Á annað hundrað þúsund manns á Menningarnótt Birgir Örn Steinarsson skrifar 21. ágúst 2016 09:21 Myndin er gömul en sem fyrr var flugeldasýningin einn af hátindum hátíðarinnar. Vísir/Vilhelm Talið er að á um annað hundrað þúsund manns hafi skemmt sér í miðborg Reykjavíkur í gær en aldrei fyrr hafa jafn margir mætt á Menningarnótt á 21 árs sögu hátíðarinnar. Fjöldanum var dreift með því að víkka út hátíðarsvæðið sem í þetta skiptið náði alla leið út á Granda. Einnig hjálpaði það að koma í veg fyrir of mikil þrengsli á einu svæði að hafa tvö stór svið, eitt í Hljómskálagarðinum og annað við Arnarhól. Á því fyrrnefnda var dagskrá frá morgni til kvölds. Í allt voru um 300 fjölbreyttir viðburðir á dagskrá Menningarnætur en fjölda margir aðrir viðburðir voru skipulagðir og framkvæmdir af einstaklingum utan dagskrá. Gestir miðbæjarins máttu sjá karlakóra syngjandi á götum úti, hljómsveitir í öðrum hverjum garði og ýmislegt skemmtilegt fyrir yngstu kynslóðina. Lögregla segir aðsóknina hafa verið jafna og þétta frá hádegi og fram eftir kvöldi.Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.Einstaklega góð stemning Sem fyrr, lauk Menningarnótt með flugeldasýningu undir stjórn Hjálparsveitar Skáta sem hófst rétt fyrir miðnætti. Lögregla segir að umferð frá miðborginni eftir hana hafa gengið greiðlega. Áshildur Bragadóttur forstöðukona Höfuðborgarstofu sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu eftir að flugeldasýningu lauk; „Mig langar fyrir hönd stjórnar Menningarnætur að þakka öllum gestum hátíðarinnar, viðburðarhöldurum, rekstraraðilum, íbúum í miðborginni, lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliði, öryggisaðilum og Strætó innilega fyrir einstaklega vel heppnaða Menningarnótt. Mörg hundruð manns lögðu hönd á plóg til að gera hátíðina sem glæsilegasta og það tókst svo sannarlega. Það var einstaklega góð stemning í miðborg Reykjavíkur þar sem allir lögðust á eitt við að gera daginn sem ánægjulegastan. Á annað hundrað þúsund manns naut þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem var í boði, samgöngurnar gengu vel og allir voru sér og sínum til sóma.“ Menningarnótt Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Talið er að á um annað hundrað þúsund manns hafi skemmt sér í miðborg Reykjavíkur í gær en aldrei fyrr hafa jafn margir mætt á Menningarnótt á 21 árs sögu hátíðarinnar. Fjöldanum var dreift með því að víkka út hátíðarsvæðið sem í þetta skiptið náði alla leið út á Granda. Einnig hjálpaði það að koma í veg fyrir of mikil þrengsli á einu svæði að hafa tvö stór svið, eitt í Hljómskálagarðinum og annað við Arnarhól. Á því fyrrnefnda var dagskrá frá morgni til kvölds. Í allt voru um 300 fjölbreyttir viðburðir á dagskrá Menningarnætur en fjölda margir aðrir viðburðir voru skipulagðir og framkvæmdir af einstaklingum utan dagskrá. Gestir miðbæjarins máttu sjá karlakóra syngjandi á götum úti, hljómsveitir í öðrum hverjum garði og ýmislegt skemmtilegt fyrir yngstu kynslóðina. Lögregla segir aðsóknina hafa verið jafna og þétta frá hádegi og fram eftir kvöldi.Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.Einstaklega góð stemning Sem fyrr, lauk Menningarnótt með flugeldasýningu undir stjórn Hjálparsveitar Skáta sem hófst rétt fyrir miðnætti. Lögregla segir að umferð frá miðborginni eftir hana hafa gengið greiðlega. Áshildur Bragadóttur forstöðukona Höfuðborgarstofu sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu eftir að flugeldasýningu lauk; „Mig langar fyrir hönd stjórnar Menningarnætur að þakka öllum gestum hátíðarinnar, viðburðarhöldurum, rekstraraðilum, íbúum í miðborginni, lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliði, öryggisaðilum og Strætó innilega fyrir einstaklega vel heppnaða Menningarnótt. Mörg hundruð manns lögðu hönd á plóg til að gera hátíðina sem glæsilegasta og það tókst svo sannarlega. Það var einstaklega góð stemning í miðborg Reykjavíkur þar sem allir lögðust á eitt við að gera daginn sem ánægjulegastan. Á annað hundrað þúsund manns naut þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem var í boði, samgöngurnar gengu vel og allir voru sér og sínum til sóma.“
Menningarnótt Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira