Hver var árásarmaðurinn í München? Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2016 14:12 Árásarmaðurinn var átján ára Þjóðverji af írönskum uppruna. Vísir/AFP Þýskir og erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. Segja þeir hann hafa heitið Ali David Solboly, átján ára þýskan pilt af írönskum uppruna. Solboly bjó á heimili foreldra sinna og var fæddur og uppalinn í München. Níu manns fórust í árásinni sem átti sér stað í og í kringum verslunarmiðstöðina Olympia-Einkaufszentrum sem er að finna í hverfinu Moosach nærri Ólympíuvöllinn í borginni. Auk þeirra sem fórust fyrirfór Solboly sér skömmu eftir árásina. Flest fórnarlömbin voru á aldrinum fjórtán til tvítugs.EinfariFréttamaður Verdens Gang hefur rætt við nágranna Solboly og segir hann hafa verið einfara og borið út dagblöð. Fyrir árásina sáu einhverjir nágrannanna hann bera út blaðið, og tók einhver þeirra eftir því að hann heilsaði þeim ekki. „Hann var oft einn á ferð eða í fámennum hópum,“ segir nágranninn Safete Dalipi í samtali við VG. Lögregla gerði húsleit á heimili Solboly og foreldra hans snemma í morgun, en íbúðin er í hverfinu Bezirk Maxvorstadt. Þar fannst ekkert sem benti til tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS, en hins vegar fundust fjöldi dagblaðagreina um skotárásir í skólum. Einnig fannst bókin Amok in Kopf – warum schuler töten sem fjallar um ástæður þess af hverju nemendur ákveða að drepa aðra.Solboly-fjölskyldan býr í fjölbýlishúsi við Dachauer Strasse í München.Vísir/AFPGlímdi við þunglyndiLögregla greindi einnig frá því í morgun að Solboly hafi verið einn að verki og að hann hafi glímt við þunglyndi og leitað aðstoðar vegna þess. Solboly notaðist við 9 mm Glock skammbyssu í árásinni og segir lögregla að hann hafi ekki verið með tilskilin leyfi fyrir byssunni.Tengsl við BreivikLögregla í München segir ljóst að tengsl séu á milli árásarmannsins og árása Anders Behring Breivik í Ósló og Útey árið 2011, en fimm ár voru í gær frá árásunum í Noregi. Segir lögregla ljóst að Breivik hafi veitt Solboly innblástur. Á myndskeiði frá árás gærdagsins má sjá árásarmanninn hrópa að hann hafi þurft að þola einelti í sjö ár þar sem hann stóð á þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Segja nágrannar hafa lesið um að hann hafi þurft að þola einelti á netinu, en að foreldrar hans hafi aldri minnst á að eitthvað væri að. Ekkert kveðjubréf hefur fundist og segir lögregla ljóst að foreldrar Solboly hafi ekkert vitað um áætlanir sonar síns, en þeir eiga einnig yngri son. Þýskaland Tengdar fréttir Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33 Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Þýskir og erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. Segja þeir hann hafa heitið Ali David Solboly, átján ára þýskan pilt af írönskum uppruna. Solboly bjó á heimili foreldra sinna og var fæddur og uppalinn í München. Níu manns fórust í árásinni sem átti sér stað í og í kringum verslunarmiðstöðina Olympia-Einkaufszentrum sem er að finna í hverfinu Moosach nærri Ólympíuvöllinn í borginni. Auk þeirra sem fórust fyrirfór Solboly sér skömmu eftir árásina. Flest fórnarlömbin voru á aldrinum fjórtán til tvítugs.EinfariFréttamaður Verdens Gang hefur rætt við nágranna Solboly og segir hann hafa verið einfara og borið út dagblöð. Fyrir árásina sáu einhverjir nágrannanna hann bera út blaðið, og tók einhver þeirra eftir því að hann heilsaði þeim ekki. „Hann var oft einn á ferð eða í fámennum hópum,“ segir nágranninn Safete Dalipi í samtali við VG. Lögregla gerði húsleit á heimili Solboly og foreldra hans snemma í morgun, en íbúðin er í hverfinu Bezirk Maxvorstadt. Þar fannst ekkert sem benti til tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS, en hins vegar fundust fjöldi dagblaðagreina um skotárásir í skólum. Einnig fannst bókin Amok in Kopf – warum schuler töten sem fjallar um ástæður þess af hverju nemendur ákveða að drepa aðra.Solboly-fjölskyldan býr í fjölbýlishúsi við Dachauer Strasse í München.Vísir/AFPGlímdi við þunglyndiLögregla greindi einnig frá því í morgun að Solboly hafi verið einn að verki og að hann hafi glímt við þunglyndi og leitað aðstoðar vegna þess. Solboly notaðist við 9 mm Glock skammbyssu í árásinni og segir lögregla að hann hafi ekki verið með tilskilin leyfi fyrir byssunni.Tengsl við BreivikLögregla í München segir ljóst að tengsl séu á milli árásarmannsins og árása Anders Behring Breivik í Ósló og Útey árið 2011, en fimm ár voru í gær frá árásunum í Noregi. Segir lögregla ljóst að Breivik hafi veitt Solboly innblástur. Á myndskeiði frá árás gærdagsins má sjá árásarmanninn hrópa að hann hafi þurft að þola einelti í sjö ár þar sem hann stóð á þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Segja nágrannar hafa lesið um að hann hafi þurft að þola einelti á netinu, en að foreldrar hans hafi aldri minnst á að eitthvað væri að. Ekkert kveðjubréf hefur fundist og segir lögregla ljóst að foreldrar Solboly hafi ekkert vitað um áætlanir sonar síns, en þeir eiga einnig yngri son.
Þýskaland Tengdar fréttir Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33 Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33
Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10