Hundruð svikin um miða Sveinn Arnarsson skrifar 4. júlí 2016 07:00 Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður. Fréttablaðið/Stefán „Ég horfði á 20 til 25 ára stráka hágráta fyrir utan völlinn. Það risti í hjartað á manni að standa þarna í grenjandi rigningunni fyrir utan völlinn og heyra þjóðsönginn íslenska leikinn fyrir innan og vera miðalaus eftir allt þetta ferðalag. Þá brotnuðu margir algjörlega saman,“ segir Hörður Harðarson, Frakklandsfari sem fékk ekki miða á leikinn þrátt fyrir að hafa greitt Birni Steinbekk fúlgur fjár fyrir.Sjá einnig:Dregin á asnaeyrum um París Hundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af manni á netinu, komust að þjóðarleikvangi Frakka en fengu enga miða til að komast inn á leikvöllinn. Einn þeirra sem keyptu af honum miða var Kristján Atli Baldursson, athafnamaður á Akureyri, sem keypti 100 miða af honum á rúmar fimm milljónir. Hafði hann útvegað 77 Íslendingum flug og miða en þeir farþegar sátu eftir með sárt ennið. „Þeir miðar sem ég keypti voru aldrei afhentir í París. Ég er bara ónýtur og hef engin orð, er eiginlega í tómu rusli.“ Hundruð Íslendinga hópuðust að Birni Steinbekk, sárir yfir því að hafa ekki fengið miða, og sagði Hörður að lögregla hefði síðan skorist í leikinn. „Annaðhvort var hann leiddur í burtu af lögreglu eða fylgt í burtu af lögreglu,“ segir Hörður. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Enginn afsláttur gefinn í gæslunni sem bakar sumum vesen Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. 3. júlí 2016 18:39 Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
„Ég horfði á 20 til 25 ára stráka hágráta fyrir utan völlinn. Það risti í hjartað á manni að standa þarna í grenjandi rigningunni fyrir utan völlinn og heyra þjóðsönginn íslenska leikinn fyrir innan og vera miðalaus eftir allt þetta ferðalag. Þá brotnuðu margir algjörlega saman,“ segir Hörður Harðarson, Frakklandsfari sem fékk ekki miða á leikinn þrátt fyrir að hafa greitt Birni Steinbekk fúlgur fjár fyrir.Sjá einnig:Dregin á asnaeyrum um París Hundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af manni á netinu, komust að þjóðarleikvangi Frakka en fengu enga miða til að komast inn á leikvöllinn. Einn þeirra sem keyptu af honum miða var Kristján Atli Baldursson, athafnamaður á Akureyri, sem keypti 100 miða af honum á rúmar fimm milljónir. Hafði hann útvegað 77 Íslendingum flug og miða en þeir farþegar sátu eftir með sárt ennið. „Þeir miðar sem ég keypti voru aldrei afhentir í París. Ég er bara ónýtur og hef engin orð, er eiginlega í tómu rusli.“ Hundruð Íslendinga hópuðust að Birni Steinbekk, sárir yfir því að hafa ekki fengið miða, og sagði Hörður að lögregla hefði síðan skorist í leikinn. „Annaðhvort var hann leiddur í burtu af lögreglu eða fylgt í burtu af lögreglu,“ segir Hörður.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Enginn afsláttur gefinn í gæslunni sem bakar sumum vesen Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. 3. júlí 2016 18:39 Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17
Enginn afsláttur gefinn í gæslunni sem bakar sumum vesen Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. 3. júlí 2016 18:39
Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31