„Ísland mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar" Una Sighvatsdóttir skrifar 9. október 2016 21:30 Leiðir þeirra Adam Laus og Catherine Janes annars vegar og íslensku þjóðarinnar hinsvegar, hafa fléttast saman með undarlegum hætti allt frá því þau ákváðu að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í sumar, þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Adam varð fyrir alvarlegri hnífaárás eftir landsleikinn móti Frakklandi og var í framhaldinu boðið að koma frítt til Íslands eins og frægt er orðið, en sjálf trúa þau varla enn að þetta sé að gerast.Velvild ókunnugra gaf þeim nýja trú„Þetta hefur aukið trú okkar á mannkynið, í alvöru talað. Því þetta atvik [hnífaárásin í París] var algjörlega að tilefnislausu. Við vorum bara að reyna að komast heim til okkar og þá gerðist þetta,“ segir Adam. „En það sem hefur komið út úr þessu er að við höfum séð velvild svo ótrúlega margra. Og bara sú staðreynda að við fengum að hitta forsetann...þetta myndi ekki gerast í neinu öðru landi!“ Catherine tekur undir. „Við erum bara ósköp venjulegt fólk og alls ekki vön svona löguðu. Þetta lætur okkur líða eins og við séum mjög sérstök.“ Ótalmargir hafa lagst á árarnar við að gleðja Adam og Catherine. Stuðningsmannaliðið Tólfan hélt utan um söfnunina en fjöldi einstaklinga og fyrirtækja lagði í púkkið, þar á meðal Reykjavík Helicopters sem bauð þeim í þyrluflug í gær. Á lendingarstað í Þórsmörk áttu þau ekki orð yfir landslaginu. „Þetta er gjörsamlega sturlað. Engin orð fá lýst útsýningu sem maður sér hérna, alveg sama í hvaða átt þú lítur“ segir Catherine. „Manni verður bara orða vant. Þetta er svo gullfallegt, í alvöru talað,“ bætir Adam við.Bjuggu til ný tilefni með trúlofuninniEn þótt íslenskt landslag og íslensk gestrisni hafi nánast gengið fram af þeim var hápunktur Íslandsferðarinnar samt augnablikið sem þau áttu alveg út af fyrir sig. „Ég bað Catherine að giftast mér og sem betur fer sagði hún já“ segir Adam og þau skella bæði upp úr. „Og þetta þýðir að við munum halda áfram að snúa aftur til Íslands til að halda upp á brúðkaupsafmæli hér og þess háttar. Ísland mun alltaf eiga alveg sérstakan stað í hjarta okkar.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Leiðir þeirra Adam Laus og Catherine Janes annars vegar og íslensku þjóðarinnar hinsvegar, hafa fléttast saman með undarlegum hætti allt frá því þau ákváðu að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í sumar, þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Adam varð fyrir alvarlegri hnífaárás eftir landsleikinn móti Frakklandi og var í framhaldinu boðið að koma frítt til Íslands eins og frægt er orðið, en sjálf trúa þau varla enn að þetta sé að gerast.Velvild ókunnugra gaf þeim nýja trú„Þetta hefur aukið trú okkar á mannkynið, í alvöru talað. Því þetta atvik [hnífaárásin í París] var algjörlega að tilefnislausu. Við vorum bara að reyna að komast heim til okkar og þá gerðist þetta,“ segir Adam. „En það sem hefur komið út úr þessu er að við höfum séð velvild svo ótrúlega margra. Og bara sú staðreynda að við fengum að hitta forsetann...þetta myndi ekki gerast í neinu öðru landi!“ Catherine tekur undir. „Við erum bara ósköp venjulegt fólk og alls ekki vön svona löguðu. Þetta lætur okkur líða eins og við séum mjög sérstök.“ Ótalmargir hafa lagst á árarnar við að gleðja Adam og Catherine. Stuðningsmannaliðið Tólfan hélt utan um söfnunina en fjöldi einstaklinga og fyrirtækja lagði í púkkið, þar á meðal Reykjavík Helicopters sem bauð þeim í þyrluflug í gær. Á lendingarstað í Þórsmörk áttu þau ekki orð yfir landslaginu. „Þetta er gjörsamlega sturlað. Engin orð fá lýst útsýningu sem maður sér hérna, alveg sama í hvaða átt þú lítur“ segir Catherine. „Manni verður bara orða vant. Þetta er svo gullfallegt, í alvöru talað,“ bætir Adam við.Bjuggu til ný tilefni með trúlofuninniEn þótt íslenskt landslag og íslensk gestrisni hafi nánast gengið fram af þeim var hápunktur Íslandsferðarinnar samt augnablikið sem þau áttu alveg út af fyrir sig. „Ég bað Catherine að giftast mér og sem betur fer sagði hún já“ segir Adam og þau skella bæði upp úr. „Og þetta þýðir að við munum halda áfram að snúa aftur til Íslands til að halda upp á brúðkaupsafmæli hér og þess háttar. Ísland mun alltaf eiga alveg sérstakan stað í hjarta okkar.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira