Samvinna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. júní 2016 00:00 Þingið hefur lokið störfum og er komið í sumarfrí, fyrir utan stutta samkomu á miðvikudaginn til að setja lög á flugumferðarstjóra. Síðasti þingfundur vorsins var í síðustu viku þar sem fjölmörg mál urðu að lögum eða voru samþykkt sem ályktanir á Alþingi. Mörg þeirra þess eðlis að hafa töluverð áhrif á það samfélag sem við búum við. Traust í samfélaginu er lítið. Sérstaklega á opinberum stofnunum; Alþingi, borgarstjórn, Seðlabankanum, bankakerfinu og dómskerfinu. Samkvæmt nýjustu mælingum Gallup, frá því í febrúar á þessu ári, bera sautján prósent mikið traust til löggjafans. Skipulagið á Alþingi hefur oft verið gagnrýnt. Fyrir þá sem standa utan við samkunduna sjálfa virðist oft sem lítið sé í gangi langt fram eftir vetri, en örstuttu fyrir frestun þingsins fer allt í gang og hvert frumvarpið af öðru er afgreitt á sama hraða og pylsurnar hjá Bæjarins bestu eftir miðnætti um helgar. Hættan á því að yfirlegan og vandvirknin sé ekki eins og best verður á kosið eykst eðli málsins samkvæmt við þessar aðstæður. En vegna þess hversu traustið er lítið var ánægjulegt að sjá hvernig þingið tók höndum saman, að mestu leyti, og kláraði það sem þurfti að klára nú fyrir sumarfríið. Ný heildarlög um útlendinga voru samþykkt í þverpólitískri sátt. Það er einsdæmi í Evrópu að slík lög fari í gegnum þjóðþing í sátt. Í öðrum ríkjum álfunnar hafa þing logað stafna á milli þegar frumvörp af þessu tagi eru til umræðu. Þá fóru húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra í gegn og samstaða náðist um nýtt greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisráðherra. Það var samþykkt að kanna sölu Búnaðarbankans árið 2003 og frumvarp um ráðstafanir sem draga eiga úr áhættu sem verulegt fjármagnsinnstreymi getur skapað vegna afléttingar hafta. Önnur mál, sum umdeild og líkleg til þess að valda upphrópunum, bíða haustsins. Í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, þingstörfin mjög skilvirk þá dagana. „Þegar fólk vinnur saman eins og gert hefur verið í nefndum og vinnur að því að nálgast verkefni með lausnir í huga þá verða störfin mun skilvirkari fyrir vikið.“ Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, tók í sama streng. Hún sagði skilvirknina grundvallast á mikilli vinnu þingnefnda og sáttar sem þar hefði myndast. „Hér er verið að klára mörg ótrúlega flott mál sem sýnir gott samstarf,“ sagði Brynhildur. Þetta er nefnilega hægt. Það er auðvitað hlutverk þeirra sem sitja á þingi að þjóna samfélaginu með þeim hætti sem þeim finnst bestur og fylgja sannfæringu sinni. Það fylgir þessu hlutverki að takast á um hugsjónir og hugmyndir. Þó að mörgum finnist sem þingmennirnir okkar geri lítið annað en að karpa og rífast er það þó staðreynd að mýmörg mál fara í gegnum þingið í samstöðu. Mál sem eru jákvæð og skipta samfélagið miklu máli. Sama hver situr í ríkisstjórn. Og fyrir það má þakka – við gerum það allt of sjaldan.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Þingið hefur lokið störfum og er komið í sumarfrí, fyrir utan stutta samkomu á miðvikudaginn til að setja lög á flugumferðarstjóra. Síðasti þingfundur vorsins var í síðustu viku þar sem fjölmörg mál urðu að lögum eða voru samþykkt sem ályktanir á Alþingi. Mörg þeirra þess eðlis að hafa töluverð áhrif á það samfélag sem við búum við. Traust í samfélaginu er lítið. Sérstaklega á opinberum stofnunum; Alþingi, borgarstjórn, Seðlabankanum, bankakerfinu og dómskerfinu. Samkvæmt nýjustu mælingum Gallup, frá því í febrúar á þessu ári, bera sautján prósent mikið traust til löggjafans. Skipulagið á Alþingi hefur oft verið gagnrýnt. Fyrir þá sem standa utan við samkunduna sjálfa virðist oft sem lítið sé í gangi langt fram eftir vetri, en örstuttu fyrir frestun þingsins fer allt í gang og hvert frumvarpið af öðru er afgreitt á sama hraða og pylsurnar hjá Bæjarins bestu eftir miðnætti um helgar. Hættan á því að yfirlegan og vandvirknin sé ekki eins og best verður á kosið eykst eðli málsins samkvæmt við þessar aðstæður. En vegna þess hversu traustið er lítið var ánægjulegt að sjá hvernig þingið tók höndum saman, að mestu leyti, og kláraði það sem þurfti að klára nú fyrir sumarfríið. Ný heildarlög um útlendinga voru samþykkt í þverpólitískri sátt. Það er einsdæmi í Evrópu að slík lög fari í gegnum þjóðþing í sátt. Í öðrum ríkjum álfunnar hafa þing logað stafna á milli þegar frumvörp af þessu tagi eru til umræðu. Þá fóru húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra í gegn og samstaða náðist um nýtt greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisráðherra. Það var samþykkt að kanna sölu Búnaðarbankans árið 2003 og frumvarp um ráðstafanir sem draga eiga úr áhættu sem verulegt fjármagnsinnstreymi getur skapað vegna afléttingar hafta. Önnur mál, sum umdeild og líkleg til þess að valda upphrópunum, bíða haustsins. Í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, þingstörfin mjög skilvirk þá dagana. „Þegar fólk vinnur saman eins og gert hefur verið í nefndum og vinnur að því að nálgast verkefni með lausnir í huga þá verða störfin mun skilvirkari fyrir vikið.“ Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, tók í sama streng. Hún sagði skilvirknina grundvallast á mikilli vinnu þingnefnda og sáttar sem þar hefði myndast. „Hér er verið að klára mörg ótrúlega flott mál sem sýnir gott samstarf,“ sagði Brynhildur. Þetta er nefnilega hægt. Það er auðvitað hlutverk þeirra sem sitja á þingi að þjóna samfélaginu með þeim hætti sem þeim finnst bestur og fylgja sannfæringu sinni. Það fylgir þessu hlutverki að takast á um hugsjónir og hugmyndir. Þó að mörgum finnist sem þingmennirnir okkar geri lítið annað en að karpa og rífast er það þó staðreynd að mýmörg mál fara í gegnum þingið í samstöðu. Mál sem eru jákvæð og skipta samfélagið miklu máli. Sama hver situr í ríkisstjórn. Og fyrir það má þakka – við gerum það allt of sjaldan.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun