Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Selfoss 5-0 | Valsstúlkur grófu Selfoss-grýluna Jóhann Óli Eiðsson á Valsvellinum skrifar 13. júlí 2016 22:00 Valsstúlkur jörðuðu Selfoss-grýluna nokkuð örugglega á Hlíðarenda í kvöld. Valur vann Selfoss síðast á haustmánuðum ársins 2013 og hafði í þokkabót tapað síðustu fjórum leikjum gegn liðinu. Það var ekki upp á teningnum í kvöld.Jóhanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Valsvellinum og tók meðfylgjandi myndir. Rauðklæddir Valsarar komu sterkari til leiks og það skilaði sér á strax á upphafsmínútunum. Þá skoraði Dóra María Lárusdóttir eftir góðan undirbúning fyrirliðans Margrétar Láru Viðarsdóttur. Margrét Lára var sjálf á ferðinni undir þegar um tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks og undir lok hans skoraði Arna Sif Ásgrímsdóttir hið mikilvæga þriðja mark með skalla eftir horn. Staðan þrjú núll í hálfleik. Selfyssingar færðu sig upp á skaftið í síðari hálfleik en skot þeirra vildu oft enda á Söndru Sigurðardóttur í markinu. Heimastúlkur bættu tveimur mörkum við áður en yfir lauk og voru þar á ferðinni áðurnefndar Arna Sif og Margrét Lára.Af hverju vann Valur? Stutta svarið við því er einfaldlega að þær voru skrefi á undan í flestum sínum aðgerðum. Þær voru á undan í flest návígi og lásu leik Selfyssinga nokkuð auðveldlega stærstan part leiksins. Afleiðing þess var að gestirnir þurftu sífellt að elta. Annað sem spilaði inn í var að Valsstúlkur nýttu sín færi eitthvað á meðan Selfyssingar nýttu sín ekkert. Heimastúlkur áttu alls tuttugu tilraunir í leiknum og tólf þeirra rötuðu á rammann. Hinum megin voru tilraunirnar helmingi færri, bæði að marki og á mark. Sandra, í marki Vals, stoppaði þær allar.Þessar stóðu upp úrÞað er ekki hægt að líta framhjá þætti Margrétar Láru og Örnu Sifjar í þessari upptalningu. Báðar skoruðu tvö mörk þó Margrét Lára hefði getað sett fleiri. Hún var einnig óeigingjörn í nokkur skipti og lagði á samherja þegar hún hefði getað skotið. Miðja Valsliðsisins eins og hún lagði sig var mjög öflug og gaf engan höggstað á sér. Áðurnefnd Dóra María lék mjög vel í holunni og fyrir aftan hana voru Mist Edvardsdóttir og Laufey Björnsdóttir, og síðar varamaðurinn Hildur Antonsdóttir, allar mjög traustar. Það er vert að nefna Elínu Mettu Jensen á hægri vængnum. Flestar sóknir Vals byrjuðu hægra megin og þar var Elín Metta í lykilhlutverki. Hún sneri reglulega á Sunnevu Hrönn, vinsti bakvörð Selfyssinga, og skapaði mikið fyrir liðsfélaga sína. Að endingu skal skásti maður Selfyssinga í leiknum, markvörðurinn Chante Sandiford, talin hér upp. Það er ekki hægt að segja að henni hafi „gengið vel“ en hún var skást. Þó hún hafi fengið fimm mörk á sig þá er erfitt að klína þeim á hana. Hefði hennar ekki notið við hefði tap Selfyssinga orðið talsvert stærra. Hinum megin kom Sandra Sigurðardóttir ítrekað í veg fyrir að andstæðingar hennar myndu skora.Hvað gekk illa?Selfyssingum gekk illa. Miðjan hjá þeim átti í basli allan leikinn og sömu sögu er hægt að segja um vörnina. Ljósustu punktana í leik þeirra mátti sjá hjá áðurnefndri Sandiford í markinu og Lauren Hughes á hægri kantinum. Miðja Selfyssinga átti í basli í leiknum. Áðurnefnd Lauren var í stutta stund færð inn á miðjuna en það bætti lítið úr skák. Þær áttu einfaldlega ekki séns í Dóru, Mist og Laufey. Varnarlínan átti alls ekki góðan dag og var í basli stærstan hluta leiksins. Í vinstri bakverðinum var Sunneva Hrönn Sigursveinsdóttir en hún mætti í dag ofjarli sínum í formi Elínar Mettu. Sunneva elti Elínu allan leikinn og lenti nokkrum sinnum í því að illa var farið með hana. Til að bæta gráu ofan á svart spilaði fyrirliðinn Guðmunda Brynja leikinn á annarri löppinni og hafði úr litlu að moða. Helstu tilraunir Selfyssinga voru langskot og þau færi sem liðið fékk náðist ekki að nýta.Hvað gerist næst?Selfyssingar fá loksins að leika á JÁVERK-vellinum eftir þrjá leiki á útivelli. Þær taka á móti Fylki sem er í sjöunda sæti með sjö stig. Selfyssingar eru einmitt sæti ofar með níu stig. Tapi þær þar gæti farið svo að þær endi fyrri umferðina hættulega nálægt fallsvæði. Valsstúlkur hengu í kjölsoginu af toppliðunum Breiðabliki og Stjörnunni. Hlíðarendastelpur eru í þriðja sæti og eru þrjú stig í Breiðablik á toppnum og tvö í Stjörnuna. Valur fer einmitt á Kópavogsvöll í næstu umferð og morgunljóst að þar er á ferðinni hörkuleikur.Guðmunda: Þetta var skita „Þetta var bara skita hjá okkur,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfyssinga, eftir 5-0 skell gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Valsliðið var betra og sterkara í öllum návígum og skoruðu þrjú mörk eftir föst leikatriði. Það er einfaldlega ekki boðlegt hjá okkur.“ Þetta var þriðja tap Selfyssinga í röð á útivelli. Í síðasta leik tapaði liðið 3-0 á Akureyri og þar áður 5-0 í Vestmannaeyjum. Það er því ekkert mark skorað og þrettán fengin á sig í síðustu þremur leikjum. „Það vantaði alla ákveðni og greddu í okkur. Við erum þekktar fyrir að vera leiðinlegar en við höfum bara ekki verið að sýna það,“ sagði Guðmunda. En hvað skyldu þær þurfa að gera til að verða „leiðinlegar“ á nýjan leik? „Við verðum að líta inn á við, þetta í hausnum á okkur. Við verðum að koma grimmari til leiks og vinna fyrir hverja aðra.“ Fyrirliðinn var tekinn af velli í upphafi síðari hálfleiks en þá haltraði hún út af. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Guðmunda nær ekki að klára. „Ég hef verið meidd í hnénu og við höfum reynt að spila á því. Hingað til hefur það ekki gengið nógu vel en ég er að ná nokkrum mínútum. Ég fer í sprautu á morgun og næ vonandi næsta leik.“ Síðasta spurningin tengist fótbolta lítið og í raun ekkert. Í símaskránni hefur Guðmunda lengi verið skráð sem „pokémon meistari“. Undanfarna daga hefur leikurinn Pokémon Go tröllriðið öllu og fleiri því orðnir pokémon meistarar. „Mér finnst geggjað að fólk er núna á mínu „leveli“. Það eru allir pokémon meistarar,“ segir fyrirliðinn og bætir við að sjálf spili hún leikinn mikið. „Ég rúnta reglulega um Selfoss í leit að pokémonum.“Arna Sif: Gott að vera komin til baka „Ég segi ekki alveg að tvö mörk verði krafa en það er alltaf gaman að skora. Sérstaklega upp á sjálfstraustið,“ sagði hafsentinn Arna Sif Ásgrímsdóttir að leik loknum. „Við vorum svolítið ósáttar eftir leikinn á móti ÍA þar sem við náðum ekki að láta boltann rúlla nógu vel. Það breyttist í dag. Hann gekk vel frá hægri til vinstri og við fundum hvor aðra í lappirnar.“ Þetta var þriðji leikur Örnu í sumar en hún er að koma sér aftur á skrið eftir beinbrot. „Það er rosalega gott að vera komin til baka. Mér líður vel í fótunum og finn ekkert til. Það vantar svolítið upp á spilformið en það verður fljótt að koma.“ Arna Sif gekk í raðir Vals fyrir tímabilið en í fyrra lék hún með Kopparsberg/Goteborg í Svíþjóð. Þar áður hafði hún verið hjá Þór/KA. Arna kann vel við sig hjá Val. „Það er ótrúlega fínt að vera hér. Það eru frábærar stelpur í hópnum og allt hér til fyrirmyndar,“ sagði hún að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Pokemon Go Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Valsstúlkur jörðuðu Selfoss-grýluna nokkuð örugglega á Hlíðarenda í kvöld. Valur vann Selfoss síðast á haustmánuðum ársins 2013 og hafði í þokkabót tapað síðustu fjórum leikjum gegn liðinu. Það var ekki upp á teningnum í kvöld.Jóhanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Valsvellinum og tók meðfylgjandi myndir. Rauðklæddir Valsarar komu sterkari til leiks og það skilaði sér á strax á upphafsmínútunum. Þá skoraði Dóra María Lárusdóttir eftir góðan undirbúning fyrirliðans Margrétar Láru Viðarsdóttur. Margrét Lára var sjálf á ferðinni undir þegar um tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks og undir lok hans skoraði Arna Sif Ásgrímsdóttir hið mikilvæga þriðja mark með skalla eftir horn. Staðan þrjú núll í hálfleik. Selfyssingar færðu sig upp á skaftið í síðari hálfleik en skot þeirra vildu oft enda á Söndru Sigurðardóttur í markinu. Heimastúlkur bættu tveimur mörkum við áður en yfir lauk og voru þar á ferðinni áðurnefndar Arna Sif og Margrét Lára.Af hverju vann Valur? Stutta svarið við því er einfaldlega að þær voru skrefi á undan í flestum sínum aðgerðum. Þær voru á undan í flest návígi og lásu leik Selfyssinga nokkuð auðveldlega stærstan part leiksins. Afleiðing þess var að gestirnir þurftu sífellt að elta. Annað sem spilaði inn í var að Valsstúlkur nýttu sín færi eitthvað á meðan Selfyssingar nýttu sín ekkert. Heimastúlkur áttu alls tuttugu tilraunir í leiknum og tólf þeirra rötuðu á rammann. Hinum megin voru tilraunirnar helmingi færri, bæði að marki og á mark. Sandra, í marki Vals, stoppaði þær allar.Þessar stóðu upp úrÞað er ekki hægt að líta framhjá þætti Margrétar Láru og Örnu Sifjar í þessari upptalningu. Báðar skoruðu tvö mörk þó Margrét Lára hefði getað sett fleiri. Hún var einnig óeigingjörn í nokkur skipti og lagði á samherja þegar hún hefði getað skotið. Miðja Valsliðsisins eins og hún lagði sig var mjög öflug og gaf engan höggstað á sér. Áðurnefnd Dóra María lék mjög vel í holunni og fyrir aftan hana voru Mist Edvardsdóttir og Laufey Björnsdóttir, og síðar varamaðurinn Hildur Antonsdóttir, allar mjög traustar. Það er vert að nefna Elínu Mettu Jensen á hægri vængnum. Flestar sóknir Vals byrjuðu hægra megin og þar var Elín Metta í lykilhlutverki. Hún sneri reglulega á Sunnevu Hrönn, vinsti bakvörð Selfyssinga, og skapaði mikið fyrir liðsfélaga sína. Að endingu skal skásti maður Selfyssinga í leiknum, markvörðurinn Chante Sandiford, talin hér upp. Það er ekki hægt að segja að henni hafi „gengið vel“ en hún var skást. Þó hún hafi fengið fimm mörk á sig þá er erfitt að klína þeim á hana. Hefði hennar ekki notið við hefði tap Selfyssinga orðið talsvert stærra. Hinum megin kom Sandra Sigurðardóttir ítrekað í veg fyrir að andstæðingar hennar myndu skora.Hvað gekk illa?Selfyssingum gekk illa. Miðjan hjá þeim átti í basli allan leikinn og sömu sögu er hægt að segja um vörnina. Ljósustu punktana í leik þeirra mátti sjá hjá áðurnefndri Sandiford í markinu og Lauren Hughes á hægri kantinum. Miðja Selfyssinga átti í basli í leiknum. Áðurnefnd Lauren var í stutta stund færð inn á miðjuna en það bætti lítið úr skák. Þær áttu einfaldlega ekki séns í Dóru, Mist og Laufey. Varnarlínan átti alls ekki góðan dag og var í basli stærstan hluta leiksins. Í vinstri bakverðinum var Sunneva Hrönn Sigursveinsdóttir en hún mætti í dag ofjarli sínum í formi Elínar Mettu. Sunneva elti Elínu allan leikinn og lenti nokkrum sinnum í því að illa var farið með hana. Til að bæta gráu ofan á svart spilaði fyrirliðinn Guðmunda Brynja leikinn á annarri löppinni og hafði úr litlu að moða. Helstu tilraunir Selfyssinga voru langskot og þau færi sem liðið fékk náðist ekki að nýta.Hvað gerist næst?Selfyssingar fá loksins að leika á JÁVERK-vellinum eftir þrjá leiki á útivelli. Þær taka á móti Fylki sem er í sjöunda sæti með sjö stig. Selfyssingar eru einmitt sæti ofar með níu stig. Tapi þær þar gæti farið svo að þær endi fyrri umferðina hættulega nálægt fallsvæði. Valsstúlkur hengu í kjölsoginu af toppliðunum Breiðabliki og Stjörnunni. Hlíðarendastelpur eru í þriðja sæti og eru þrjú stig í Breiðablik á toppnum og tvö í Stjörnuna. Valur fer einmitt á Kópavogsvöll í næstu umferð og morgunljóst að þar er á ferðinni hörkuleikur.Guðmunda: Þetta var skita „Þetta var bara skita hjá okkur,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfyssinga, eftir 5-0 skell gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Valsliðið var betra og sterkara í öllum návígum og skoruðu þrjú mörk eftir föst leikatriði. Það er einfaldlega ekki boðlegt hjá okkur.“ Þetta var þriðja tap Selfyssinga í röð á útivelli. Í síðasta leik tapaði liðið 3-0 á Akureyri og þar áður 5-0 í Vestmannaeyjum. Það er því ekkert mark skorað og þrettán fengin á sig í síðustu þremur leikjum. „Það vantaði alla ákveðni og greddu í okkur. Við erum þekktar fyrir að vera leiðinlegar en við höfum bara ekki verið að sýna það,“ sagði Guðmunda. En hvað skyldu þær þurfa að gera til að verða „leiðinlegar“ á nýjan leik? „Við verðum að líta inn á við, þetta í hausnum á okkur. Við verðum að koma grimmari til leiks og vinna fyrir hverja aðra.“ Fyrirliðinn var tekinn af velli í upphafi síðari hálfleiks en þá haltraði hún út af. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Guðmunda nær ekki að klára. „Ég hef verið meidd í hnénu og við höfum reynt að spila á því. Hingað til hefur það ekki gengið nógu vel en ég er að ná nokkrum mínútum. Ég fer í sprautu á morgun og næ vonandi næsta leik.“ Síðasta spurningin tengist fótbolta lítið og í raun ekkert. Í símaskránni hefur Guðmunda lengi verið skráð sem „pokémon meistari“. Undanfarna daga hefur leikurinn Pokémon Go tröllriðið öllu og fleiri því orðnir pokémon meistarar. „Mér finnst geggjað að fólk er núna á mínu „leveli“. Það eru allir pokémon meistarar,“ segir fyrirliðinn og bætir við að sjálf spili hún leikinn mikið. „Ég rúnta reglulega um Selfoss í leit að pokémonum.“Arna Sif: Gott að vera komin til baka „Ég segi ekki alveg að tvö mörk verði krafa en það er alltaf gaman að skora. Sérstaklega upp á sjálfstraustið,“ sagði hafsentinn Arna Sif Ásgrímsdóttir að leik loknum. „Við vorum svolítið ósáttar eftir leikinn á móti ÍA þar sem við náðum ekki að láta boltann rúlla nógu vel. Það breyttist í dag. Hann gekk vel frá hægri til vinstri og við fundum hvor aðra í lappirnar.“ Þetta var þriðji leikur Örnu í sumar en hún er að koma sér aftur á skrið eftir beinbrot. „Það er rosalega gott að vera komin til baka. Mér líður vel í fótunum og finn ekkert til. Það vantar svolítið upp á spilformið en það verður fljótt að koma.“ Arna Sif gekk í raðir Vals fyrir tímabilið en í fyrra lék hún með Kopparsberg/Goteborg í Svíþjóð. Þar áður hafði hún verið hjá Þór/KA. Arna kann vel við sig hjá Val. „Það er ótrúlega fínt að vera hér. Það eru frábærar stelpur í hópnum og allt hér til fyrirmyndar,“ sagði hún að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Pokemon Go Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn