Þjóðhetjan sem gerði ekki neitt: Það er kviknað í Will Grigg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júní 2016 10:45 Will Grigg er ein skærasta stjarnan á EM í Frakklandi. Vísir/Getty „Will Grigg’s on fire“ er klárlega það stuðningsmannalag á Evrópumótinu í Frakklandi sem slegið hefur mest í gegn. Óhætt er að segja að París hafi orðið að borginni hans Will Grigg í gær þegar Norður-Írar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 1-0 tap gegn Þjóðverjum á Parc des Princes. Þrátt fyrir það spilaði Will Grigg ekki mínútu í leiknum í gær, og hefur reyndar ekki spilað mínútu á Evrópumótinu. Engu að síður hefur líklega ekki verið sungið jafnmikið um nokkurn leikmann á EM.Stuðningsmenn Norður-Íra láta vel í sér heyra til heiðurs Will Grigg. Það var sungið langt fram á nótt í París í gær en það er bara eitt lag sem kemst að, lagið um Will Grigg. Stuðningsmaður Wigan samdi textann við lagið í vor sem sungið er við „Freed from desire“ með Gala. Textinn hljóðar þannig: „Will Grigg’s on fire, your defence is terrified - Will Grigg’s on fire“ sem mætti snara yfir á íslensku einhvern veginn svona: „Það er kviknað í Will Grigg, vörnin ykkar er skíthrædd því það er kviknað í Will Grigg.“ Sean Kennedy, stuðningsmaður Wigan sem byrjaði að syngja lagið fékk ársmiða að launum frá David Whelan, stjórnarformanni Wigan. Myndband hans má sjá að neðan en yfir milljón manns hafa horft á það. Með orðalaginu „það er kviknað í“ er átt við að Grigg sé kominn í svo mikið stuð að hann sé vís til að skora og skora. Það er ekki beint hægt að segja að Will Grigg hafi gert neitt til að verðskulda að allir stuðningsmenn á Evrópumótinu í knattspyrnu taki undir með Norður-Írum en lagið hefur svo sannarlega slegið í gegn. Allir syngja með og Parísarbúar fóru eflaust margir að sofa í gær með lagið á heilanum. Mats Hummels, varnarmaður Þjóðverja, var spurður út í það á blaðamannafundin fyrir leikinn gegn Norður-Írum hvort hann væri hræddur við Will Grigg af því það væri kviknað í honum. Hummels játaði því í gríni og sagðist hafa heyrt lögin og sögurnar af Will Grigg. Hann ætlaði því að skiptast á treyjum við hann eftir leik en reiknaði með mikilli samkeppni frá liðsfélögum sínum. Hummels sagðist hafa séð myndbandið þegar stuðningsmenn Norður-Íra hringdu í slökkviliðið. Myndbandið má sjá hér að neðan en það er mjög fyndið þótt að sjálfsögðu eigi ekki að angra slökkviliðsmenn við þeirra vinnu. Norður-Írar eru sem fyrr segir komnir í sextán liða úrslitin þannig að stuðningsmannalagið um Will Grigg mun hljóma í einhvern tíma í viðbót. Ójá, meðan ég man. Will Grigg er 24 ára framherji og spilar með Wigan Athletic. Hann hefur skorað eitt mark í átta landsleikjum fyrir Norður-Íra. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Sjá meira
„Will Grigg’s on fire“ er klárlega það stuðningsmannalag á Evrópumótinu í Frakklandi sem slegið hefur mest í gegn. Óhætt er að segja að París hafi orðið að borginni hans Will Grigg í gær þegar Norður-Írar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 1-0 tap gegn Þjóðverjum á Parc des Princes. Þrátt fyrir það spilaði Will Grigg ekki mínútu í leiknum í gær, og hefur reyndar ekki spilað mínútu á Evrópumótinu. Engu að síður hefur líklega ekki verið sungið jafnmikið um nokkurn leikmann á EM.Stuðningsmenn Norður-Íra láta vel í sér heyra til heiðurs Will Grigg. Það var sungið langt fram á nótt í París í gær en það er bara eitt lag sem kemst að, lagið um Will Grigg. Stuðningsmaður Wigan samdi textann við lagið í vor sem sungið er við „Freed from desire“ með Gala. Textinn hljóðar þannig: „Will Grigg’s on fire, your defence is terrified - Will Grigg’s on fire“ sem mætti snara yfir á íslensku einhvern veginn svona: „Það er kviknað í Will Grigg, vörnin ykkar er skíthrædd því það er kviknað í Will Grigg.“ Sean Kennedy, stuðningsmaður Wigan sem byrjaði að syngja lagið fékk ársmiða að launum frá David Whelan, stjórnarformanni Wigan. Myndband hans má sjá að neðan en yfir milljón manns hafa horft á það. Með orðalaginu „það er kviknað í“ er átt við að Grigg sé kominn í svo mikið stuð að hann sé vís til að skora og skora. Það er ekki beint hægt að segja að Will Grigg hafi gert neitt til að verðskulda að allir stuðningsmenn á Evrópumótinu í knattspyrnu taki undir með Norður-Írum en lagið hefur svo sannarlega slegið í gegn. Allir syngja með og Parísarbúar fóru eflaust margir að sofa í gær með lagið á heilanum. Mats Hummels, varnarmaður Þjóðverja, var spurður út í það á blaðamannafundin fyrir leikinn gegn Norður-Írum hvort hann væri hræddur við Will Grigg af því það væri kviknað í honum. Hummels játaði því í gríni og sagðist hafa heyrt lögin og sögurnar af Will Grigg. Hann ætlaði því að skiptast á treyjum við hann eftir leik en reiknaði með mikilli samkeppni frá liðsfélögum sínum. Hummels sagðist hafa séð myndbandið þegar stuðningsmenn Norður-Íra hringdu í slökkviliðið. Myndbandið má sjá hér að neðan en það er mjög fyndið þótt að sjálfsögðu eigi ekki að angra slökkviliðsmenn við þeirra vinnu. Norður-Írar eru sem fyrr segir komnir í sextán liða úrslitin þannig að stuðningsmannalagið um Will Grigg mun hljóma í einhvern tíma í viðbót. Ójá, meðan ég man. Will Grigg er 24 ára framherji og spilar með Wigan Athletic. Hann hefur skorað eitt mark í átta landsleikjum fyrir Norður-Íra.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Sjá meira