Engin ákvörðun um sæstreng tekin á kjörtímabilinu Sæunn Gísladóttir skrifar 13. júlí 2016 09:00 Í ljósi óvissuþátta um sæstreng frá Íslandi til Bretlands verður engin ákvörðun tekin á þessu kjörtímabili um hvort farið verði í lagningu sæstrengs. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á fundi í gær þar sem skýrsla verkefnisstjórnar var kynnt. Skýrslum verkefnisstjórnar var skilað til ráðherra áður en Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Skoða þarf því nánar áhrif þess á verkefnið. „Ég held að menn séu sammála um að tæknilega sé þetta möguleiki. Það sést í þessum skýrslum að að gefnum ákveðnum forsendum geti þetta verið ábótasamt. Sú stærsta er að til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretlandi,“ sagði Ragnheiður Elín á fundinum. Hún sagði að þrátt fyrir þetta væru gríðarlegir óvissuþættir sem fylgdu framkvæmdinni, ekki væri til dæmis hægt að gera umhverfismat á áætluninni þar sem verkefnið væri á hugmyndastigi. „Ákvörðun verður ekki tekin nema að undangengnu miklu samtali, á grundvelli þessara upplýsinga sem við höfum aflað,“ sagði Ragnheiður Elín.Ragnheiður Elín Árnadóttir. Fréttablaðið/GVAÍ skýrslunni kemur fram að lagning sæstrengs milli Íslands og Bretlands sé þjóðhagslega hagkvæm og viðskiptalega arðvæn, ef bresk stjórnvöld eru reiðubúin að styðja við verkefnið líkt og þau styðja í dag þarlenda nýja endurnýjanlega raforkuvinnslu. Ef gengið er út frá 1.200 km löngum sæstreng með 1.000 MW aflgetu er nettó ábatinn fyrir Ísland um 1,4 milljarðar evra, jafnvirði 190 milljarða íslenskra króna, og árleg jákvæð áhrif á landsframleiðslu á bilinu 1,2 til 1,6 prósent. Einnig eru vísbendingar um að lagning sæstrengs gæti bætt nýtni núverandi íslensks raforkukerfis um sem nemur 1,5 TWst á ári, og feli í sér aukið orkuöryggi. Raforkusala um sæstreng gæti loks dregið úr losun Breta á gróðurhúsalofttegundum sem nemur 1 til 2,9 milljónum tonna af CO2 ígildi. Sæstrengur kallar aftur á móti á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á 1.459 MW af nýju uppsettu afli (samkvæmt mið-sviðsmynd). Einnig er áætlað að sæstrengur leiði til hækkunar á raforkuverði á bilinu 0,85 til 1,7 kr./kWst., sem er um fimm til tíu prósenta hækkun á raforkureikningi meðalheimila. Kemur sú hækkun þyngra niður á heimilum sem notast við rafhitun. Ýmsar mótvægisaðgerðir stjórnvalda eru þó í boði til að lækka bein áhrif á neytendur, til að mynda skattabreyting. Í heildina er fjárfestingarkostnaður sæstrengsverkefnisins, með strengjum og umbreytistöðvum, flutningi innanlands á Íslandi og þörf fyrir frekari fjárfestingu í orkuvinnslu á Íslandi, áætlaður um 800 milljarðar króna. Viðræður milli viðræðuhópa Íslands og Bretlands hafa leitt í ljós að verkefnið er ekki fjárhagslega tækt án stuðningskerfis frá Bretum. Í ljósi sérstöðu verkefnisins þarf einnig að sérsníða viðskiptalíkan, regluverk og stuðningskerfi fyrir verkefnið, og fá samþykki eftirlitsaðila. Viðræður milli viðræðuhópa Íslands og Bretlands leiddu þrátt fyrir þetta í ljós áhuga Breta til að kanna málið frekar.Misjöfn reynsla í NoregiEitt af átta verkefnum verkefnisstjórnar var að skoða reynslu Noregs af sæstrengjum. Tengingar í norska raforkukerfinu við önnur lönd má rekja til 1976 og hafa því verið stígvaxandi í langan tíma. Þrátt fyrir aukið orkuöryggi og auknar tekjur ríkissjóðas og sveitarfélaga hafa sæstrengir í Noregi verið umdeildir bæði meðal almennings og iðnaðar. Sæstrengir hafa leitt til hærra orkuverðs til neytenda og Samötk iðnaðrins í noregi hafa lýst andstöðu sinni við lagningu nýrra sæstrengja.Brexit áhrif ekki könnuðSkýrslum verkefnisstjórnar var skilað til ráðherra áður en Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Á fundinum kom fram að það er breskra stjórnvalda að svara hvaða áhrif það hefur á sæstrengsverkefnið. Óljóst er hvaða áhrif útganga Breta úr ESB hefur á orkustefnu Breta og hvort það leiði til þess að Bretar dragi úr áherslum sínum og markmiðum um að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í sínum orkubúskap, sem hefði þá neikvæð áhrif á verkefnið. Einnig þarf að skoða áhrif lækkunar pundsins á viðskiptalegar forsendur verkefnisins. Ákvörðun um hvort taka eigi verkefnið yfir á næsta stig verður ekki tekin innan viðræðuhópsins. Því er ljóst að engin ákvörðun verður tekin um framtíð sæstrengs fyrr en á næsta kjörtímabili.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að leggja raforkusæstreng til Bretlands, nema til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretum til verkefnisins. Þá þyrfti að virkja sem nemur tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Sæstrengur til Bretlands virðist því ekki í kortunum. 12. júlí 2016 18:51 Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. 12. júlí 2016 16:08 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Í ljósi óvissuþátta um sæstreng frá Íslandi til Bretlands verður engin ákvörðun tekin á þessu kjörtímabili um hvort farið verði í lagningu sæstrengs. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á fundi í gær þar sem skýrsla verkefnisstjórnar var kynnt. Skýrslum verkefnisstjórnar var skilað til ráðherra áður en Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Skoða þarf því nánar áhrif þess á verkefnið. „Ég held að menn séu sammála um að tæknilega sé þetta möguleiki. Það sést í þessum skýrslum að að gefnum ákveðnum forsendum geti þetta verið ábótasamt. Sú stærsta er að til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretlandi,“ sagði Ragnheiður Elín á fundinum. Hún sagði að þrátt fyrir þetta væru gríðarlegir óvissuþættir sem fylgdu framkvæmdinni, ekki væri til dæmis hægt að gera umhverfismat á áætluninni þar sem verkefnið væri á hugmyndastigi. „Ákvörðun verður ekki tekin nema að undangengnu miklu samtali, á grundvelli þessara upplýsinga sem við höfum aflað,“ sagði Ragnheiður Elín.Ragnheiður Elín Árnadóttir. Fréttablaðið/GVAÍ skýrslunni kemur fram að lagning sæstrengs milli Íslands og Bretlands sé þjóðhagslega hagkvæm og viðskiptalega arðvæn, ef bresk stjórnvöld eru reiðubúin að styðja við verkefnið líkt og þau styðja í dag þarlenda nýja endurnýjanlega raforkuvinnslu. Ef gengið er út frá 1.200 km löngum sæstreng með 1.000 MW aflgetu er nettó ábatinn fyrir Ísland um 1,4 milljarðar evra, jafnvirði 190 milljarða íslenskra króna, og árleg jákvæð áhrif á landsframleiðslu á bilinu 1,2 til 1,6 prósent. Einnig eru vísbendingar um að lagning sæstrengs gæti bætt nýtni núverandi íslensks raforkukerfis um sem nemur 1,5 TWst á ári, og feli í sér aukið orkuöryggi. Raforkusala um sæstreng gæti loks dregið úr losun Breta á gróðurhúsalofttegundum sem nemur 1 til 2,9 milljónum tonna af CO2 ígildi. Sæstrengur kallar aftur á móti á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á 1.459 MW af nýju uppsettu afli (samkvæmt mið-sviðsmynd). Einnig er áætlað að sæstrengur leiði til hækkunar á raforkuverði á bilinu 0,85 til 1,7 kr./kWst., sem er um fimm til tíu prósenta hækkun á raforkureikningi meðalheimila. Kemur sú hækkun þyngra niður á heimilum sem notast við rafhitun. Ýmsar mótvægisaðgerðir stjórnvalda eru þó í boði til að lækka bein áhrif á neytendur, til að mynda skattabreyting. Í heildina er fjárfestingarkostnaður sæstrengsverkefnisins, með strengjum og umbreytistöðvum, flutningi innanlands á Íslandi og þörf fyrir frekari fjárfestingu í orkuvinnslu á Íslandi, áætlaður um 800 milljarðar króna. Viðræður milli viðræðuhópa Íslands og Bretlands hafa leitt í ljós að verkefnið er ekki fjárhagslega tækt án stuðningskerfis frá Bretum. Í ljósi sérstöðu verkefnisins þarf einnig að sérsníða viðskiptalíkan, regluverk og stuðningskerfi fyrir verkefnið, og fá samþykki eftirlitsaðila. Viðræður milli viðræðuhópa Íslands og Bretlands leiddu þrátt fyrir þetta í ljós áhuga Breta til að kanna málið frekar.Misjöfn reynsla í NoregiEitt af átta verkefnum verkefnisstjórnar var að skoða reynslu Noregs af sæstrengjum. Tengingar í norska raforkukerfinu við önnur lönd má rekja til 1976 og hafa því verið stígvaxandi í langan tíma. Þrátt fyrir aukið orkuöryggi og auknar tekjur ríkissjóðas og sveitarfélaga hafa sæstrengir í Noregi verið umdeildir bæði meðal almennings og iðnaðar. Sæstrengir hafa leitt til hærra orkuverðs til neytenda og Samötk iðnaðrins í noregi hafa lýst andstöðu sinni við lagningu nýrra sæstrengja.Brexit áhrif ekki könnuðSkýrslum verkefnisstjórnar var skilað til ráðherra áður en Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Á fundinum kom fram að það er breskra stjórnvalda að svara hvaða áhrif það hefur á sæstrengsverkefnið. Óljóst er hvaða áhrif útganga Breta úr ESB hefur á orkustefnu Breta og hvort það leiði til þess að Bretar dragi úr áherslum sínum og markmiðum um að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í sínum orkubúskap, sem hefði þá neikvæð áhrif á verkefnið. Einnig þarf að skoða áhrif lækkunar pundsins á viðskiptalegar forsendur verkefnisins. Ákvörðun um hvort taka eigi verkefnið yfir á næsta stig verður ekki tekin innan viðræðuhópsins. Því er ljóst að engin ákvörðun verður tekin um framtíð sæstrengs fyrr en á næsta kjörtímabili.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að leggja raforkusæstreng til Bretlands, nema til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretum til verkefnisins. Þá þyrfti að virkja sem nemur tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Sæstrengur til Bretlands virðist því ekki í kortunum. 12. júlí 2016 18:51 Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. 12. júlí 2016 16:08 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að leggja raforkusæstreng til Bretlands, nema til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretum til verkefnisins. Þá þyrfti að virkja sem nemur tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Sæstrengur til Bretlands virðist því ekki í kortunum. 12. júlí 2016 18:51
Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. 12. júlí 2016 16:08