Suicide Squad langt komin með að slá aðsóknarmet í ágúst Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2016 21:03 Jared Leto og Margot Robbie sem Jókerinn og Harley Quinn í Suicide Squad. Vísir/IMDB Miðar á kvikmyndina Suicide Squad hafa runnið út eins og heitar lummur í Bandaríkjunum yfir helgina. Stefnir í að myndin þéni um 147 milljónir dala, eða sem nemur um 17 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, yfir helgina og slái þar með met Guardians of the Galaxy frá árinu 2014 fyrir stærstu frumsýningarhelgi ágústmánaðar.Greint er frá því á Variety að Suicide Squad gangi einnig vel á heimsvísu og hafi nú þegar þénað um 64 milljónir dollara í 17 löndum, þar á meðal Bretlandi, Mexíkó og Spáni. Áhorfendur hafa ekki verið að setja slæma dóma gagnrýnenda fyrir sig en myndin er með 27 prósent á Rotten Tomatoes-vefnum, sem þýðir að aðeins 27 prósent gagnrýnenda eru jákvæðir í garð myndarinnar.Suicide Squad er úr DC-myndasagnaheiminum og segir frá hópi fangelsaðra illmenna sem er gefið tækifæri á að milda fangelsisdóma sína gegn því að leggja í mikla háskaför. Á meðal leikara eru Will Smith, Jared Leto, Margot Robbie, Joel Kinnaman, Viola Davis, Jai Courtney og Cara Delevingne. Myndin hefur náð að skapa sér traustan aðdáendahóp fyrir frumsýningu hennar en tæplega fjórar milljónir notenda hafa líkað við Facebook-síðu myndarinnar. Miðasöluvefurinn Fandango greindi frá því síðastliðinn þriðjudag að aldrei hefðu fleiri keypt miða í forsölu á mynd í ágústmánuði en á Suicide Squad í sextán ára sögu fyrirtækisins. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Margot Robbie stelur sviðsljósinu með flottum klæðaburði Hún er um þessar mundir að kynna nýjustu kvikmynd sína, Suicide Squad. 2. ágúst 2016 11:15 Suicide Squad fær hrikalega dóma hjá gagnrýnendum Sögð samt ekki jafn slæm og Batman v Superman. 3. ágúst 2016 09:41 Jókerinn Jared Leto Kvikmyndin Suicide Squad hefur fengið slæma dóma og hefur vakið nokkra athygli að Jókernum, leiknum af Jared Leto, bregður lítið fyrir í myndinni þrátt fyrir að hann hafi verið auglýstur sérstaklega í öllum stiklum og kitlum sem birtust fyrir útgáfu hennar. 4. ágúst 2016 09:45 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Miðar á kvikmyndina Suicide Squad hafa runnið út eins og heitar lummur í Bandaríkjunum yfir helgina. Stefnir í að myndin þéni um 147 milljónir dala, eða sem nemur um 17 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, yfir helgina og slái þar með met Guardians of the Galaxy frá árinu 2014 fyrir stærstu frumsýningarhelgi ágústmánaðar.Greint er frá því á Variety að Suicide Squad gangi einnig vel á heimsvísu og hafi nú þegar þénað um 64 milljónir dollara í 17 löndum, þar á meðal Bretlandi, Mexíkó og Spáni. Áhorfendur hafa ekki verið að setja slæma dóma gagnrýnenda fyrir sig en myndin er með 27 prósent á Rotten Tomatoes-vefnum, sem þýðir að aðeins 27 prósent gagnrýnenda eru jákvæðir í garð myndarinnar.Suicide Squad er úr DC-myndasagnaheiminum og segir frá hópi fangelsaðra illmenna sem er gefið tækifæri á að milda fangelsisdóma sína gegn því að leggja í mikla háskaför. Á meðal leikara eru Will Smith, Jared Leto, Margot Robbie, Joel Kinnaman, Viola Davis, Jai Courtney og Cara Delevingne. Myndin hefur náð að skapa sér traustan aðdáendahóp fyrir frumsýningu hennar en tæplega fjórar milljónir notenda hafa líkað við Facebook-síðu myndarinnar. Miðasöluvefurinn Fandango greindi frá því síðastliðinn þriðjudag að aldrei hefðu fleiri keypt miða í forsölu á mynd í ágústmánuði en á Suicide Squad í sextán ára sögu fyrirtækisins.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Margot Robbie stelur sviðsljósinu með flottum klæðaburði Hún er um þessar mundir að kynna nýjustu kvikmynd sína, Suicide Squad. 2. ágúst 2016 11:15 Suicide Squad fær hrikalega dóma hjá gagnrýnendum Sögð samt ekki jafn slæm og Batman v Superman. 3. ágúst 2016 09:41 Jókerinn Jared Leto Kvikmyndin Suicide Squad hefur fengið slæma dóma og hefur vakið nokkra athygli að Jókernum, leiknum af Jared Leto, bregður lítið fyrir í myndinni þrátt fyrir að hann hafi verið auglýstur sérstaklega í öllum stiklum og kitlum sem birtust fyrir útgáfu hennar. 4. ágúst 2016 09:45 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Margot Robbie stelur sviðsljósinu með flottum klæðaburði Hún er um þessar mundir að kynna nýjustu kvikmynd sína, Suicide Squad. 2. ágúst 2016 11:15
Suicide Squad fær hrikalega dóma hjá gagnrýnendum Sögð samt ekki jafn slæm og Batman v Superman. 3. ágúst 2016 09:41
Jókerinn Jared Leto Kvikmyndin Suicide Squad hefur fengið slæma dóma og hefur vakið nokkra athygli að Jókernum, leiknum af Jared Leto, bregður lítið fyrir í myndinni þrátt fyrir að hann hafi verið auglýstur sérstaklega í öllum stiklum og kitlum sem birtust fyrir útgáfu hennar. 4. ágúst 2016 09:45