Klámvædd poppmenning Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. ágúst 2016 12:30 Elísabet Birta Sveinsdóttir sýnir verkið Köld nánd í kvöld. Vísir/Hanna Markmiðið er að tæla heiminn með sviðsettri nánd við áhorfandann en stjarnan er í raun söluvara neyslumenningar. Köld nánd fjallar um áhrif klámvæddrar poppmenningar með persónulegri frásögn þar sem listamaðurinn notar gamalt myndefni af sér sem barni og unglingi í bland við nýtt efni,“ segir Elísabet Birta Sveinsdóttir, nemi við myndlistarbraut Listaháskóla Íslands, spurð út í verkið Köld nánd sem hún mun flytja í Mengi í kvöld. Verkið endurspeglar áhrifavaldinn sjálfan, uppgötvun og þær afleiðingar sem tónlistarheimurinn hefur fyrir fólk og mun Elísabet Birta sýna persónulega nálgun sína að verkinu í frekar óhefðbundnum gjörningi. Hún blandar saman dansi og myndlist, en sjálf útskrifaðist hún frá dansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. „Ég vinn iðulega við mismundi miðla. En þeir miðlar sem ég hef aðallega verið að fást við eru gjörningar, vídeó, málverk, innsetningar og ljósmyndir. Ég bý að dansbakgrunni mínum en ég kom inn í myndlistina frekar mótuð af danslistinni. En ég hef alltaf haft áhuga á að vinna þverfaglega, þegar ég var í dansnámi sótti ég mikið í samstarf í aðrar greinar og byrjaði snemma að blanda saman dansi og kvikmyndagerð, en bý líka svo vel að eiga pabba sem er kvikmyndagerðarmaður,“ segir Elísabet. „Í þessu verkefni blanda ég myndlistinni og dansinum saman með því að nálgast dansverk sem myndlist. Þetta er einhvers konar blanda af dansverki, gjörningi og vídeóinnsetningu. Það er ákveðinn hráleiki við verkið sem færir það nær gjörningsforminu,“ segir hún og bætir við að hún hafi fengið sterk viðbrögð, og hvetur alla til að mæta í kvöld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Markmiðið er að tæla heiminn með sviðsettri nánd við áhorfandann en stjarnan er í raun söluvara neyslumenningar. Köld nánd fjallar um áhrif klámvæddrar poppmenningar með persónulegri frásögn þar sem listamaðurinn notar gamalt myndefni af sér sem barni og unglingi í bland við nýtt efni,“ segir Elísabet Birta Sveinsdóttir, nemi við myndlistarbraut Listaháskóla Íslands, spurð út í verkið Köld nánd sem hún mun flytja í Mengi í kvöld. Verkið endurspeglar áhrifavaldinn sjálfan, uppgötvun og þær afleiðingar sem tónlistarheimurinn hefur fyrir fólk og mun Elísabet Birta sýna persónulega nálgun sína að verkinu í frekar óhefðbundnum gjörningi. Hún blandar saman dansi og myndlist, en sjálf útskrifaðist hún frá dansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. „Ég vinn iðulega við mismundi miðla. En þeir miðlar sem ég hef aðallega verið að fást við eru gjörningar, vídeó, málverk, innsetningar og ljósmyndir. Ég bý að dansbakgrunni mínum en ég kom inn í myndlistina frekar mótuð af danslistinni. En ég hef alltaf haft áhuga á að vinna þverfaglega, þegar ég var í dansnámi sótti ég mikið í samstarf í aðrar greinar og byrjaði snemma að blanda saman dansi og kvikmyndagerð, en bý líka svo vel að eiga pabba sem er kvikmyndagerðarmaður,“ segir Elísabet. „Í þessu verkefni blanda ég myndlistinni og dansinum saman með því að nálgast dansverk sem myndlist. Þetta er einhvers konar blanda af dansverki, gjörningi og vídeóinnsetningu. Það er ákveðinn hráleiki við verkið sem færir það nær gjörningsforminu,“ segir hún og bætir við að hún hafi fengið sterk viðbrögð, og hvetur alla til að mæta í kvöld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira