Amber Heard tók reiðikast Johnny Depp upp á myndband Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 16:00 Amber Heard og Johnny Depp koma fyrir dóm í Ástralíu fyrr á þessu ári vegna þess að þau komu með hundana sína ólöglega inn í landið. vísir/epa Bandaríska vefsíðan TMZ birti í gær myndband sem talið er að sýni leikaraparið Johnny Depp og Amber Heard í eldhúsinu heima hjá þeim en í myndbandinu virðist Depp mjög drukkinn og lætur öllum illum látum. Heard tók myndbandið upp á síma. Heard sótti um skilnað frá Depp í maí síðastliðnum en hún sakar hann um að hafa ráðist á hana. Í vor dæmdi dómari í Los Angeles Depp í nálgunarbann en Amber sagði leikarann hafa kastað farsíma í andlit hennar, rifið í hár hennar, öskrað á hana og lamið hana ítrekað. Myndbandið á að hafa verið tekið áður einhverjum mánuðum áður en Heard sótti um skilnað. Í myndbandinu sem lekið var til fjölmiðla sést Depp sparka í eldhúsinnréttingu á meðan Heard spyr hann ítrekað hvað hafi gerst. Þá biður hún hann afsökunar á einhverju en ekki er ljóst á hverju hún er að biðjast afsökunar. Á myndbandinu heyrast brothljóð og svo sést stór vínflaska sem Heard spyr Depp hvort hann hafi drukkið nánast alla þá um morguninn. Leikarinn virðist svo átta sig á því að Heard er að taka hann upp á símann sinn. Hann slær því í símann og spyr Heard hvort að þetta sé það sem sé í gangi. Samkvæmt miðlum ytra er því haldið fram af vinum Depp að búið sé að eiga við myndbandið og að Heard hafi verið að espa hann upp en myndbandið er sönnunargagn sem lögmenn Heard hafa lagt fram í skilnaðarmáli hjónanna. Í gær kom Heard til Los Angeles og gaf vitnisburð hjá lögmönnum Depp varðandi ofbeldið sem hún segir hann hafa beitt sig en réttarhöld vegna nálgunarbannsins fara fram í næstu viku. Myndbandið sem Heard tók má sjá hér að neðan en það er rétt að vara viðkvæma við því. Deilur Johnny Depp og Amber Heard Hollywood Tengdar fréttir Dóttir og barnsmóðir Depp koma honum til varnar „Pabbi minn er elskulegasta manneskja sem ég þekki, hann hefur bara verið yndislegur faðir fyrir mig mig og litla bróður minn, og allir sem ég þekki myndu segja það sama.“ 30. maí 2016 09:09 Dómari bannar Johnny Depp að koma nálægt Amber Heard Heard sakar Depp um gróft ofbeldi gagnvart sér og óttast að hann snúi aftur til að hrella hana líkamlega og andlega. 27. maí 2016 21:55 Vinkona kemur Amber Heard til varnar "Ég er búin að fá nóg. Ég sá oft marbletti. Bólgna vör og skurð á höfði hennar.“ 8. júní 2016 12:27 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Bandaríska vefsíðan TMZ birti í gær myndband sem talið er að sýni leikaraparið Johnny Depp og Amber Heard í eldhúsinu heima hjá þeim en í myndbandinu virðist Depp mjög drukkinn og lætur öllum illum látum. Heard tók myndbandið upp á síma. Heard sótti um skilnað frá Depp í maí síðastliðnum en hún sakar hann um að hafa ráðist á hana. Í vor dæmdi dómari í Los Angeles Depp í nálgunarbann en Amber sagði leikarann hafa kastað farsíma í andlit hennar, rifið í hár hennar, öskrað á hana og lamið hana ítrekað. Myndbandið á að hafa verið tekið áður einhverjum mánuðum áður en Heard sótti um skilnað. Í myndbandinu sem lekið var til fjölmiðla sést Depp sparka í eldhúsinnréttingu á meðan Heard spyr hann ítrekað hvað hafi gerst. Þá biður hún hann afsökunar á einhverju en ekki er ljóst á hverju hún er að biðjast afsökunar. Á myndbandinu heyrast brothljóð og svo sést stór vínflaska sem Heard spyr Depp hvort hann hafi drukkið nánast alla þá um morguninn. Leikarinn virðist svo átta sig á því að Heard er að taka hann upp á símann sinn. Hann slær því í símann og spyr Heard hvort að þetta sé það sem sé í gangi. Samkvæmt miðlum ytra er því haldið fram af vinum Depp að búið sé að eiga við myndbandið og að Heard hafi verið að espa hann upp en myndbandið er sönnunargagn sem lögmenn Heard hafa lagt fram í skilnaðarmáli hjónanna. Í gær kom Heard til Los Angeles og gaf vitnisburð hjá lögmönnum Depp varðandi ofbeldið sem hún segir hann hafa beitt sig en réttarhöld vegna nálgunarbannsins fara fram í næstu viku. Myndbandið sem Heard tók má sjá hér að neðan en það er rétt að vara viðkvæma við því.
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Hollywood Tengdar fréttir Dóttir og barnsmóðir Depp koma honum til varnar „Pabbi minn er elskulegasta manneskja sem ég þekki, hann hefur bara verið yndislegur faðir fyrir mig mig og litla bróður minn, og allir sem ég þekki myndu segja það sama.“ 30. maí 2016 09:09 Dómari bannar Johnny Depp að koma nálægt Amber Heard Heard sakar Depp um gróft ofbeldi gagnvart sér og óttast að hann snúi aftur til að hrella hana líkamlega og andlega. 27. maí 2016 21:55 Vinkona kemur Amber Heard til varnar "Ég er búin að fá nóg. Ég sá oft marbletti. Bólgna vör og skurð á höfði hennar.“ 8. júní 2016 12:27 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Dóttir og barnsmóðir Depp koma honum til varnar „Pabbi minn er elskulegasta manneskja sem ég þekki, hann hefur bara verið yndislegur faðir fyrir mig mig og litla bróður minn, og allir sem ég þekki myndu segja það sama.“ 30. maí 2016 09:09
Dómari bannar Johnny Depp að koma nálægt Amber Heard Heard sakar Depp um gróft ofbeldi gagnvart sér og óttast að hann snúi aftur til að hrella hana líkamlega og andlega. 27. maí 2016 21:55
Vinkona kemur Amber Heard til varnar "Ég er búin að fá nóg. Ég sá oft marbletti. Bólgna vör og skurð á höfði hennar.“ 8. júní 2016 12:27