Allt fyrir bankana – alltaf! skjóðan skrifar 22. júní 2016 08:51 Kortavelta útlendinga hér á landi nam tæpum tuttugu milljörðum í maí og er þetta meira en 50 prósenta aukning frá því frá því í maí í fyrra. Virðisaukaskattur til ríkisins vegna erlendra ferðamanna nemur nú tugum milljarða á ári og fer ört vaxandi þar sem ferðamönnum fjölgar stöðugt og undanþágum frá vaski fækkar óðum. Samt virðist ríkið ekki geta haft forystu um að vernda ferðamannastaði og náttúruperlur fyrir ágangi og byggja upp boðlega aðstöðu fyrir ferðamenn – eða standa í öllu falli ekki í vegi slíkrar uppbyggingar. Í upphafi þessa árs var því spáð að erlendir ferðamenn gætu orðið um 1,7 milljónir á öllu árinu. Aukningin virðist vera enn meiri og mikill uppgangur er sjáanlegur í ferðamannaþjónustu. Í Reykjavík er húsnæði, sem áður hýsti skrifstofur og heimili, breytt í hótel og svipað gerist í þéttbýli og dreifbýli hringinn í kringum landið. Það eru hins vegar blikur á lofti. Ferðaþjónusta er að stórum hluta grasrótarstarfsemi unnin af einyrkjum. Flest hótel og gistiheimili er fremur lítil með einungis nokkrum herbergjum. Slíkur rekstur er ávallt basl. Ef ráða skal starfsfólk þarf gjarnan að ráðast í fjárfestingu til að einingarnar nái þeirri stærð sem nauðsynleg er til að standa undir kostnaði. Launakostnaður er umtalsverður og hefur hækkað mjög vegna kjarasamninga undanfarin misseri. Og þá komum við að fjárfestingunni. Vextir á framkvæmdalánum í íslenskum bönkum eru óheyrilega háir, 10 prósent og upp úr. Þetta kallar á hættulega mikinn framkvæmdahraða því enginn hefur efni á að borga slíka vexti, ekki einu sinni ferðaþjónustan með alla sína útlendu viðskiptavini. Undanfarna tólf mánuði hefur verðbólga verið 1,57 prósent hér á landi en samt eru bankarnir að lána á 10 prósent og upp úr. Þetta þýðir að raunvextir eru 8,5 prósent og þaðan af hærri. Í nágrannalöndum okkar eru slík lán á u.þ.b. 2 prósent vöxtum og er þó verðbólguumhverfi mjög áþekkt því sem er hér á landi. Þetta vaxtaokur er í boði hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands og fákeppni á íslenskum bankamarkaði. Vegna gjaldeyrishafta stendur ferðaþjónustufyrirtækjum almennt ekki til boða að fjármagna sig með erlendri fjármögnun og því stendur íslensk ferðaþjónusta ekki jafnfætis í samkeppni við útlönd – ekki fremur en önnur atvinnustarfsemi hér á landi, nema helst stórútgerðin, sem nýtur umtalsverðra hlunninda af hálfu stjórnvalda. Í hnotskurn þýðir þetta að banka- og fjármálakerfið sogar með vaxtaokri til sín nær allar tekjur ferðaþjónustunnar, sem stendur ótraustum fótum jafnvel nú, þegar ferðaþjónusta vex sem aldrei fyrr. Ferðaþjónustan gæti án efa greitt hærri laun og fjárfest meira ef böndum yrði komið á bankana. Skjóðan Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Kortavelta útlendinga hér á landi nam tæpum tuttugu milljörðum í maí og er þetta meira en 50 prósenta aukning frá því frá því í maí í fyrra. Virðisaukaskattur til ríkisins vegna erlendra ferðamanna nemur nú tugum milljarða á ári og fer ört vaxandi þar sem ferðamönnum fjölgar stöðugt og undanþágum frá vaski fækkar óðum. Samt virðist ríkið ekki geta haft forystu um að vernda ferðamannastaði og náttúruperlur fyrir ágangi og byggja upp boðlega aðstöðu fyrir ferðamenn – eða standa í öllu falli ekki í vegi slíkrar uppbyggingar. Í upphafi þessa árs var því spáð að erlendir ferðamenn gætu orðið um 1,7 milljónir á öllu árinu. Aukningin virðist vera enn meiri og mikill uppgangur er sjáanlegur í ferðamannaþjónustu. Í Reykjavík er húsnæði, sem áður hýsti skrifstofur og heimili, breytt í hótel og svipað gerist í þéttbýli og dreifbýli hringinn í kringum landið. Það eru hins vegar blikur á lofti. Ferðaþjónusta er að stórum hluta grasrótarstarfsemi unnin af einyrkjum. Flest hótel og gistiheimili er fremur lítil með einungis nokkrum herbergjum. Slíkur rekstur er ávallt basl. Ef ráða skal starfsfólk þarf gjarnan að ráðast í fjárfestingu til að einingarnar nái þeirri stærð sem nauðsynleg er til að standa undir kostnaði. Launakostnaður er umtalsverður og hefur hækkað mjög vegna kjarasamninga undanfarin misseri. Og þá komum við að fjárfestingunni. Vextir á framkvæmdalánum í íslenskum bönkum eru óheyrilega háir, 10 prósent og upp úr. Þetta kallar á hættulega mikinn framkvæmdahraða því enginn hefur efni á að borga slíka vexti, ekki einu sinni ferðaþjónustan með alla sína útlendu viðskiptavini. Undanfarna tólf mánuði hefur verðbólga verið 1,57 prósent hér á landi en samt eru bankarnir að lána á 10 prósent og upp úr. Þetta þýðir að raunvextir eru 8,5 prósent og þaðan af hærri. Í nágrannalöndum okkar eru slík lán á u.þ.b. 2 prósent vöxtum og er þó verðbólguumhverfi mjög áþekkt því sem er hér á landi. Þetta vaxtaokur er í boði hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands og fákeppni á íslenskum bankamarkaði. Vegna gjaldeyrishafta stendur ferðaþjónustufyrirtækjum almennt ekki til boða að fjármagna sig með erlendri fjármögnun og því stendur íslensk ferðaþjónusta ekki jafnfætis í samkeppni við útlönd – ekki fremur en önnur atvinnustarfsemi hér á landi, nema helst stórútgerðin, sem nýtur umtalsverðra hlunninda af hálfu stjórnvalda. Í hnotskurn þýðir þetta að banka- og fjármálakerfið sogar með vaxtaokri til sín nær allar tekjur ferðaþjónustunnar, sem stendur ótraustum fótum jafnvel nú, þegar ferðaþjónusta vex sem aldrei fyrr. Ferðaþjónustan gæti án efa greitt hærri laun og fjárfest meira ef böndum yrði komið á bankana.
Skjóðan Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira