Segja fullyrðingar Önnu Sigurlaugar um ítarupplýsingar ósannar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 14:57 Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja, aftur, það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. Ritstjóri Reykjavík Media, fyrrverandi fréttamaður Reykjavík Media, ritstjórar Kastljóss og fréttamaður og framleiðandi sænska þáttarins Uppdrag Granskning neita því að hafa fengið í hendurnar ítarupplýsingar um eignarhaldsfélagið Wintris í aðdraganda umfjöllunar um félagið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hlutaðeigandi aðilum. Í viðtali við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist í Morgunblaðinu í dag sagði hún að eftir viðtal við eiginmann hennar, þar sem Wintris bar á góma, hafi þau sent upplýsingar til umræddra aðila. Þar hefði verið um að ræða ítarleg gögn sem útskýrðu hvernig í pottinn væri búið.Sjá einnig:Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ „Sigmundur vildi vaða strax í sjónvarpsmennina og óheiðarlega framgöngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirðingar sjónvarpsmannanna hefðu verið rangar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þátturinn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okkur,“ segir Anna Sigurlaug í viðtalinu. Í svari fréttafólksins, sem birt var á Facebook, kemur fram að rétt sé að þeim hjónum hafi verið sendur ítarlegur spurningalisti. Fréttafólkinu hafi borist svör sem öll áttu það sameiginlegt að svara ekki þeim hlutum sem spurt var um.Þetta er í annað sinn sem umræddir fréttamenn svara slíkum ásökunum forsætisráðherrahjónanna fyrrverandi. Sigmundur Davíð bar slíkar ásakanir á torg á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í upphafi júnímánaðar. „Við fórum í það næstu tvær vikurnar að afla gagnanna fyrir þess menn. Alltaf var reynt að svara þeim spurningum sem þeir vildu fá. Svo kom á daginn að þetta snerist aldrei um að afla upplýsinga. Þetta snerist um að halda mér uppteknum í tvær til þrjár vikur. Það var búið að skrifa handritið fyrir framan og búið að æfa það hvernig mætti láta viðtalið líta sem verst út,“ sagði Sigmundur Davíð við það tilefni. Þá svöruðu þeir sem komu að gerð þáttarins ásökunum einnig. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk því margítrekuð tækifæri til að útskýra aðkomu sína og eiginkonu sinnar að aflandsfélaginu Wintris Inc, sem hann kaus að gera ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig birtu aðilarnir tölvupóstssamskipi sem þeir áttu í við aðstoðarmann Sigmundar Davíðs. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Ritstjóri Reykjavík Media, fyrrverandi fréttamaður Reykjavík Media, ritstjórar Kastljóss og fréttamaður og framleiðandi sænska þáttarins Uppdrag Granskning neita því að hafa fengið í hendurnar ítarupplýsingar um eignarhaldsfélagið Wintris í aðdraganda umfjöllunar um félagið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hlutaðeigandi aðilum. Í viðtali við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist í Morgunblaðinu í dag sagði hún að eftir viðtal við eiginmann hennar, þar sem Wintris bar á góma, hafi þau sent upplýsingar til umræddra aðila. Þar hefði verið um að ræða ítarleg gögn sem útskýrðu hvernig í pottinn væri búið.Sjá einnig:Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ „Sigmundur vildi vaða strax í sjónvarpsmennina og óheiðarlega framgöngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirðingar sjónvarpsmannanna hefðu verið rangar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þátturinn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okkur,“ segir Anna Sigurlaug í viðtalinu. Í svari fréttafólksins, sem birt var á Facebook, kemur fram að rétt sé að þeim hjónum hafi verið sendur ítarlegur spurningalisti. Fréttafólkinu hafi borist svör sem öll áttu það sameiginlegt að svara ekki þeim hlutum sem spurt var um.Þetta er í annað sinn sem umræddir fréttamenn svara slíkum ásökunum forsætisráðherrahjónanna fyrrverandi. Sigmundur Davíð bar slíkar ásakanir á torg á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í upphafi júnímánaðar. „Við fórum í það næstu tvær vikurnar að afla gagnanna fyrir þess menn. Alltaf var reynt að svara þeim spurningum sem þeir vildu fá. Svo kom á daginn að þetta snerist aldrei um að afla upplýsinga. Þetta snerist um að halda mér uppteknum í tvær til þrjár vikur. Það var búið að skrifa handritið fyrir framan og búið að æfa það hvernig mætti láta viðtalið líta sem verst út,“ sagði Sigmundur Davíð við það tilefni. Þá svöruðu þeir sem komu að gerð þáttarins ásökunum einnig. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk því margítrekuð tækifæri til að útskýra aðkomu sína og eiginkonu sinnar að aflandsfélaginu Wintris Inc, sem hann kaus að gera ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig birtu aðilarnir tölvupóstssamskipi sem þeir áttu í við aðstoðarmann Sigmundar Davíðs.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50