Valsbanarnir og Blikabanarnir bruna áfram í Evrópukeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 20:46 Lettarnir unnu Blika naumt en fóru örugglega áfram í kvöld. Vísir/Eyþór Liðin sem slógu íslensku liðin Val og Breiðablik út úr fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar komust bæði áfram í þriðju umferðina í kvöld. Lettarnir úr Jelgava unnu flottan 3-0 sigur á slóvakísku liði en danska liðið Bröndby þurfti vítakeppni til að slá út skoska liðið Hibernian.Danirnir í Bröndby unnu Valsmenn samanlagt 10-1 í fyrstu umferðinni en sigurinn í kvöld var talsvert tæpari og þurfti 120 mínútur og tíu vítaspyrnur til að fá fram sigurvegara. Bröndby hafði unnið Hibernian 1-0 í fyrri leiknum í Skotlandi en Skotarnir unnu 1-0 á Bröndby Stadium í kvöld. Því varð að framlengja leikinn og þar var ekkert skorað. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Skotarnir klikkuðu á fyrstu vítaspyrnu sinni og fengu á endanum ekki að taka fimmtu og síðustu spyrnu sína. Danirnir skoruðu nefnilega úr öllum fimm vítum sínum og tryggðu sér sæti í næstu umferð. Bröndby mætir þýska liðinu Hertha BSC frá Berlín í þriðju umferðinni.Jelgava sló Breiðablik út úr fyrstu umferðinni 5-4 samanlagt þar sem Blikar fóru illa að ráði sínu. Blikarnir virðast hafa verið mun erfiðari andstæðingur en Slovan Bratislava frá Slóvakíu. Jelgava og Slovan Bratislava gerðu reyndar markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Slóvakíu en Jelgava vann 3-0 sigur í seinni leiknum í kvöld. Glebs Kluskins skoraði fyrsta markið úr vítspyrnu á 27. mínútu, Boriss Bogdaskins bætti við öðru marki á 48. mínútu og Olegs Malasenoks skoraði síðan síðasta markið á 85.mínútu. Verðlaunin hjá Lettunum fyrir sigurinn í kvöld er að mæta Beitar Jerusalem frá Ísrael í þriðju umferð forkeppninnar. Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Liðin sem slógu íslensku liðin Val og Breiðablik út úr fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar komust bæði áfram í þriðju umferðina í kvöld. Lettarnir úr Jelgava unnu flottan 3-0 sigur á slóvakísku liði en danska liðið Bröndby þurfti vítakeppni til að slá út skoska liðið Hibernian.Danirnir í Bröndby unnu Valsmenn samanlagt 10-1 í fyrstu umferðinni en sigurinn í kvöld var talsvert tæpari og þurfti 120 mínútur og tíu vítaspyrnur til að fá fram sigurvegara. Bröndby hafði unnið Hibernian 1-0 í fyrri leiknum í Skotlandi en Skotarnir unnu 1-0 á Bröndby Stadium í kvöld. Því varð að framlengja leikinn og þar var ekkert skorað. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Skotarnir klikkuðu á fyrstu vítaspyrnu sinni og fengu á endanum ekki að taka fimmtu og síðustu spyrnu sína. Danirnir skoruðu nefnilega úr öllum fimm vítum sínum og tryggðu sér sæti í næstu umferð. Bröndby mætir þýska liðinu Hertha BSC frá Berlín í þriðju umferðinni.Jelgava sló Breiðablik út úr fyrstu umferðinni 5-4 samanlagt þar sem Blikar fóru illa að ráði sínu. Blikarnir virðast hafa verið mun erfiðari andstæðingur en Slovan Bratislava frá Slóvakíu. Jelgava og Slovan Bratislava gerðu reyndar markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Slóvakíu en Jelgava vann 3-0 sigur í seinni leiknum í kvöld. Glebs Kluskins skoraði fyrsta markið úr vítspyrnu á 27. mínútu, Boriss Bogdaskins bætti við öðru marki á 48. mínútu og Olegs Malasenoks skoraði síðan síðasta markið á 85.mínútu. Verðlaunin hjá Lettunum fyrir sigurinn í kvöld er að mæta Beitar Jerusalem frá Ísrael í þriðju umferð forkeppninnar.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira