Amma í Kópavogi vorkenndi strákunum, fór í símaskrána og hringdi í Heimi Hallgríms Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 11:15 Góa fann til með strákunum í hitanum og fékk þá frábæru hugmynd að splæsa ís á línuna. Vísir Strákarnir í karlalandsliði Íslands hafa unnið hug og hjörtu fólksins heima á Íslandi og er Halldóra Hallfreðsdóttir engin undantekning. Halldóra, sem allir þekkja sem Góu, hefur fylgst með okkar mönnum vinna hvern sigurinn á fætur öðrum í Frakklandi. Það er oft talað um þá sem hugsa um hlutina eða framkvæma þá, „thinker eða do-er“. Óhætt er að segja að Góa tilheyri síðari hópnum.„Ég vorkenndi þeim mikið því þeir voru svo sveittir og heitt,“ segir Gróa sem fann til með strákunum okkar. Hvað langar mann í þegar manni er heitt? Margir myndu vafalítið svara þeirri spurningu með ís. Góa er ein þeirra og okkar kona gekk greiðlega til verks.Heimir og Siggi Dúlla fagna sigrinum gegn Englandi. Heimir tók vel í óvænt símtal og hugmynd Góu.vísir/gettyAmman í Kópavogi fór í símaskrána, fletti upp Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara og sló á þráðinn. Eyjapeyinn svaraði í símann.„Ég var mjög hissa að ég hefði strax náð sambandi við hann,“ segir Góa enda taldi hún þjálfarann mjög upptekinn, sem hann vafalítið er. Góa og Heimir áttu fínt símtal þar sem hún bar upp hugmyndina við hann. „Ég hélt ég gæti lagt peninginn fyrir ísnum inn á reikning hjá honum og hann tekið út í evrum,“ segir Góa. Þau hafi einnig rætt um að fólk ætti á hættu að fá hjartaáfall yfir leikjum landsliðsins, þeir væru svo spennandi, en það hefði sem betur fer ekki komið fyrir hana. „Ég fékk aðra ruglaða hugmynd,“ segir Góa og hlær.Heimir hafi brugðist vel við símtalinu og fundist hugmyndin góð. „Nema það að hann vildi ekki að ég færi að leggja þetta inn á hans reikning,“ segir Góa. Þau voru þó ekki í neinum erfiðleikum með að finna lausn á málinu.Ísbúðir eru á hverju strái í Annecy þannig að Heimir verður ekki í vandræðum með að bjóða strákunum upp á verðskuldaðan ís.Vísir/Vilhelm„Heimir lagði til að ég legði peninginn inn á reikning Vildarbarna,“ segir Góa og Heimir myndi samt kaupa ís fyrir strákana. Henni hafi litist vel á það en þó er eitt vandamál í stöðunni. Þótt hægt sé að finna símanúmer á landsliðsþjálfara strákanna okkar í símaskránni, og hann svarar í símann, hefur Góu reynst erfitt að ná tali af forsvarsfólki Vildarbarna, Icelandair.„Ég hringdi í Icelandair en var þar beðin um að ýta á einn og var svo flutt áfram en ekkert gerðist. Ég gafst bara upp,“ segir Góa. Hún ætlar sér þó að ganga frá greiðslunni við Vildarbörn eins og samið var um við Heimi og væri því ekki óvitlaust fyrir fulltrúa Vildarbarna að hafa samband við Góu. Líkt og númerið hans Heimis, þá má finna símanúmer Halldóru í símaskránni.Strákarnir okkar mæta Frökkum á Stade de France á sunnudaginn og Góa hefur tröllatrú á sigri okkar manna.„Ég trúi því, að sjálfsögðu.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Veit ekki af hverju ég fékk þennan stimpil Jón Daði Böðvarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Annecy í morgun. 1. júlí 2016 09:01 EM í dag: Kom labbandi frá Nasaret alla leið á tánum Nýr dagur er runninn upp í Annecy og tuttugasti þáttur af EM í dag sendur út. 1. júlí 2016 09:00 Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík Bakvörðurinn eldfljóti tók vel á því í jólafríi vestur á fjörðum. 1. júlí 2016 08:49 Barnapía strákanna okkar styður Ísland þrátt fyrir að hafa alist upp í París Kristján Óli Pascalsson Ssossé er lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu, utan vallar. 1. júlí 2016 06:30 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Strákarnir í karlalandsliði Íslands hafa unnið hug og hjörtu fólksins heima á Íslandi og er Halldóra Hallfreðsdóttir engin undantekning. Halldóra, sem allir þekkja sem Góu, hefur fylgst með okkar mönnum vinna hvern sigurinn á fætur öðrum í Frakklandi. Það er oft talað um þá sem hugsa um hlutina eða framkvæma þá, „thinker eða do-er“. Óhætt er að segja að Góa tilheyri síðari hópnum.„Ég vorkenndi þeim mikið því þeir voru svo sveittir og heitt,“ segir Gróa sem fann til með strákunum okkar. Hvað langar mann í þegar manni er heitt? Margir myndu vafalítið svara þeirri spurningu með ís. Góa er ein þeirra og okkar kona gekk greiðlega til verks.Heimir og Siggi Dúlla fagna sigrinum gegn Englandi. Heimir tók vel í óvænt símtal og hugmynd Góu.vísir/gettyAmman í Kópavogi fór í símaskrána, fletti upp Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara og sló á þráðinn. Eyjapeyinn svaraði í símann.„Ég var mjög hissa að ég hefði strax náð sambandi við hann,“ segir Góa enda taldi hún þjálfarann mjög upptekinn, sem hann vafalítið er. Góa og Heimir áttu fínt símtal þar sem hún bar upp hugmyndina við hann. „Ég hélt ég gæti lagt peninginn fyrir ísnum inn á reikning hjá honum og hann tekið út í evrum,“ segir Góa. Þau hafi einnig rætt um að fólk ætti á hættu að fá hjartaáfall yfir leikjum landsliðsins, þeir væru svo spennandi, en það hefði sem betur fer ekki komið fyrir hana. „Ég fékk aðra ruglaða hugmynd,“ segir Góa og hlær.Heimir hafi brugðist vel við símtalinu og fundist hugmyndin góð. „Nema það að hann vildi ekki að ég færi að leggja þetta inn á hans reikning,“ segir Góa. Þau voru þó ekki í neinum erfiðleikum með að finna lausn á málinu.Ísbúðir eru á hverju strái í Annecy þannig að Heimir verður ekki í vandræðum með að bjóða strákunum upp á verðskuldaðan ís.Vísir/Vilhelm„Heimir lagði til að ég legði peninginn inn á reikning Vildarbarna,“ segir Góa og Heimir myndi samt kaupa ís fyrir strákana. Henni hafi litist vel á það en þó er eitt vandamál í stöðunni. Þótt hægt sé að finna símanúmer á landsliðsþjálfara strákanna okkar í símaskránni, og hann svarar í símann, hefur Góu reynst erfitt að ná tali af forsvarsfólki Vildarbarna, Icelandair.„Ég hringdi í Icelandair en var þar beðin um að ýta á einn og var svo flutt áfram en ekkert gerðist. Ég gafst bara upp,“ segir Góa. Hún ætlar sér þó að ganga frá greiðslunni við Vildarbörn eins og samið var um við Heimi og væri því ekki óvitlaust fyrir fulltrúa Vildarbarna að hafa samband við Góu. Líkt og númerið hans Heimis, þá má finna símanúmer Halldóru í símaskránni.Strákarnir okkar mæta Frökkum á Stade de France á sunnudaginn og Góa hefur tröllatrú á sigri okkar manna.„Ég trúi því, að sjálfsögðu.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Veit ekki af hverju ég fékk þennan stimpil Jón Daði Böðvarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Annecy í morgun. 1. júlí 2016 09:01 EM í dag: Kom labbandi frá Nasaret alla leið á tánum Nýr dagur er runninn upp í Annecy og tuttugasti þáttur af EM í dag sendur út. 1. júlí 2016 09:00 Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík Bakvörðurinn eldfljóti tók vel á því í jólafríi vestur á fjörðum. 1. júlí 2016 08:49 Barnapía strákanna okkar styður Ísland þrátt fyrir að hafa alist upp í París Kristján Óli Pascalsson Ssossé er lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu, utan vallar. 1. júlí 2016 06:30 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Veit ekki af hverju ég fékk þennan stimpil Jón Daði Böðvarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Annecy í morgun. 1. júlí 2016 09:01
EM í dag: Kom labbandi frá Nasaret alla leið á tánum Nýr dagur er runninn upp í Annecy og tuttugasti þáttur af EM í dag sendur út. 1. júlí 2016 09:00
Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík Bakvörðurinn eldfljóti tók vel á því í jólafríi vestur á fjörðum. 1. júlí 2016 08:49
Barnapía strákanna okkar styður Ísland þrátt fyrir að hafa alist upp í París Kristján Óli Pascalsson Ssossé er lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu, utan vallar. 1. júlí 2016 06:30