Bogut til varnar mótherja sínum í úrslitum NBA | Þetta fólk er fífl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 10:30 Andrew Bogut og Kevin Love í baráttunni undir körfunni. Vísir/Getty Andrew Bogut, miðherji Golden State Warriors, þekkir það vel á eigin skrokki að glíma við afleiðingar heilahristings og Ástralinn kom til varnar Kevin Love í viðtölum við blaðamenn eftir leik þrjú. Kevin Love gat ekki spilað með liði Cleveland Cavaliers í leik þrjú en það skipti ekki miklu máli því liðfélagar hann lönduðu sannfærandi 30 stiga sigri. Það er ekki enn ljóst hvort Kevin Love fái grænt ljós til að spila með Cleveland Cavaliers í fjórða leiknum í kvöld en sumir bandarískir blaðamenn hafa velt því fyrir sér hvort væri ekki betra fyrir Cavs að spila án hans. Kevin Love var mjög pirraður út í þá ákvörðun að gefa honum ekki grænt ljós í leik þrjú en Andrew Bogut, mótherji hans í Golden State Warriors liðinu skilur Love vel. Andrew Bogut missti af tveimur vikum í október og nóvember eftir að hafa fengið högg á höfuðið í fyrsta leik tímabilsins. Hann sjálfur kallaði þetta verstu meiðsli ferilsins og það þrátt fyrir að allt NBA-körfuboltaáhugafólk muni enn eftir því þegar hann datt illa á handlegginn árið 2010. „Það er örugglega til fólk sem kallar Kevin Love linan en það fólk er fífl. Þú fíflast ekkert með heilann," sagði Andrew Bogut við blaðmann ESPN. „Þú getur leikið einhverja hetju í úrslitum NBA árið 2016 en árið 2021 verður þú kannski að neita matarins í gegnum rör. Þá skiptir þig engu máli hvað þú gerðir árið 2016," sagði Andrew Bogut. Andrew Bogut segir að það sé rík ástæða fyrir því kerfið sé til staðar sem metur leikhæfi manna sem hafa fengið heilahristing. Það þurfi stundum að passa leikmenn sem geta verið sínir verstu óvinir á stundum sem þessum. Fjórði leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í kvöld á heimavelli Cleveland og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Andrew Bogut, miðherji Golden State Warriors, þekkir það vel á eigin skrokki að glíma við afleiðingar heilahristings og Ástralinn kom til varnar Kevin Love í viðtölum við blaðamenn eftir leik þrjú. Kevin Love gat ekki spilað með liði Cleveland Cavaliers í leik þrjú en það skipti ekki miklu máli því liðfélagar hann lönduðu sannfærandi 30 stiga sigri. Það er ekki enn ljóst hvort Kevin Love fái grænt ljós til að spila með Cleveland Cavaliers í fjórða leiknum í kvöld en sumir bandarískir blaðamenn hafa velt því fyrir sér hvort væri ekki betra fyrir Cavs að spila án hans. Kevin Love var mjög pirraður út í þá ákvörðun að gefa honum ekki grænt ljós í leik þrjú en Andrew Bogut, mótherji hans í Golden State Warriors liðinu skilur Love vel. Andrew Bogut missti af tveimur vikum í október og nóvember eftir að hafa fengið högg á höfuðið í fyrsta leik tímabilsins. Hann sjálfur kallaði þetta verstu meiðsli ferilsins og það þrátt fyrir að allt NBA-körfuboltaáhugafólk muni enn eftir því þegar hann datt illa á handlegginn árið 2010. „Það er örugglega til fólk sem kallar Kevin Love linan en það fólk er fífl. Þú fíflast ekkert með heilann," sagði Andrew Bogut við blaðmann ESPN. „Þú getur leikið einhverja hetju í úrslitum NBA árið 2016 en árið 2021 verður þú kannski að neita matarins í gegnum rör. Þá skiptir þig engu máli hvað þú gerðir árið 2016," sagði Andrew Bogut. Andrew Bogut segir að það sé rík ástæða fyrir því kerfið sé til staðar sem metur leikhæfi manna sem hafa fengið heilahristing. Það þurfi stundum að passa leikmenn sem geta verið sínir verstu óvinir á stundum sem þessum. Fjórði leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í kvöld á heimavelli Cleveland og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira