Sannar sögur á sýningu um Jökuldælinga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. júní 2016 10:30 Páll Pálsson er sjálfmenntaður fræðimaður sem unir sér hvergi betur en á æskuheimilinu Aðalbóli. Myndir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir „Mig er búið að dreyma um það lengi að mynda alla Jökuldælinga og gera sýningu úr því. Í huganum var það kannski minna mál en það var í raun. Samt voru langflestir til í það,“ segir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, blaðamaður og ljósmyndari, sem hefur sett upp ljósmyndasýninguna Bændur á Jökuldal í ferðaþjónustustöðinni Á hreindýraslóðum, sem er veitingastaður, gisting og gallerí að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal.Lilja Óladóttir, Guðný Halla Sóllilja og Hallur Gunnarsson spjalla við heimalningana í Sænautaseli.„Ég byrjaði fyrir ári, í sauðburði, þá var ég í viku, tók síðan tvo mánuði í verkefnið í fyrrasumar, fór í réttir í fyrrahaust og var svo í eina viku núna í vetur. Ég er með rúmlega sextíu myndir á sýningunni, þær eru frá öllum bæjum og af flestum einstaklingum sveitarinnar, bæði börnum og fullorðnum.“Aðalsteinn Aðalsteinsson, bóndi á Vaðbrekku, í hlöðunni.Ragnhildur kveðst líka hafa myndað þá sem eru hættir búskap, nefnir Ragnar og Birnu á Hákonarstöðum sem dæmi. „Sumir Jökuldælingar eru að vinna á Egilsstöðum með búskapnum, aðrir eru fluttir þangað vegna aldurs og ég er ekki að búa neitt til, þetta eru allt sannar sögur.Linda Björg Kjartansdóttir í Teigaseli og maður hennar, Jón Björgvin Vernharðsson, ásamt dætrum sínum tveimur, Heiðdísi Jöklu og Snærúnu Hrefnu.Sumar myndirnar eru úr fjárhúsum og hesthúsum en ég tók líka myndir inni í kaffi og af konum að prjóna. Reyndi að hafa efnið sem fjölbreyttast,“ segir hún og tekur fram að myndirnar séu prentaðar hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum. „Ég dvaldi hjá gömlum sveitungum og fangaði augnablikin í daglegu lífi þeirra,“ segir Ragnhildur. Fréttablaðið/VilhelmRagnhildur ólst upp á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, þar býr nú bróðursonur hennar, Aðalsteinn Sigurðsson. „Ég er Jökuldælingur því Hrafnkelsdalur gengur inn úr Jökuldal og telst til sömu sveitar,“ segir hún og kveðst hafa haft áhuga á ljósmyndun frá því hún var tíu ára og fékk fyrstu myndavélina.Feðgarnir Jón Helgason á Refshöfða og Helgi Hrafn Jónsson í vélaskemmunni.Sérstaklega aðhyllist hún heimildaljósmyndun og hana hafi hún meðal annars lært úti í Kanada. Ragnhildur er nú blaðamaður á Vikunni og ljósmyndari í lausamennsku og var með tvær myndir úr Jökuldælaseríunni á sýningu Blaðamannafélagsins í Gerðarsafni í vor. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Mig er búið að dreyma um það lengi að mynda alla Jökuldælinga og gera sýningu úr því. Í huganum var það kannski minna mál en það var í raun. Samt voru langflestir til í það,“ segir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, blaðamaður og ljósmyndari, sem hefur sett upp ljósmyndasýninguna Bændur á Jökuldal í ferðaþjónustustöðinni Á hreindýraslóðum, sem er veitingastaður, gisting og gallerí að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal.Lilja Óladóttir, Guðný Halla Sóllilja og Hallur Gunnarsson spjalla við heimalningana í Sænautaseli.„Ég byrjaði fyrir ári, í sauðburði, þá var ég í viku, tók síðan tvo mánuði í verkefnið í fyrrasumar, fór í réttir í fyrrahaust og var svo í eina viku núna í vetur. Ég er með rúmlega sextíu myndir á sýningunni, þær eru frá öllum bæjum og af flestum einstaklingum sveitarinnar, bæði börnum og fullorðnum.“Aðalsteinn Aðalsteinsson, bóndi á Vaðbrekku, í hlöðunni.Ragnhildur kveðst líka hafa myndað þá sem eru hættir búskap, nefnir Ragnar og Birnu á Hákonarstöðum sem dæmi. „Sumir Jökuldælingar eru að vinna á Egilsstöðum með búskapnum, aðrir eru fluttir þangað vegna aldurs og ég er ekki að búa neitt til, þetta eru allt sannar sögur.Linda Björg Kjartansdóttir í Teigaseli og maður hennar, Jón Björgvin Vernharðsson, ásamt dætrum sínum tveimur, Heiðdísi Jöklu og Snærúnu Hrefnu.Sumar myndirnar eru úr fjárhúsum og hesthúsum en ég tók líka myndir inni í kaffi og af konum að prjóna. Reyndi að hafa efnið sem fjölbreyttast,“ segir hún og tekur fram að myndirnar séu prentaðar hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum. „Ég dvaldi hjá gömlum sveitungum og fangaði augnablikin í daglegu lífi þeirra,“ segir Ragnhildur. Fréttablaðið/VilhelmRagnhildur ólst upp á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, þar býr nú bróðursonur hennar, Aðalsteinn Sigurðsson. „Ég er Jökuldælingur því Hrafnkelsdalur gengur inn úr Jökuldal og telst til sömu sveitar,“ segir hún og kveðst hafa haft áhuga á ljósmyndun frá því hún var tíu ára og fékk fyrstu myndavélina.Feðgarnir Jón Helgason á Refshöfða og Helgi Hrafn Jónsson í vélaskemmunni.Sérstaklega aðhyllist hún heimildaljósmyndun og hana hafi hún meðal annars lært úti í Kanada. Ragnhildur er nú blaðamaður á Vikunni og ljósmyndari í lausamennsku og var með tvær myndir úr Jökuldælaseríunni á sýningu Blaðamannafélagsins í Gerðarsafni í vor.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira