Komdu bara, vetur! Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 07:00 Sumrinu mínu er lokið. Sumarfríið endaði í gær og er ég aftur mættur á skjálftavaktina, tilbúinn að snúa hjólum atvinnulífsins fram yfir dimman veturinn þar til aftur verður svo bjart að Halla og Stefán geta ekki sofnað. Þó ég trúi því að veturinn geri okkur að miklu leyti að þeirri baráttuþjóð sem við erum þýðir það ekki að ég hafi gaman af honum. Þvert á móti. Þegar ég var yngri var ekkert skemmtilegra en að vakna og líta út um gluggann og sjá ekkert nema hvítt. Þá var loksins hægt að fara í Kraftgallann (ég fékk aldrei Max-galla) og njóta undursins sem snjór var þá. Nú sé ég ekkert verra en snjó. Ég hata hann álíka mikið og Halla og Stefán hata RÚV. Skafa, festast, blautur í fæturna. Snjór er ömurlegur. Veturinn er erfiður enda fáar þjóðir jafnþakklátar og þegar vora tekur. Að þessu sinni tel ég mig samt tilbúnari í veturinn. Málið er að ég hef gert svo fjandi lítið undanfarin sumur þannig að ég á sjaldan minningar til að ylja mér við í gegnum harkið. Þetta sumar var þó algjör tilbreyting. Vikurnar þrjár með strákunum okkar í Frakklandi halda mér brosandi fram í nóvember, léttilega. Náttúrufegurðin, fólkið og kraftur Jarðbaðanna á Mývatni halda mér sterkum yfir jólin og áramótin og stressinu sem því öllu fylgir. Austfjarðaferðin heldur mér heilum á geði fram í mars og helgarnar tvær á Suðurlandinu eru svo stútfullar af glóandi sumarminningum að ég verð góður allt þar til fyrst sjást tíu gráður á mælinum að ári og sumarið hefst á ný. Það er meira en næg innistæða á sumar-minningabankanum þannig að veturinn má alveg koma fyrir mér.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun
Sumrinu mínu er lokið. Sumarfríið endaði í gær og er ég aftur mættur á skjálftavaktina, tilbúinn að snúa hjólum atvinnulífsins fram yfir dimman veturinn þar til aftur verður svo bjart að Halla og Stefán geta ekki sofnað. Þó ég trúi því að veturinn geri okkur að miklu leyti að þeirri baráttuþjóð sem við erum þýðir það ekki að ég hafi gaman af honum. Þvert á móti. Þegar ég var yngri var ekkert skemmtilegra en að vakna og líta út um gluggann og sjá ekkert nema hvítt. Þá var loksins hægt að fara í Kraftgallann (ég fékk aldrei Max-galla) og njóta undursins sem snjór var þá. Nú sé ég ekkert verra en snjó. Ég hata hann álíka mikið og Halla og Stefán hata RÚV. Skafa, festast, blautur í fæturna. Snjór er ömurlegur. Veturinn er erfiður enda fáar þjóðir jafnþakklátar og þegar vora tekur. Að þessu sinni tel ég mig samt tilbúnari í veturinn. Málið er að ég hef gert svo fjandi lítið undanfarin sumur þannig að ég á sjaldan minningar til að ylja mér við í gegnum harkið. Þetta sumar var þó algjör tilbreyting. Vikurnar þrjár með strákunum okkar í Frakklandi halda mér brosandi fram í nóvember, léttilega. Náttúrufegurðin, fólkið og kraftur Jarðbaðanna á Mývatni halda mér sterkum yfir jólin og áramótin og stressinu sem því öllu fylgir. Austfjarðaferðin heldur mér heilum á geði fram í mars og helgarnar tvær á Suðurlandinu eru svo stútfullar af glóandi sumarminningum að ég verð góður allt þar til fyrst sjást tíu gráður á mælinum að ári og sumarið hefst á ný. Það er meira en næg innistæða á sumar-minningabankanum þannig að veturinn má alveg koma fyrir mér.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun