Veiðivötn mun betri en á sama tíma í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2016 14:00 Vænir fiskar úr Grænavatni. Mynd: Bryndís www.veidivotn.is Veiðin fer ekki bara vel af stað í laxveiðinni það er líka mikill munur á hálendisveiðinni frá sumrinu í fyrra. Eins og veiðimönnum er væntanlega ferskt í minni var ennþá ís á sumum vötnunum við Veiðivötn í fyrra þegar fyrstu veiðimenn mættu á staðinn en allar aðstæður voru öllu betri núna. Það sást líka strax á fyrsta degi á veiðinni en það voru flestir í fiski og margir gerðu hreinlega frábæra daga. Á þessum sex dögum sem eru frá opnun höfum við reglulega heyrt í mönnum sem eru að koma úr vötnunum og það bera allir veiði og tíðarfari góða söguna. Holdafarið á fiskinum er mjög gott og greinilegt að hann hefur verið í nægu fæði í vetur. Litli Sjór er sem fyrr vinsælasta vatnið en Hraunsvötn, Ónýtavatn, Skálavatn, Fossvötn og Snjóölduvatn eru mikið stunduð og það hafa komið mjög góð skot í þau öll. Það komast færri að en vilja í Veiðivötn eins og venjulega en það gerist þó alltaf af og til að það losni stangir og fyrir þá sem vilja fylgjast með er rétt að benda á heimasíðu Veiðivatna en þar detta stundum inn lausar stangir. Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði
Veiðin fer ekki bara vel af stað í laxveiðinni það er líka mikill munur á hálendisveiðinni frá sumrinu í fyrra. Eins og veiðimönnum er væntanlega ferskt í minni var ennþá ís á sumum vötnunum við Veiðivötn í fyrra þegar fyrstu veiðimenn mættu á staðinn en allar aðstæður voru öllu betri núna. Það sást líka strax á fyrsta degi á veiðinni en það voru flestir í fiski og margir gerðu hreinlega frábæra daga. Á þessum sex dögum sem eru frá opnun höfum við reglulega heyrt í mönnum sem eru að koma úr vötnunum og það bera allir veiði og tíðarfari góða söguna. Holdafarið á fiskinum er mjög gott og greinilegt að hann hefur verið í nægu fæði í vetur. Litli Sjór er sem fyrr vinsælasta vatnið en Hraunsvötn, Ónýtavatn, Skálavatn, Fossvötn og Snjóölduvatn eru mikið stunduð og það hafa komið mjög góð skot í þau öll. Það komast færri að en vilja í Veiðivötn eins og venjulega en það gerist þó alltaf af og til að það losni stangir og fyrir þá sem vilja fylgjast með er rétt að benda á heimasíðu Veiðivatna en þar detta stundum inn lausar stangir.
Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði