Skólastjórar funda vegna sundferða dæmds barnaníðings nadine guðrún yaghi skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Foreldrar barna í Kópavogi voru ósáttir við að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í sundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjórir skólastjórar í grunnskólum í Kópavogi hafa fundað með forstöðumanni Salalaugar vegna óánægju foreldra með að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í skólasundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur. Sigurður Ingi Þórðarson, sem stundum hefur verið kallaður Siggi hakkari, var í fyrra dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Hann hefur undanfarið sést í Salalauginni en hann gengur nú laus með ökklaband. Hann hefur aðeins afplánað um þriðjung af dómi sínum. „Um leið og ég vissi af þessu fór ég strax að kanna málið og óskaði þá eftir fundi. Við urðum strax öll sammála um að hittast og fara yfir það hvað við getum gert til að tryggja öryggi barnanna,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, en hann átti fyrst fund með bæjaryfirvöldum og forstöðumanni laugarinnar á miðvikudaginn. Degi síðar funduðu skólastjórar hinna þriggja skólanna með Hafsteini. Á fundunum var ákveðið að fylgst yrði með öllum hópum í skólasundi en ekki aðeins þeim yngstu eins og verið hefur. Þá mun fylgdarmaður fara út með börnunum í baðklefa. Auk þess var ákveðið að herða gæslu í sundlauginni. „Við erum að bæta við starfsmönnum og þannig verða fleiri að fylgjast með. Það verða fleiri starfsmenn á okkar vegum og þá er sundlaugin líka að herða gæsluna hjá sér,“ segir Hafsteinn og bætir við að það sama muni gilda um hina skólana. Mál Sigga hakkara Kópavogur Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Sigurður Ingi Þórðarson hefur sést í Versalalaug þar sem börn í Salaskóla sækja skólasund. 24. ágúst 2016 14:04 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Fjórir skólastjórar í grunnskólum í Kópavogi hafa fundað með forstöðumanni Salalaugar vegna óánægju foreldra með að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í skólasundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur. Sigurður Ingi Þórðarson, sem stundum hefur verið kallaður Siggi hakkari, var í fyrra dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Hann hefur undanfarið sést í Salalauginni en hann gengur nú laus með ökklaband. Hann hefur aðeins afplánað um þriðjung af dómi sínum. „Um leið og ég vissi af þessu fór ég strax að kanna málið og óskaði þá eftir fundi. Við urðum strax öll sammála um að hittast og fara yfir það hvað við getum gert til að tryggja öryggi barnanna,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, en hann átti fyrst fund með bæjaryfirvöldum og forstöðumanni laugarinnar á miðvikudaginn. Degi síðar funduðu skólastjórar hinna þriggja skólanna með Hafsteini. Á fundunum var ákveðið að fylgst yrði með öllum hópum í skólasundi en ekki aðeins þeim yngstu eins og verið hefur. Þá mun fylgdarmaður fara út með börnunum í baðklefa. Auk þess var ákveðið að herða gæslu í sundlauginni. „Við erum að bæta við starfsmönnum og þannig verða fleiri að fylgjast með. Það verða fleiri starfsmenn á okkar vegum og þá er sundlaugin líka að herða gæsluna hjá sér,“ segir Hafsteinn og bætir við að það sama muni gilda um hina skólana.
Mál Sigga hakkara Kópavogur Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Sigurður Ingi Þórðarson hefur sést í Versalalaug þar sem börn í Salaskóla sækja skólasund. 24. ágúst 2016 14:04 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Sigurður Ingi Þórðarson hefur sést í Versalalaug þar sem börn í Salaskóla sækja skólasund. 24. ágúst 2016 14:04