Pólitíkus í farsa á stóra sviðinu Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 21. júní 2016 12:00 Ilmur mun fara rétt með að vera í leikhúsinu ásamt því að vera formaðurVelferðarráðs. Ilmur Kristjánsdóttir hefur lengi vel verið þekktust fyrir störf sín sem leikkona en hún hefur seinustu tvö ár sinnt starfi varaborgarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Hún var kjörin formaður velferðarráðs fyrir einu ári en nú hefur hún tekið að sér hlutverk í sýningu hjá Borgarleikhúsinu samhliða borgarstjórnarstörfunum. Eftir áramót mun hún leika í gamanleik hjá leikhúsinu en mikil leynd hvílir yfir verkinu og leikstjóra þess. „Ég er ekki í fullu starfi svo að þegar mér var boðið þetta hlutverk ákvað ég að taka því eftir samræðu við samstarfsfólk mitt. Ég verð að sinna formannsstarfinu samhliða æfingaferlinu svo að það verður mikið að gera þessa tvo mánuði.“ Ilmur virtist ekki stressuð yfir auknu vinnuálagi sem mun fylgja því að starfa bæði í pólitík og leikhúsi. „Æfingarnar hefjast í lok janúar á næsta ári og munu standa yfir í tvo mánuði. Svo verða sýningarnar auðvitað bara á kvöldin í kjölfarið svo að mesta álagið verður yfir æfingatímann og ég er með gott stuðningsnet á bak við mig svo þetta ætti ekki að verða neitt stórmál.“ Leiklistin og varaborgarfulltrúarstarfið eru tvö mjög ólík hlutverk en Ilmur er viss um að þau eigi vel saman. „Ég tek starfi mínu sem formaður velferðarráðs mjög alvarlega og ég hef alltaf sinnt því hundrað prósent. Það er í raun draumastaða að geta unnið við þetta í bland við leiklistina. Ég bæti á sköpunarkraftstankinn sem ég nýti mér í velferðarráðsstarfið. Svo verður þetta líka skemmtileg tilbreyting þar sem ég hef alltaf verið í þyngri hlutverkum í leikhúsi svo ég er mjög spennt fyrir þessu.“ Ilmur hefur verið starfandi sem varaborgarfulltrúi í tvö ár en inn á milli hefur hún verið í barneignarleyfi ásamt því að leika í Ófærð. Seinasta sumar var hún kjörin formaður velferðarráðs og því er um tvö mjög ólík störf að ræða sem hún kemur til með að sinna á næsta ári. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ilmur Kristjánsdóttir hefur lengi vel verið þekktust fyrir störf sín sem leikkona en hún hefur seinustu tvö ár sinnt starfi varaborgarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Hún var kjörin formaður velferðarráðs fyrir einu ári en nú hefur hún tekið að sér hlutverk í sýningu hjá Borgarleikhúsinu samhliða borgarstjórnarstörfunum. Eftir áramót mun hún leika í gamanleik hjá leikhúsinu en mikil leynd hvílir yfir verkinu og leikstjóra þess. „Ég er ekki í fullu starfi svo að þegar mér var boðið þetta hlutverk ákvað ég að taka því eftir samræðu við samstarfsfólk mitt. Ég verð að sinna formannsstarfinu samhliða æfingaferlinu svo að það verður mikið að gera þessa tvo mánuði.“ Ilmur virtist ekki stressuð yfir auknu vinnuálagi sem mun fylgja því að starfa bæði í pólitík og leikhúsi. „Æfingarnar hefjast í lok janúar á næsta ári og munu standa yfir í tvo mánuði. Svo verða sýningarnar auðvitað bara á kvöldin í kjölfarið svo að mesta álagið verður yfir æfingatímann og ég er með gott stuðningsnet á bak við mig svo þetta ætti ekki að verða neitt stórmál.“ Leiklistin og varaborgarfulltrúarstarfið eru tvö mjög ólík hlutverk en Ilmur er viss um að þau eigi vel saman. „Ég tek starfi mínu sem formaður velferðarráðs mjög alvarlega og ég hef alltaf sinnt því hundrað prósent. Það er í raun draumastaða að geta unnið við þetta í bland við leiklistina. Ég bæti á sköpunarkraftstankinn sem ég nýti mér í velferðarráðsstarfið. Svo verður þetta líka skemmtileg tilbreyting þar sem ég hef alltaf verið í þyngri hlutverkum í leikhúsi svo ég er mjög spennt fyrir þessu.“ Ilmur hefur verið starfandi sem varaborgarfulltrúi í tvö ár en inn á milli hefur hún verið í barneignarleyfi ásamt því að leika í Ófærð. Seinasta sumar var hún kjörin formaður velferðarráðs og því er um tvö mjög ólík störf að ræða sem hún kemur til með að sinna á næsta ári.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira