Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2016 07:00 Þórir Hergeirsson horfði upp á sínar stelpur tapa fyrir Brasilíu á laugardaginn. vísir/anton Þórir Hergeirsson hefur á síðustu tveimur árum gert norska kvennalandsliðið að bæði heims- og Evrópumeisturum og nú eiga norsku stelpurnar möguleika á því að vinna þriðja Ólympíugullið í röð. Þórir var aðstoðarþjálfari þegar fyrsta Ólympíugullið vannst í Peking 2008 en var orðinn aðalþjálfari fyrir fjórum árum í London. Norsku stelpurnar byrjuðu handboltakeppni Ólympíuleikanna í Ríó ekki vel því þær töpuðu með þriggja marka mun á móti heimakonum í Brasilíu snemma á laugardagsmorguninn. Það var mikil stemning á leiknum og miðað við frammistöðu brasilíska liðsins þá getur það farið langt á mótinu. Þórir gagnrýndi sérstaklega markverði sína fyrir frammistöðuna í leiknum á móti Brasilíu. Brasilíska liðið skoraði 31 mark og hvorugur markvörður norska liðsins fann fjölina sína. „Það vantaði mikið varnarlega og markvörslu hjá okkur í þessum leik. Það er óvenjulegt að við séum að verja aðeins 23 til 24 prósent skotanna. Það er ekki nógu gott. Vörnin var í sjálfu sér nógu góð og við eigum því að fá fleiri varða bolta því þá vex vörnin líka,“ sagði Þórir eftir leik.Þórir hefur náð frábærum árangri með norska liðið.vísir/antonBrasilíska liðið var morgunhresst og var komið með fjögurra marka forskot í fyrri hálfleik. Brasilísku áhorfendurnir settu það ekki fyrir sig að leikurinn fór fram svo snemma morguns og norska liðið spilaði ekki bara á móti sjö Brössum inn á vellinum heldur einnig þúsundum í stúkunni. Brassar hafa trú á þessu skemmtilega liði sínu sem vann gull á HM 2013 með nánast sama lið. Þeim sem þekkja til norska liðsins hafa eflaust ekki miklar áhyggjur af þeim norsku þrátt fyrir tap í fyrsta leik. Liðið tapaði fyrsta leik á ÓL í London en kom síðan til baka og vann gullið. Norska liðið varð líka heimsmeistari í desember síðastliðnum þrátt fyrir að hafa tapað fyrsta leik. Þá má einnig rifja það upp að þegar norsku stelpurnar unnu sitt fyrsta HM-gull undir stjórn Þóris þá töpuðu þær einnig sínum fyrsta leik. Sú heimsmeistarakeppni fór einmitt fram í Brasilíu fyrir tæpum fimm árum síðan. „Það er ekkert sem er planað. Brasilía er bara erfiður andstæðingur og eitt besta liðið í heiminum í dag. Þær eru með geysilega reynslu og helmingurinn af liðinu spilaði á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og næstum því allar voru með í London,“ segir Þórir og bætir við. „Þær eru búnar að vera saman lengi, eru með rosalega sterkt lið og það er engin spurning um að þetta lið er medalíukandídat. Ef þú ert ekki að spila betur varnarlega en við gerðum í dag þá vinnur þú ekki á móti svona liði,“ segir Þórir. Hann neitar því þó ekki að bæði hann og norsku stelpurnar þekki þessa stöðu og það hvað þarf til ef liðið á að vinna sig inn í mótið. „Það er gott að vita að við höfum komið til baka eftir tap í fyrsta leik. Við höfum mjög mikinn liðsanda og við eigum eftir að koma til baka. Það er samt ekki nóg að segja: „Við byrjum illa og svo bara kemur þetta.“ Þetta kemur ekki af sjálfu sér heldur er þetta mikil vinna,“ segir Þórir. Hann er heldur ekkert að hugsa um einhver verðlaun strax enda kannski engin ástæða til þegar liðið hans stendur uppi stigalaust eftir fyrsta leik. „Við ætlum fyrst að koma okkur í bikarleikina. Við þurfum að komast í átta liða úrslit og það er aðalmálið núna,“ sagði Þórir. Fyrsta skrefið er leikur á móti Spáni í dag. Spænska liðið sýndi að þar fer öflugt lið en þær spænsku unnu Svartfjallaland í fyrsta leik sínum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Þórir Hergeirsson hefur á síðustu tveimur árum gert norska kvennalandsliðið að bæði heims- og Evrópumeisturum og nú eiga norsku stelpurnar möguleika á því að vinna þriðja Ólympíugullið í röð. Þórir var aðstoðarþjálfari þegar fyrsta Ólympíugullið vannst í Peking 2008 en var orðinn aðalþjálfari fyrir fjórum árum í London. Norsku stelpurnar byrjuðu handboltakeppni Ólympíuleikanna í Ríó ekki vel því þær töpuðu með þriggja marka mun á móti heimakonum í Brasilíu snemma á laugardagsmorguninn. Það var mikil stemning á leiknum og miðað við frammistöðu brasilíska liðsins þá getur það farið langt á mótinu. Þórir gagnrýndi sérstaklega markverði sína fyrir frammistöðuna í leiknum á móti Brasilíu. Brasilíska liðið skoraði 31 mark og hvorugur markvörður norska liðsins fann fjölina sína. „Það vantaði mikið varnarlega og markvörslu hjá okkur í þessum leik. Það er óvenjulegt að við séum að verja aðeins 23 til 24 prósent skotanna. Það er ekki nógu gott. Vörnin var í sjálfu sér nógu góð og við eigum því að fá fleiri varða bolta því þá vex vörnin líka,“ sagði Þórir eftir leik.Þórir hefur náð frábærum árangri með norska liðið.vísir/antonBrasilíska liðið var morgunhresst og var komið með fjögurra marka forskot í fyrri hálfleik. Brasilísku áhorfendurnir settu það ekki fyrir sig að leikurinn fór fram svo snemma morguns og norska liðið spilaði ekki bara á móti sjö Brössum inn á vellinum heldur einnig þúsundum í stúkunni. Brassar hafa trú á þessu skemmtilega liði sínu sem vann gull á HM 2013 með nánast sama lið. Þeim sem þekkja til norska liðsins hafa eflaust ekki miklar áhyggjur af þeim norsku þrátt fyrir tap í fyrsta leik. Liðið tapaði fyrsta leik á ÓL í London en kom síðan til baka og vann gullið. Norska liðið varð líka heimsmeistari í desember síðastliðnum þrátt fyrir að hafa tapað fyrsta leik. Þá má einnig rifja það upp að þegar norsku stelpurnar unnu sitt fyrsta HM-gull undir stjórn Þóris þá töpuðu þær einnig sínum fyrsta leik. Sú heimsmeistarakeppni fór einmitt fram í Brasilíu fyrir tæpum fimm árum síðan. „Það er ekkert sem er planað. Brasilía er bara erfiður andstæðingur og eitt besta liðið í heiminum í dag. Þær eru með geysilega reynslu og helmingurinn af liðinu spilaði á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og næstum því allar voru með í London,“ segir Þórir og bætir við. „Þær eru búnar að vera saman lengi, eru með rosalega sterkt lið og það er engin spurning um að þetta lið er medalíukandídat. Ef þú ert ekki að spila betur varnarlega en við gerðum í dag þá vinnur þú ekki á móti svona liði,“ segir Þórir. Hann neitar því þó ekki að bæði hann og norsku stelpurnar þekki þessa stöðu og það hvað þarf til ef liðið á að vinna sig inn í mótið. „Það er gott að vita að við höfum komið til baka eftir tap í fyrsta leik. Við höfum mjög mikinn liðsanda og við eigum eftir að koma til baka. Það er samt ekki nóg að segja: „Við byrjum illa og svo bara kemur þetta.“ Þetta kemur ekki af sjálfu sér heldur er þetta mikil vinna,“ segir Þórir. Hann er heldur ekkert að hugsa um einhver verðlaun strax enda kannski engin ástæða til þegar liðið hans stendur uppi stigalaust eftir fyrsta leik. „Við ætlum fyrst að koma okkur í bikarleikina. Við þurfum að komast í átta liða úrslit og það er aðalmálið núna,“ sagði Þórir. Fyrsta skrefið er leikur á móti Spáni í dag. Spænska liðið sýndi að þar fer öflugt lið en þær spænsku unnu Svartfjallaland í fyrsta leik sínum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn