeyingar eru í 2. sæti B-riðils með fjögur stig, tveimur stigum á eftir Svisslendingum sem unnu dramatískan sigur á Ungverjum í Búdapest. Sviss komst þrisvar yfir í leiknum en Adam Szalai jafnaði í tvígang. Varamaðurinn Valentin Stocker skoraði sigurmark gestanna á lokamínútu leiksins. Belgar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir skelltu Bosníu, 4-0, í H-riðli. Belgía hefur unnið báða leiki sína í riðlinum líkt og Grikkland sem vann 2-0 sigur á Kýpur í nágrannaslag. Eden Hazard, Toby Alderweireld og Romelu Lukaku skoruðu mörk Belga auk þess sem Emir Spahic, fyrirliði Bosníu, gerði sjálfsmark. Í sama riðli vann Eistland 4-0 sigur á Gíbraltar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Sjá meira
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Hollendingar, Frakkar og Svíar eru allir með fjögur stig í A-riðli eftir sigra í kvöld. Frakkar, silfurliðið frá EM í sumar, lentu undir gegn Búlgörum á Stade de France þegar Mihail Aleksandrov skoraði úr vítaspyrnu á 6. mínútu. Markið sló Frakka ekki út af laginu og Kevin Gameiro, sem komst ekki í EM-hópinn, jafnaði metin á 23. mínútu. Þremur mínútum síðar kom Dimitri Payet heimamönnum yfir og Antonie Griezmann skoraði svo þriðja markið sjö mínútum fyrir hálfleik. Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik en það gerði Gameiro á 59. mínútu. Quincy Promes skoraði tvö mörk þegar Hollendingar lögðu Hvít-Rússa að velli, 4-1, í Rotterdam. Davy Klaassen og Vincent Janssen voru einnig á skotskónum fyrir Holland sem byrjar þessa undankeppni mun betur en þá síðustu. Aðeins eitt mark var skorað þegar Lúxemborg og Svíþjóð mættust á Stade Josy Barthel í Lúxemborg. Það gerði bakvörðurinn Mikael Lustig á 58. mínútu. Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Portúgal rúllaði yfir Andorra á heimavelli í B-riðli. Lokatölur 6-0, Evrópumeisturunum í vil en þeir töpuðu fyrir Sviss í 1. umferðinni. Joao Cancelo og Andre Silva komust einnig á blað í portúgalska liðinu. Andorra, sem er án stiga í riðlinum, missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald í leiknum í kvöld. Sonni Ragnar Nattested, leikmaður FH, skoraði fyrra mark Færeyja í óvæntum 0-2 sigri á Lettlandi í Ríga. Sonni Ragnar, sem lék sem lánsmaður með Fylki seinni hluta sumars, kom Færeyingum yfir á 19. mínútu og Joan Simun Edmundsson bætti öðru marki við 20 mínútum fyrir leikslok. Gunnar Nielsen, markvörður Íslandsmeistara FH, stóð í marki Færeyja í kvöld og hélt hreinu líkt og í 1. umferðinni gegn Ungverjum. Færeyingar eru í 2. sæti B-riðils með fjögur stig, tveimur stigum á eftir Svisslendingum sem unnu dramatískan sigur á Ungverjum í Búdapest. Sviss komst þrisvar yfir í leiknum en Adam Szalai jafnaði í tvígang. Varamaðurinn Valentin Stocker skoraði sigurmark gestanna á lokamínútu leiksins. Belgar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir skelltu Bosníu, 4-0, í H-riðli. Belgía hefur unnið báða leiki sína í riðlinum líkt og Grikkland sem vann 2-0 sigur á Kýpur í nágrannaslag. Eden Hazard, Toby Alderweireld og Romelu Lukaku skoruðu mörk Belga auk þess sem Emir Spahic, fyrirliði Bosníu, gerði sjálfsmark. Í sama riðli vann Eistland 4-0 sigur á Gíbraltar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Sjá meira