Átti að verða endurkoma James Gandolfini til HBO Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júlí 2016 17:16 Jack Stone og Naz eru aðalpersónur í nýrri þáttaröð úr smiðju HBO. The Night Of, nýir þættir úr smiðju HBO sem hófu göngu sína í gær, hafa fengið mikil og góð viðbrögð gagnrýnenda vestanhafs. Þættirnir eru hugarsmíð James Gandolfini, sem er titlaður einn framleiðenda þáttanna þrátt fyrir að hafa látist fyrir þremur árum. Þættirnir áttu að vera endurkoma James Gandolfini til HBO þar sem hann öðlaðist frægð sína sem mafíósinn Tony Soprano, úr samnefndum þáttum. Örlögin höguðu því þannig að Gandolfini náði aðeins einum tökudegi á The Night Of áður en hann lést úr hjartaáfalli í júní 2013.Sjá einnig: James Gandolfini látinn Þáttunum er lýst sem ástríðuverkefni Gandolfinis, en hann átti sjálfur að leika eitt aðalhlutverkanna, lögfræðinginn Jack Stone. Við fráfall Gandolfinis var Robert De Niro orðaður við hlutverk lögfræðingsins, en það er John Turturro sem fer með hlutverkið. Miðað við gagnrýni miðla á borð við Telegraph, LA Times og Entertainment Weekly virðist óhætt að fullyrða að hann geri það stórkostlega.Sjá einnig: De Niro tekur við hlutverki GandolfiniJames Gandolfini, fremstur, í hlutverk Tony Soprano.Þættirnir eru endurgerð af bresku þáttunum Criminal Justice, sem BBC framleiddi árið 2008. Sagan hefst á því að Naz, lýst sem góðum syni og duglegum nemanda, er boðið í partý. Hann ætlar að fá far með vini sínum, sem kemur aldrei svo hann tekur ákvörðun um að fá lánaðan leigubíl föður síns. Án þess að spyrja um leyfi. Naz nemur staðar við stöðvunarskyldu þegar stúlka sest upp í aftursætið á leigubílnum og biður hann að keyra niður að strönd. Til að gera langa sögu stutta taka þau saman E-pillur, kókaín, spila hættulegan leik með hníf og sofa saman. Daginn eftir vaknar Naz og man lítið frá kvöldinu áður. Hann gengur inn í svefnherbergi stúlkunnar, þar sem hann finnur hana liggjandi í blóði sínu. Eftir ótrúlega atburðarrás er Naz grunaður um morðið og áhorfendur fylgjast með honum sökkva dýpra og dýpra inn í helsjúkt réttarkerfi í Bandaríkjunum. Umfjöllunarefni þáttanna mætti ef til vill líkja við þáttaraðir á borð við Making A Murderer og hlaðvarpið Serial sem notið hafa gríðarlegra vinsælda undanfarið, en þar er hulunni svipt af meingölluðu réttarkerfi vestanhafs líkt og virðist stefna í í þáttunum The Night Of. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 og er fyrsti þátturinn á dagskrá í kvöld. Hér má sjá stiklu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
The Night Of, nýir þættir úr smiðju HBO sem hófu göngu sína í gær, hafa fengið mikil og góð viðbrögð gagnrýnenda vestanhafs. Þættirnir eru hugarsmíð James Gandolfini, sem er titlaður einn framleiðenda þáttanna þrátt fyrir að hafa látist fyrir þremur árum. Þættirnir áttu að vera endurkoma James Gandolfini til HBO þar sem hann öðlaðist frægð sína sem mafíósinn Tony Soprano, úr samnefndum þáttum. Örlögin höguðu því þannig að Gandolfini náði aðeins einum tökudegi á The Night Of áður en hann lést úr hjartaáfalli í júní 2013.Sjá einnig: James Gandolfini látinn Þáttunum er lýst sem ástríðuverkefni Gandolfinis, en hann átti sjálfur að leika eitt aðalhlutverkanna, lögfræðinginn Jack Stone. Við fráfall Gandolfinis var Robert De Niro orðaður við hlutverk lögfræðingsins, en það er John Turturro sem fer með hlutverkið. Miðað við gagnrýni miðla á borð við Telegraph, LA Times og Entertainment Weekly virðist óhætt að fullyrða að hann geri það stórkostlega.Sjá einnig: De Niro tekur við hlutverki GandolfiniJames Gandolfini, fremstur, í hlutverk Tony Soprano.Þættirnir eru endurgerð af bresku þáttunum Criminal Justice, sem BBC framleiddi árið 2008. Sagan hefst á því að Naz, lýst sem góðum syni og duglegum nemanda, er boðið í partý. Hann ætlar að fá far með vini sínum, sem kemur aldrei svo hann tekur ákvörðun um að fá lánaðan leigubíl föður síns. Án þess að spyrja um leyfi. Naz nemur staðar við stöðvunarskyldu þegar stúlka sest upp í aftursætið á leigubílnum og biður hann að keyra niður að strönd. Til að gera langa sögu stutta taka þau saman E-pillur, kókaín, spila hættulegan leik með hníf og sofa saman. Daginn eftir vaknar Naz og man lítið frá kvöldinu áður. Hann gengur inn í svefnherbergi stúlkunnar, þar sem hann finnur hana liggjandi í blóði sínu. Eftir ótrúlega atburðarrás er Naz grunaður um morðið og áhorfendur fylgjast með honum sökkva dýpra og dýpra inn í helsjúkt réttarkerfi í Bandaríkjunum. Umfjöllunarefni þáttanna mætti ef til vill líkja við þáttaraðir á borð við Making A Murderer og hlaðvarpið Serial sem notið hafa gríðarlegra vinsælda undanfarið, en þar er hulunni svipt af meingölluðu réttarkerfi vestanhafs líkt og virðist stefna í í þáttunum The Night Of. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 og er fyrsti þátturinn á dagskrá í kvöld. Hér má sjá stiklu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira