Fagnar afreki með tattúi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Það er ekki á hverjum degi sem fólk er tattúerað inni á elliheimilum en Sigurður ákvað að slá til. Vísir/GVA Það er erill á herbergi Sigurðar Waage á Hrafnistu í Reykjavík. Þar er Fjölnir Geir Bragason að tattúera hinn tignarlega Hraundranga í Öxnadal á framhandlegg Sigurðar og ýmsir fylgjast með af áhuga. Tilefnið er það að 60 ár eru frá því Sigurður kleif dranginn, ásamt tveimur félögum sínum. „Ég fékk Finn Eyjólfsson og Bandaríkjamanninn Nicholas Clinch með mér upp. Finnur lést 2014 en Nicholas býr í Bandaríkjunum. Hann var vanur klifrari á þessum tíma en var svo drengilegur að hann vildi að Íslendingur yrði fyrstur á tindinn og það kom í minn hlut,“ segir Sigurður. „Svo voru þrír menn sem aðstoðuðu okkur, báru vistir og kaðla sem voru þungir á þessum árum. Þetta voru Þráinn Karlsson, síðar leikari, sem þá var 17 ára, Haukur Viktorsson og Ingólfur Ármannsson.“ Sigurður var framkvæmdastjóri Sanitas í Reykjavík og öflugur þátttakandi í Flugbjörgunarsveitinni. Þar kynntist hann klifrinu og hafði æft það talsvert áður en hann lagði til atlögu við Hraundranga. „Við flugum nokkra hringi umhverfis dranginn til að meta aðstæður, áður en við lögðum í hann. Hann er laus í sér enda lengi talinn ókleifur. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sagði mér að það væru amerískir fjallamenn að stefna á tindinn. Það var rétt. Þeir gerðu tvær atrennur en sneru við í seinna skiptið vegna sudda, höfðu ekki meiri tíma og flugu vestur aftur. Þetta voru bestu klifrarar Bandaríkjanna.“ Sigurður er á 89. aldursári. Hann kveðst ekki hafa átt frumkvæðið að því að fá Fjölni á elliheimilið til að tattúera hann. „Það var Sigrún dóttir mín sem átti hugmyndina og ég sló til,“ segir hann. Tvö málverk eru í herbergi Sigurðar af Hraundranga, nú bætist eitt við enda er honum tindurinn kær. „Við klifum dranginn frá þeirri hlið sem snýr að þjóðveginum. Ég stoppa alltaf fyrir framan hann þegar ég á þar leið um, dvel þar aðeins og fæ mér kaffisopa eða eitthvað sem ég hef meðferðis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Húðflúr Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Það er erill á herbergi Sigurðar Waage á Hrafnistu í Reykjavík. Þar er Fjölnir Geir Bragason að tattúera hinn tignarlega Hraundranga í Öxnadal á framhandlegg Sigurðar og ýmsir fylgjast með af áhuga. Tilefnið er það að 60 ár eru frá því Sigurður kleif dranginn, ásamt tveimur félögum sínum. „Ég fékk Finn Eyjólfsson og Bandaríkjamanninn Nicholas Clinch með mér upp. Finnur lést 2014 en Nicholas býr í Bandaríkjunum. Hann var vanur klifrari á þessum tíma en var svo drengilegur að hann vildi að Íslendingur yrði fyrstur á tindinn og það kom í minn hlut,“ segir Sigurður. „Svo voru þrír menn sem aðstoðuðu okkur, báru vistir og kaðla sem voru þungir á þessum árum. Þetta voru Þráinn Karlsson, síðar leikari, sem þá var 17 ára, Haukur Viktorsson og Ingólfur Ármannsson.“ Sigurður var framkvæmdastjóri Sanitas í Reykjavík og öflugur þátttakandi í Flugbjörgunarsveitinni. Þar kynntist hann klifrinu og hafði æft það talsvert áður en hann lagði til atlögu við Hraundranga. „Við flugum nokkra hringi umhverfis dranginn til að meta aðstæður, áður en við lögðum í hann. Hann er laus í sér enda lengi talinn ókleifur. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sagði mér að það væru amerískir fjallamenn að stefna á tindinn. Það var rétt. Þeir gerðu tvær atrennur en sneru við í seinna skiptið vegna sudda, höfðu ekki meiri tíma og flugu vestur aftur. Þetta voru bestu klifrarar Bandaríkjanna.“ Sigurður er á 89. aldursári. Hann kveðst ekki hafa átt frumkvæðið að því að fá Fjölni á elliheimilið til að tattúera hann. „Það var Sigrún dóttir mín sem átti hugmyndina og ég sló til,“ segir hann. Tvö málverk eru í herbergi Sigurðar af Hraundranga, nú bætist eitt við enda er honum tindurinn kær. „Við klifum dranginn frá þeirri hlið sem snýr að þjóðveginum. Ég stoppa alltaf fyrir framan hann þegar ég á þar leið um, dvel þar aðeins og fæ mér kaffisopa eða eitthvað sem ég hef meðferðis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Húðflúr Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira