Reyni að njóta þess að spila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2016 06:00 Ólafur Gústafsson í búningi Flensburg. vísir/getty Ólafur Gústafsson lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni þegar liðið vann þriggja marka sigur, 26-23, á Akureyri í 1. umferð Olís-deildarinnar á laugardaginn. „Sem nýliðar í deildinni vitum við kannski ekki alveg hvar við stöndum, þannig að það var mjög gott að byrja á sigri,“ sagði Ólafur sem spilaði nær allan leikinn, skoraði sex mörk og var öflugur í vörninni. Bara það eitt að spila heilan leik er áfangi fyrir Ólaf en hann hefur lítið spilað vegna erfiðra hnémeiðsla undanfarin tvö ár. Ólafur, sem er uppalinn FH-ingur, fór út í atvinnumennsku síðla árs 2012 þegar þýska stórliðið Flensburg samdi við hann. Ólafur lék í tvö ár með Flensburg og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu vorið 2014. Þá um sumarið gekk hann í raðir Aalborg í Danmörku og strax á undirbúningstímabilinu bankaði meiðsladraugurinn upp á. „Þetta kom upp á undirbúningstímabilinu. Ég var nýr í liðinu og píndi mig áfram í einhvern tíma áður en eitthvað var gert. Ég spilaði ekki marga leiki og var aðallega nýttur í vörninni,“ sagði Ólafur sem glímdi við meiðsli á báðum hnjám. „Svo fór ég í aðgerð síðasta sumar og var nánast ekkert með á síðasta tímabili.“ Ólafur vildi spila áfram erlendis en ákvað á endanum að koma aftur heim. „Maður vill alltaf halda sér úti. Ég skoðaði einhverja möguleika og fór á reynslu. En svo hugsaði ég með mér að það væri mjög gott að koma heim og hafa svigrúm til að ná mér og byrja svolítið frá grunni. Ég sé ekki eftir því,“ sagði Ólafur. En af hverju varð Stjarnan fyrir valinu? „Það voru lið sem settu sig í samband við mig en ég endaði á því að velja Stjörnuna. Þeir sýndu mjög mikinn áhuga og voru fyrstir til að tala við mig. Ég þekkti einhverja leikmenn þarna sem og þjálfarann [Einar Jónsson],“ sagði Ólafur og bætti því við að markmið Stjörnunnar væri að festa sig í sessi í Olís-deildinni en liðið hefur flakkað á milli deilda undanfarin ár. Ólafur var heill í sumar, æfði vel og segist vera í góðu formi. „Ástandið er mjög gott. Ég var á fullu á undirbúningstímabilinu, nema ég fékk hvíld í nokkrum æfingaleikjum til að stýra álaginu. Maður var allt í einu kominn í útihlaupin og allt þetta skemmtilega aftur,“ sagði Ólafur sem nýtur þess að vera inni í vellinum í stað þess að vera á sjúkrabekknum eða uppi í stúku. „Mér líður mjög vel í líkamanum eins og er og sé ekkert því til fyrirstöðu að ég leiki flesta leiki í vetur. Það er gaman að vera kominn til baka og farinn að spila handbolta. Ég reyni bara að njóta þess. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Ólafur að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Ólafur Gústafsson lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni þegar liðið vann þriggja marka sigur, 26-23, á Akureyri í 1. umferð Olís-deildarinnar á laugardaginn. „Sem nýliðar í deildinni vitum við kannski ekki alveg hvar við stöndum, þannig að það var mjög gott að byrja á sigri,“ sagði Ólafur sem spilaði nær allan leikinn, skoraði sex mörk og var öflugur í vörninni. Bara það eitt að spila heilan leik er áfangi fyrir Ólaf en hann hefur lítið spilað vegna erfiðra hnémeiðsla undanfarin tvö ár. Ólafur, sem er uppalinn FH-ingur, fór út í atvinnumennsku síðla árs 2012 þegar þýska stórliðið Flensburg samdi við hann. Ólafur lék í tvö ár með Flensburg og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu vorið 2014. Þá um sumarið gekk hann í raðir Aalborg í Danmörku og strax á undirbúningstímabilinu bankaði meiðsladraugurinn upp á. „Þetta kom upp á undirbúningstímabilinu. Ég var nýr í liðinu og píndi mig áfram í einhvern tíma áður en eitthvað var gert. Ég spilaði ekki marga leiki og var aðallega nýttur í vörninni,“ sagði Ólafur sem glímdi við meiðsli á báðum hnjám. „Svo fór ég í aðgerð síðasta sumar og var nánast ekkert með á síðasta tímabili.“ Ólafur vildi spila áfram erlendis en ákvað á endanum að koma aftur heim. „Maður vill alltaf halda sér úti. Ég skoðaði einhverja möguleika og fór á reynslu. En svo hugsaði ég með mér að það væri mjög gott að koma heim og hafa svigrúm til að ná mér og byrja svolítið frá grunni. Ég sé ekki eftir því,“ sagði Ólafur. En af hverju varð Stjarnan fyrir valinu? „Það voru lið sem settu sig í samband við mig en ég endaði á því að velja Stjörnuna. Þeir sýndu mjög mikinn áhuga og voru fyrstir til að tala við mig. Ég þekkti einhverja leikmenn þarna sem og þjálfarann [Einar Jónsson],“ sagði Ólafur og bætti því við að markmið Stjörnunnar væri að festa sig í sessi í Olís-deildinni en liðið hefur flakkað á milli deilda undanfarin ár. Ólafur var heill í sumar, æfði vel og segist vera í góðu formi. „Ástandið er mjög gott. Ég var á fullu á undirbúningstímabilinu, nema ég fékk hvíld í nokkrum æfingaleikjum til að stýra álaginu. Maður var allt í einu kominn í útihlaupin og allt þetta skemmtilega aftur,“ sagði Ólafur sem nýtur þess að vera inni í vellinum í stað þess að vera á sjúkrabekknum eða uppi í stúku. „Mér líður mjög vel í líkamanum eins og er og sé ekkert því til fyrirstöðu að ég leiki flesta leiki í vetur. Það er gaman að vera kominn til baka og farinn að spila handbolta. Ég reyni bara að njóta þess. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Ólafur að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita