Best klæddu bræðurnir í Leifsstöð með húsvískt blóð í æðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2016 22:30 Bræðurnir Aron og Arnar Unnarssynir hlakka til að fylgjast með strákunum okkar í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Öllum gestum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt, aðfaranótt laugardags, var ljóst hvert bræðurnir Aron og Arnar Unnarssynir væru á leiðinni. Kópavogsbúarnir efnilegu voru klæddir í íslenska landsliðsbúninginn frá toppi til táar og klárir í Evrópumótið í knattspyrnu með foreldrum sínum. Reyndar ekki bara foreldrum sínum heldur hópi um sextíu manns sem ætlar að halda til í kringum Avignon og ferðast saman í leikina gegn Portúgal í Saint-Étienne og Ungverjalandi í Marseille. Öll eiga þau rætur að rekja til Húsavíkur, eins og fleiri knattspyrnumenn. Nægir að nefna feðgana Arnór og Eið Smára Guðjohnsen sem dæmi. „Ég er mjög spenntur,“ seigr Aron sem æfir fótbolta með Breiðabliki og einnig handbolta með HK. Hann hefur góða trú á okkar mönnum. „Ég er bara nokkuð bjartsýnn. Ég held að við náum að standa okkur vel,“ segir Aron sem hefur farið á nokkra landsleiki á Laugardalsvelli. Báðir númer tíu Arnar sex ára, sem er skírður í höfuðið á afa sínum íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni, var þolinmóður í innritunarröðinni og eðlilega spenntur. Hann hefur einu sinni farið til útlanda áður, þá til Spánar, og klár í slaginn.Arnar var klæddur í treyju númer tíu og var fljótur til svars aðspurður hvers vegna tíu hefði orðið fyrir valinu: „Af því hann er númer tíu,“ segir Arnar og bendir á Aron stóra bróður. Hann æfir þó ekki fótbolta eins og stóri bróðir.„Ég æfði þegar ég var lítill en ég hætti,“ segir Arnar og svarar neitandi spurður hvort hann ætli ekki að byrja að æfa aftur. Aron stóri bróðir var ekki alveg að kaupa svarið hjá þeim yngri og greinilegt að ekkert er meitlað í stein varðandi framtíð þess sex ára í fótboltanum. Hann virkaði klár í landsleik í Leifsstöð því auk gallans var hann einnig kominn í gervigrasskóna. Allt klárt.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira
Öllum gestum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt, aðfaranótt laugardags, var ljóst hvert bræðurnir Aron og Arnar Unnarssynir væru á leiðinni. Kópavogsbúarnir efnilegu voru klæddir í íslenska landsliðsbúninginn frá toppi til táar og klárir í Evrópumótið í knattspyrnu með foreldrum sínum. Reyndar ekki bara foreldrum sínum heldur hópi um sextíu manns sem ætlar að halda til í kringum Avignon og ferðast saman í leikina gegn Portúgal í Saint-Étienne og Ungverjalandi í Marseille. Öll eiga þau rætur að rekja til Húsavíkur, eins og fleiri knattspyrnumenn. Nægir að nefna feðgana Arnór og Eið Smára Guðjohnsen sem dæmi. „Ég er mjög spenntur,“ seigr Aron sem æfir fótbolta með Breiðabliki og einnig handbolta með HK. Hann hefur góða trú á okkar mönnum. „Ég er bara nokkuð bjartsýnn. Ég held að við náum að standa okkur vel,“ segir Aron sem hefur farið á nokkra landsleiki á Laugardalsvelli. Báðir númer tíu Arnar sex ára, sem er skírður í höfuðið á afa sínum íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni, var þolinmóður í innritunarröðinni og eðlilega spenntur. Hann hefur einu sinni farið til útlanda áður, þá til Spánar, og klár í slaginn.Arnar var klæddur í treyju númer tíu og var fljótur til svars aðspurður hvers vegna tíu hefði orðið fyrir valinu: „Af því hann er númer tíu,“ segir Arnar og bendir á Aron stóra bróður. Hann æfir þó ekki fótbolta eins og stóri bróðir.„Ég æfði þegar ég var lítill en ég hætti,“ segir Arnar og svarar neitandi spurður hvort hann ætli ekki að byrja að æfa aftur. Aron stóri bróðir var ekki alveg að kaupa svarið hjá þeim yngri og greinilegt að ekkert er meitlað í stein varðandi framtíð þess sex ára í fótboltanum. Hann virkaði klár í landsleik í Leifsstöð því auk gallans var hann einnig kominn í gervigrasskóna. Allt klárt.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira
Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22