Barist um titilinn í þyngdarflokki Gunnars í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. júlí 2016 18:45 Vísir/AFP Það verður barist um veltivigtartitilinn í nótt á UFC 201. Meistarinn Robbie Lawler mun freista þess að verja titilinn sinn í þriðja sinn þegar hann mætir Tyron Woodley í kvöld.Gunnar Nelson berst í veltivigtinni í UFC og er þyngdarflokkurinn einn sá allra sterkasti og skemmtilegasti í UFC. Robbie Lawler hefur verið veltivigtarmeistari UFC síðan í desember 2014 en Lawler er eiginlega draumameistari UFC. Allir bardagar hans eru stórskemmtilegir þó hann sé ekki jafn stórt nafn eins og Ronda Rousey eða Conor McGregor. Gallinn við Lawler er að hann er hræðilegur þegar kemur að því að selja bardaga í fjölmiðlum. Hann segir ekki mikið og segir yfirleitt það sama fyrir bardagann, sama hver sem andstæðingurinn er. Hann einbeitir sér bara að sjálfum sér og er ekkert að spá í hvað andstæðingurinn segir eða gerir. Lawler hefur þó átt sín augnablik eins og þegar hann sagði ískaldur og kaldrifjaður hvernig bardagi gegn Conor McGregor myndi fara. Besta leiðin til að selja Robbie Lawler bardaga er þó alltaf að sýna bardaga með Robbie Lawler. Lawler er gríðarlega fær standandi og virðist vera ómannlega harður, líkamlega og andlega. Hann gefst aldrei upp og ef andstæðingar ætla að freista þess að sigra hann verða þeir að vera tilbúnir í 25 verstu mínútur lífs síns. Það gæti Tyron Woodley verið tilbúinn í. Woodley hefur ekki barist síðan í janúar 2015 og því eru ekki allir sammála um að hann eigi þennan titilbardaga skilið. Við vitum þó ekkert hvað Woodley hefur verið að æfa undanfarna 18 mánuði og gæti hann komið verulega á óvart. Við vitum þó að Woodley er afar höggþungur og sterkur glímumaður og gæti valdið meistaranum miklum vandræðum. Takist Woodley að sigra Lawler væru það enn ein óvæntu úrslitin í titilbardögum á þessu ári. Á þessu ári höfum við fengið sex nýja meistara í UFC en aðeins Robbie Lawler, Dominick Cruz og Demetrious Johnson hafa varið beltið sitt á þessu ári. UFC 201 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin kl 2. MMA Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Það verður barist um veltivigtartitilinn í nótt á UFC 201. Meistarinn Robbie Lawler mun freista þess að verja titilinn sinn í þriðja sinn þegar hann mætir Tyron Woodley í kvöld.Gunnar Nelson berst í veltivigtinni í UFC og er þyngdarflokkurinn einn sá allra sterkasti og skemmtilegasti í UFC. Robbie Lawler hefur verið veltivigtarmeistari UFC síðan í desember 2014 en Lawler er eiginlega draumameistari UFC. Allir bardagar hans eru stórskemmtilegir þó hann sé ekki jafn stórt nafn eins og Ronda Rousey eða Conor McGregor. Gallinn við Lawler er að hann er hræðilegur þegar kemur að því að selja bardaga í fjölmiðlum. Hann segir ekki mikið og segir yfirleitt það sama fyrir bardagann, sama hver sem andstæðingurinn er. Hann einbeitir sér bara að sjálfum sér og er ekkert að spá í hvað andstæðingurinn segir eða gerir. Lawler hefur þó átt sín augnablik eins og þegar hann sagði ískaldur og kaldrifjaður hvernig bardagi gegn Conor McGregor myndi fara. Besta leiðin til að selja Robbie Lawler bardaga er þó alltaf að sýna bardaga með Robbie Lawler. Lawler er gríðarlega fær standandi og virðist vera ómannlega harður, líkamlega og andlega. Hann gefst aldrei upp og ef andstæðingar ætla að freista þess að sigra hann verða þeir að vera tilbúnir í 25 verstu mínútur lífs síns. Það gæti Tyron Woodley verið tilbúinn í. Woodley hefur ekki barist síðan í janúar 2015 og því eru ekki allir sammála um að hann eigi þennan titilbardaga skilið. Við vitum þó ekkert hvað Woodley hefur verið að æfa undanfarna 18 mánuði og gæti hann komið verulega á óvart. Við vitum þó að Woodley er afar höggþungur og sterkur glímumaður og gæti valdið meistaranum miklum vandræðum. Takist Woodley að sigra Lawler væru það enn ein óvæntu úrslitin í titilbardögum á þessu ári. Á þessu ári höfum við fengið sex nýja meistara í UFC en aðeins Robbie Lawler, Dominick Cruz og Demetrious Johnson hafa varið beltið sitt á þessu ári. UFC 201 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin kl 2.
MMA Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira