Flóttamenn á hlaupum María Bjarnadóttir skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Muniði hvað það var geggjað þegar okkar menn rústuðu Evrópumeistaramótinu í fótbolta? Já, auðvitað. Allavega allir sem eru nýbúnir að fá bréf með sundurliðuðum minningum frá Frakklandi á yfirlitinu frá Visa. Nú styttist í að við getum aftur verið stolt af íþróttafólkinu okkar því að Ólympíuleikarnir eru að byrja í Brasilíu. Það verða líklega færri stuðningsmenn á staðnum þar en í Frakklandi svo við hvetjum úr sumarbústöðum eða stofusófanum umvafin fjölskyldu eða vinum. Fánalitir, andlitsmálning og sjónvarpslýsendur sem tryllast úr spennu. Áfram Ís-laaand! Sumir þátttakendur í Ríó keppa ekki undir merkjum landsins síns og sigrum þeirra og sorgum á mótinu fylgir ekkert þjóðarstolt sem snertir heila heimsálfu með víkingaklappi. Þau keppa undir merkjum flóttamanna. Sundkona sem komst yfir hafið frá Sýrlandi til Evrópu. Júdómaður sem var læstur inní búri af þjálfaranum sínum á Fílabeinsströndinni ef hann tapaði keppni. Hlaupari frá Suður-Súdan sem hefur ekki heyrt í eða af fjölskyldunni sinni þau 15 ár síðan hún flúði landið – hlaupandi. Ég legg til að við hvetjum líka flóttaíþróttamennina í Ríó úr sófanum. Ef þið viljið hafa stuðninginn í verki er hægt að bæta á Visa-reikninginn framlagi til UNICEF, UN Women, Rauða krossins eða Akkeris. Þú gætir verið að styðja Ólympíumeistara framtíðarinnar. Stuðning má einnig greiða með atkvæðum. Uppúr kjörkössunum í haust þarf að koma pólitískur stuðningur við flóttamenn og frið í stríðshrjáðum ríkjum. Við erum nefnilega í raun öll í sama liði. Húh!Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Muniði hvað það var geggjað þegar okkar menn rústuðu Evrópumeistaramótinu í fótbolta? Já, auðvitað. Allavega allir sem eru nýbúnir að fá bréf með sundurliðuðum minningum frá Frakklandi á yfirlitinu frá Visa. Nú styttist í að við getum aftur verið stolt af íþróttafólkinu okkar því að Ólympíuleikarnir eru að byrja í Brasilíu. Það verða líklega færri stuðningsmenn á staðnum þar en í Frakklandi svo við hvetjum úr sumarbústöðum eða stofusófanum umvafin fjölskyldu eða vinum. Fánalitir, andlitsmálning og sjónvarpslýsendur sem tryllast úr spennu. Áfram Ís-laaand! Sumir þátttakendur í Ríó keppa ekki undir merkjum landsins síns og sigrum þeirra og sorgum á mótinu fylgir ekkert þjóðarstolt sem snertir heila heimsálfu með víkingaklappi. Þau keppa undir merkjum flóttamanna. Sundkona sem komst yfir hafið frá Sýrlandi til Evrópu. Júdómaður sem var læstur inní búri af þjálfaranum sínum á Fílabeinsströndinni ef hann tapaði keppni. Hlaupari frá Suður-Súdan sem hefur ekki heyrt í eða af fjölskyldunni sinni þau 15 ár síðan hún flúði landið – hlaupandi. Ég legg til að við hvetjum líka flóttaíþróttamennina í Ríó úr sófanum. Ef þið viljið hafa stuðninginn í verki er hægt að bæta á Visa-reikninginn framlagi til UNICEF, UN Women, Rauða krossins eða Akkeris. Þú gætir verið að styðja Ólympíumeistara framtíðarinnar. Stuðning má einnig greiða með atkvæðum. Uppúr kjörkössunum í haust þarf að koma pólitískur stuðningur við flóttamenn og frið í stríðshrjáðum ríkjum. Við erum nefnilega í raun öll í sama liði. Húh!Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun