New England mætti einu besta liðinu í NFL án Brady og Gronk en vann samt | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 07:06 Jimmy Garoppolo fær nú risatækifæri til að sýna að hann er framtíðin hjá New England. vísir/getty New England Patriots vann dramatískan sigur, 23-21, á Arizona Cardinals, einu allra besta liðinu í NFL-deildinni, í fyrstu umferð deildarinnar en leikurinn fór fram í Arizona í nótt. New England var ekki bara án Tom Brady sem byrjar tímabilið í fjögurra leikja banni heldur var innherjinn magnaði, Rob Gronkowski, einnig frá vegna meiðsla. Patriots er búið að hafa allt sumarið til að undirbúa Jimmy Garoppolo, varaleikstjórnanda liðsins, fyrir fyrstu fjóra leikina og hann sveik engan. Þessi 24 ára gamli strákur kláraði 24 sendingar af 33 fyrir 264 jördum og einu snertimarki. Þá kastaði hann boltanum aldrei frá sér. Garoppolo kláraði sendingar á sex mismunandi leikmenn, sjö ef hann sjálfur er talinn með því hann greip sendingu frá sjálfum sér eftir að hann kastaði boltanum í varnarmann Arizona. Mjög flott frammistaða hjá Garoppolo í hans fyrsta alvöru leik síðan hann kom inn í deildina fyrir tveimur árum. Arizona fékk gott tækifæri til að vinna leikinn. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir áttu heimamenn vallarmarkstilraun fyrir sigrinum en Chandler Catanzaro, sparkari Cardinals, hitti ekki vegna skelfilegs undirbúnings í sparkinu. Það helsta úr þessum leik má sjá hér.Dak Prescott byrjaði vel í sínum fyrsta leik fyrir Dallas en gat ekki klárað dæmið.vísir/gettyÍ fyrsta sjónvarpsleik vetrarins á Stöð 2 Sport HD sótti New York Giants eins stigs sigur, 20-19, til Dallas Cowboys sem verður án Tony Romo, aðal leikstjórnanda síns, fyrstu vikurnar vegna meiðsla. Dak Prescott, nýliðinn sem stýrir sóknarleik Dallas í fjarveru Romo, byrjaði leikinn mjög vel en náði aldrei að klára sóknirnar með snertimarki. Það átti eftir að koma í bakið á honum því reynsluboltinn Eli Manning í liði New York fór þrisvar sinnum inn á rauða svæðið og skilaði snertimarki í öll skiptin. Prescott kláraði 25 sendingar af 45 í sínum fyrsta leik fyrir 227 jördum og kastaði boltanum aldrei frá sér. Eli Manning kláraði 19 sendingar af 28 fyrir 207 jördum og þremur snertimörkum en kastaði boltanum einu sinni frá sér. Hlauparinn Ezekiel Elliott, nýliði hjá Dallas, átti fína fraumraun en hann hljóp 51 jarda í 20 tilraunum og skoraði eina snertimark Dallas. Það helsta úr leiknum má sjá hér.Úrslit gærdagsins: Arizona Cardinals - New England Patriots 21-23 Jacksonvilla Jaguars - Green Bay Packers 23-27 Baltimore Raves - Buffalo Bills 13-7 Houston Texans - Chicago Bears 23-14 Philadelphia Eagles - Cleveland Browns 29-10 New York Jets - Cincinnati Bengals 23-22 New Orleans Saints - Oakland Raiders 34-35 San Diego Chargers - Kansas City Chiefs 27-33 Seattle Seahawks - Miami Dolphins 10-12 Indianapolis Colts - Detriot Lions 35-39 Dallas Cowboys - NY Giants 19-20 NFL Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
New England Patriots vann dramatískan sigur, 23-21, á Arizona Cardinals, einu allra besta liðinu í NFL-deildinni, í fyrstu umferð deildarinnar en leikurinn fór fram í Arizona í nótt. New England var ekki bara án Tom Brady sem byrjar tímabilið í fjögurra leikja banni heldur var innherjinn magnaði, Rob Gronkowski, einnig frá vegna meiðsla. Patriots er búið að hafa allt sumarið til að undirbúa Jimmy Garoppolo, varaleikstjórnanda liðsins, fyrir fyrstu fjóra leikina og hann sveik engan. Þessi 24 ára gamli strákur kláraði 24 sendingar af 33 fyrir 264 jördum og einu snertimarki. Þá kastaði hann boltanum aldrei frá sér. Garoppolo kláraði sendingar á sex mismunandi leikmenn, sjö ef hann sjálfur er talinn með því hann greip sendingu frá sjálfum sér eftir að hann kastaði boltanum í varnarmann Arizona. Mjög flott frammistaða hjá Garoppolo í hans fyrsta alvöru leik síðan hann kom inn í deildina fyrir tveimur árum. Arizona fékk gott tækifæri til að vinna leikinn. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir áttu heimamenn vallarmarkstilraun fyrir sigrinum en Chandler Catanzaro, sparkari Cardinals, hitti ekki vegna skelfilegs undirbúnings í sparkinu. Það helsta úr þessum leik má sjá hér.Dak Prescott byrjaði vel í sínum fyrsta leik fyrir Dallas en gat ekki klárað dæmið.vísir/gettyÍ fyrsta sjónvarpsleik vetrarins á Stöð 2 Sport HD sótti New York Giants eins stigs sigur, 20-19, til Dallas Cowboys sem verður án Tony Romo, aðal leikstjórnanda síns, fyrstu vikurnar vegna meiðsla. Dak Prescott, nýliðinn sem stýrir sóknarleik Dallas í fjarveru Romo, byrjaði leikinn mjög vel en náði aldrei að klára sóknirnar með snertimarki. Það átti eftir að koma í bakið á honum því reynsluboltinn Eli Manning í liði New York fór þrisvar sinnum inn á rauða svæðið og skilaði snertimarki í öll skiptin. Prescott kláraði 25 sendingar af 45 í sínum fyrsta leik fyrir 227 jördum og kastaði boltanum aldrei frá sér. Eli Manning kláraði 19 sendingar af 28 fyrir 207 jördum og þremur snertimörkum en kastaði boltanum einu sinni frá sér. Hlauparinn Ezekiel Elliott, nýliði hjá Dallas, átti fína fraumraun en hann hljóp 51 jarda í 20 tilraunum og skoraði eina snertimark Dallas. Það helsta úr leiknum má sjá hér.Úrslit gærdagsins: Arizona Cardinals - New England Patriots 21-23 Jacksonvilla Jaguars - Green Bay Packers 23-27 Baltimore Raves - Buffalo Bills 13-7 Houston Texans - Chicago Bears 23-14 Philadelphia Eagles - Cleveland Browns 29-10 New York Jets - Cincinnati Bengals 23-22 New Orleans Saints - Oakland Raiders 34-35 San Diego Chargers - Kansas City Chiefs 27-33 Seattle Seahawks - Miami Dolphins 10-12 Indianapolis Colts - Detriot Lions 35-39 Dallas Cowboys - NY Giants 19-20
NFL Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira