Hver við erum Magnús Guðmundsson skrifar 5. september 2016 07:00 Leikhús er þýðingarmest allra heimsins stofnana því að þar er sýnt hvernig fólk ætti að vera, hvernig það gæti verið ef það þyrði og hvernig það er í raun og veru.“ Þetta skrifaði Tove Jansson í Ævintýri múmínálfanna. Það er falleg bók. Sönn og mannbætandi. Það er sannleikur í þessum orðum og í þeim er í senn fólgin hvatning til fólks að sækja leikhús og líka krafa til leikhússins um að standa sig. Að standa undir því að vera þýðingarmest allra heimsins stofnana. Það er erfitt að standa undir slíkri kröfu. Það er líka umhugsunarefni hvort við sem förum í leikhúsið séum nægilega dugleg við að gera þá kröfu til leikhússins að það sýni okkur hvernig við gætum verið ef við þyrðum og hvernig við erum í raun og veru. Það er hæpið ef litið er til þess sem kemur áhorfendum í leikhúsið. Í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag skoðaði Sigríður Jónsdóttir, leiklistargagnrýnandi blaðsins, hvað er fram undan á nýju leikári. Þar er greinilega margt spennandi en annað ekki eins og gengur, en það sem vekur þó eftirtekt er mikill fjöldi leikgerða í stóru leikhúsunum; Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Á móti kemur að hlutur nýrra frumsaminna leikrita er langtum minni og eins og Sigríður bendir á er þessi þróun ákveðið áhyggjuefni. Ekki sökum þess að leikgerðir séu eitthvað ómögulegt fyrirbæri, heldur er þetta orðið endurtekningarsamt og þreytt stef í íslensku leikhúsi. Málið er að það heyrir til undantekninga að leikgerðir eða uppfærslur á bókum bæti einhverju við það listaverk sem fyrir var. Verk sem var skapað sem bók nýtur sín oftar en ekki best í sínu upprunalega formi. Að auki verða oftar en ekki fyrir valinu verk sem leikhúsgestir þekkja, því treyst er á vinsældir bókarinnar til þess að tryggja aðsókn. Aðsókn. Þar liggur hundurinn grafinn. Það er óhætt að efast um að t.d. Salka Valka og Tímaþjófurinn hafi verið skrifaðar til þess að seljast eins og heitar lummur, heldur kannski frekar til þess að sýna okkur hvernig við gætum verið og erum í raun og veru. Þetta eru góðar bækur, skrifaðar á forsendum listarinnar og erfitt að sjá að endurvinnsla hafi einhverju við að bæta. En við sækjum í það sem er kunnuglegt og okkur þykir vænt um og því erum við líklegri til þess að sjá þessar sýningar en til að mynda ný og áræðin verk. Það er mikilvægt fyrir allt leikhús að vinna með það sem er hluti af samtíma þess og veruleika hverju sinni og því er þetta miður. Þetta er ekki ritað stjórnendum eða húsunum til hnjóðs. Leikhúsin búa við þröngan fjárhag og eru háð því að viðunandi fjöldi áhorfenda kaupi það sem þau hafa að selja. En leikhúsin þurfa að hafa frumkvæðið að því að rjúfa þetta ferli og efna til aukinnar samræðu við samfélag sitt og samtíma. Því leikhúsið á ekki aðeins að sýna okkur það sem við viljum sjá. Það á að sýna okkur hvernig fólk ætti að vera, hvernig það gæti verið ef það þyrði og hvernig það er í raun og veru. Það hlýtur að vera satt því það stendur í bók um múmínálfana.Greininn birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Leikhús er þýðingarmest allra heimsins stofnana því að þar er sýnt hvernig fólk ætti að vera, hvernig það gæti verið ef það þyrði og hvernig það er í raun og veru.“ Þetta skrifaði Tove Jansson í Ævintýri múmínálfanna. Það er falleg bók. Sönn og mannbætandi. Það er sannleikur í þessum orðum og í þeim er í senn fólgin hvatning til fólks að sækja leikhús og líka krafa til leikhússins um að standa sig. Að standa undir því að vera þýðingarmest allra heimsins stofnana. Það er erfitt að standa undir slíkri kröfu. Það er líka umhugsunarefni hvort við sem förum í leikhúsið séum nægilega dugleg við að gera þá kröfu til leikhússins að það sýni okkur hvernig við gætum verið ef við þyrðum og hvernig við erum í raun og veru. Það er hæpið ef litið er til þess sem kemur áhorfendum í leikhúsið. Í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag skoðaði Sigríður Jónsdóttir, leiklistargagnrýnandi blaðsins, hvað er fram undan á nýju leikári. Þar er greinilega margt spennandi en annað ekki eins og gengur, en það sem vekur þó eftirtekt er mikill fjöldi leikgerða í stóru leikhúsunum; Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Á móti kemur að hlutur nýrra frumsaminna leikrita er langtum minni og eins og Sigríður bendir á er þessi þróun ákveðið áhyggjuefni. Ekki sökum þess að leikgerðir séu eitthvað ómögulegt fyrirbæri, heldur er þetta orðið endurtekningarsamt og þreytt stef í íslensku leikhúsi. Málið er að það heyrir til undantekninga að leikgerðir eða uppfærslur á bókum bæti einhverju við það listaverk sem fyrir var. Verk sem var skapað sem bók nýtur sín oftar en ekki best í sínu upprunalega formi. Að auki verða oftar en ekki fyrir valinu verk sem leikhúsgestir þekkja, því treyst er á vinsældir bókarinnar til þess að tryggja aðsókn. Aðsókn. Þar liggur hundurinn grafinn. Það er óhætt að efast um að t.d. Salka Valka og Tímaþjófurinn hafi verið skrifaðar til þess að seljast eins og heitar lummur, heldur kannski frekar til þess að sýna okkur hvernig við gætum verið og erum í raun og veru. Þetta eru góðar bækur, skrifaðar á forsendum listarinnar og erfitt að sjá að endurvinnsla hafi einhverju við að bæta. En við sækjum í það sem er kunnuglegt og okkur þykir vænt um og því erum við líklegri til þess að sjá þessar sýningar en til að mynda ný og áræðin verk. Það er mikilvægt fyrir allt leikhús að vinna með það sem er hluti af samtíma þess og veruleika hverju sinni og því er þetta miður. Þetta er ekki ritað stjórnendum eða húsunum til hnjóðs. Leikhúsin búa við þröngan fjárhag og eru háð því að viðunandi fjöldi áhorfenda kaupi það sem þau hafa að selja. En leikhúsin þurfa að hafa frumkvæðið að því að rjúfa þetta ferli og efna til aukinnar samræðu við samfélag sitt og samtíma. Því leikhúsið á ekki aðeins að sýna okkur það sem við viljum sjá. Það á að sýna okkur hvernig fólk ætti að vera, hvernig það gæti verið ef það þyrði og hvernig það er í raun og veru. Það hlýtur að vera satt því það stendur í bók um múmínálfana.Greininn birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. september.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun