Veiðivötn mun betri en á sama tíma í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2016 14:00 Vænir fiskar úr Grænavatni. Mynd: Bryndís www.veidivotn.is Veiðin fer ekki bara vel af stað í laxveiðinni það er líka mikill munur á hálendisveiðinni frá sumrinu í fyrra. Eins og veiðimönnum er væntanlega ferskt í minni var ennþá ís á sumum vötnunum við Veiðivötn í fyrra þegar fyrstu veiðimenn mættu á staðinn en allar aðstæður voru öllu betri núna. Það sást líka strax á fyrsta degi á veiðinni en það voru flestir í fiski og margir gerðu hreinlega frábæra daga. Á þessum sex dögum sem eru frá opnun höfum við reglulega heyrt í mönnum sem eru að koma úr vötnunum og það bera allir veiði og tíðarfari góða söguna. Holdafarið á fiskinum er mjög gott og greinilegt að hann hefur verið í nægu fæði í vetur. Litli Sjór er sem fyrr vinsælasta vatnið en Hraunsvötn, Ónýtavatn, Skálavatn, Fossvötn og Snjóölduvatn eru mikið stunduð og það hafa komið mjög góð skot í þau öll. Það komast færri að en vilja í Veiðivötn eins og venjulega en það gerist þó alltaf af og til að það losni stangir og fyrir þá sem vilja fylgjast með er rétt að benda á heimasíðu Veiðivatna en þar detta stundum inn lausar stangir. Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Hítará í góðum málum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði
Veiðin fer ekki bara vel af stað í laxveiðinni það er líka mikill munur á hálendisveiðinni frá sumrinu í fyrra. Eins og veiðimönnum er væntanlega ferskt í minni var ennþá ís á sumum vötnunum við Veiðivötn í fyrra þegar fyrstu veiðimenn mættu á staðinn en allar aðstæður voru öllu betri núna. Það sást líka strax á fyrsta degi á veiðinni en það voru flestir í fiski og margir gerðu hreinlega frábæra daga. Á þessum sex dögum sem eru frá opnun höfum við reglulega heyrt í mönnum sem eru að koma úr vötnunum og það bera allir veiði og tíðarfari góða söguna. Holdafarið á fiskinum er mjög gott og greinilegt að hann hefur verið í nægu fæði í vetur. Litli Sjór er sem fyrr vinsælasta vatnið en Hraunsvötn, Ónýtavatn, Skálavatn, Fossvötn og Snjóölduvatn eru mikið stunduð og það hafa komið mjög góð skot í þau öll. Það komast færri að en vilja í Veiðivötn eins og venjulega en það gerist þó alltaf af og til að það losni stangir og fyrir þá sem vilja fylgjast með er rétt að benda á heimasíðu Veiðivatna en þar detta stundum inn lausar stangir.
Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Hítará í góðum málum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði