Varð alveg hoppandi og skoppandi glaður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2016 09:30 Egill er grallaralegur þegar hann segir frá tröllunum. Enda segir í áliti fagráðsins sem valdi hann á Feneyjatvíæringinn: „Uppátækjasemi og skopskyn einkenna verk Egils.“ Vísir/Anton Brink Ég fékk fréttirnar 20. júní og varð alveg hoppandi og skoppandi glaður. Dómnefndin var búin að vera í tvær vikur að velta tillögunum fyrir sér og fara ofan í saumana á þeim. Ég var að deyja úr spenningi,“ segir Egill Sæbjörnsson listamaður sem verður þátttakandi á Feneyjatvíæringnum 2017 fyrir Íslands hönd. „Ég hlakka mjög til,“ segir Egill. „Þetta er spes verkefni og dálítið frábrugðið því sem ég hef áður gert.“ Tuttugu og níu tillögur að framlagi til Feneyjatvíæringsins bárust Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar eftir að hún auglýsti eftir þeim, þrjár þeirra voru valdar til frekari útfærslu og tillaga Egils var valin. Hinar tvær voru frá Gjörningaklúbbnum og Margréti Blöndal myndlistarkonu. Í fréttatilkynningu um valið segir: „Egill beitir kímni sinni, klókindum og dýpt, öllu á sama tíma. Hann ruglar fólk í ríminu og kemur á óvart á meðan hann leiðir okkur á ánægjulegan hátt að tilvistarlegum spurningum.“ Þessi lýsing rímar algerlega við málflutning Egils þegar úrslit voru kynnt. Þar talaði hann um nokkur mögnuð tröll sem hann hafi kynnst fyrir nokkrum mánuðum sem langaði til að verða listamenn. „Svo var ég búinn að vera með þeim að föndra eitthvert dót og tröllin voru búin að breka um að vera með mér á sýningu. Ég var næstum búinn að lofa að þau fengju að vera með mér á sýningu hér í Reykjavík en þá kom upp þessi samkeppni um Feneyjatvíæringinn. Þetta er eiginlega verkið. Einhvers konar espressóbar,“ segir listamaðurinn og brosir – og enginn skilur neitt. Egill er ekki einhamur í listinni. Hann er bæði mynd-, tón- og gjörningalistamaður auk þess að vera tónskáld. Hann býr og starfar bæði í Berlín og Reykjavík. Þótt hann hafi víða sýnt og margt brallað á listamannsferli sínum segir hann þátttöku á Feneyjatvíæringnum verða tröllvaxnasta viðburðinn á listamannsferlinum hingað til.“ Enn koma sem sagt tröllin við sögu, enda segir listamaðurinn þau víða geta birst og er kominn undir grínyfirborðið þegar hann sér þau fyrir sér í líki andlitslausra stórfyrirtækja eða eineltishópa á skólalóðinni. Nú er næsta mál hjá Agli að fara út til Feneyja að skoða rýmið sem honum er ætlað þar, ásamt sýningarstjóranum Stefanie Böttcher og Björgu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Þau halda utan í lok þessa mánaðar. Menning Feneyjatvíæringurinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Ég fékk fréttirnar 20. júní og varð alveg hoppandi og skoppandi glaður. Dómnefndin var búin að vera í tvær vikur að velta tillögunum fyrir sér og fara ofan í saumana á þeim. Ég var að deyja úr spenningi,“ segir Egill Sæbjörnsson listamaður sem verður þátttakandi á Feneyjatvíæringnum 2017 fyrir Íslands hönd. „Ég hlakka mjög til,“ segir Egill. „Þetta er spes verkefni og dálítið frábrugðið því sem ég hef áður gert.“ Tuttugu og níu tillögur að framlagi til Feneyjatvíæringsins bárust Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar eftir að hún auglýsti eftir þeim, þrjár þeirra voru valdar til frekari útfærslu og tillaga Egils var valin. Hinar tvær voru frá Gjörningaklúbbnum og Margréti Blöndal myndlistarkonu. Í fréttatilkynningu um valið segir: „Egill beitir kímni sinni, klókindum og dýpt, öllu á sama tíma. Hann ruglar fólk í ríminu og kemur á óvart á meðan hann leiðir okkur á ánægjulegan hátt að tilvistarlegum spurningum.“ Þessi lýsing rímar algerlega við málflutning Egils þegar úrslit voru kynnt. Þar talaði hann um nokkur mögnuð tröll sem hann hafi kynnst fyrir nokkrum mánuðum sem langaði til að verða listamenn. „Svo var ég búinn að vera með þeim að föndra eitthvert dót og tröllin voru búin að breka um að vera með mér á sýningu. Ég var næstum búinn að lofa að þau fengju að vera með mér á sýningu hér í Reykjavík en þá kom upp þessi samkeppni um Feneyjatvíæringinn. Þetta er eiginlega verkið. Einhvers konar espressóbar,“ segir listamaðurinn og brosir – og enginn skilur neitt. Egill er ekki einhamur í listinni. Hann er bæði mynd-, tón- og gjörningalistamaður auk þess að vera tónskáld. Hann býr og starfar bæði í Berlín og Reykjavík. Þótt hann hafi víða sýnt og margt brallað á listamannsferli sínum segir hann þátttöku á Feneyjatvíæringnum verða tröllvaxnasta viðburðinn á listamannsferlinum hingað til.“ Enn koma sem sagt tröllin við sögu, enda segir listamaðurinn þau víða geta birst og er kominn undir grínyfirborðið þegar hann sér þau fyrir sér í líki andlitslausra stórfyrirtækja eða eineltishópa á skólalóðinni. Nú er næsta mál hjá Agli að fara út til Feneyja að skoða rýmið sem honum er ætlað þar, ásamt sýningarstjóranum Stefanie Böttcher og Björgu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Þau halda utan í lok þessa mánaðar.
Menning Feneyjatvíæringurinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira