Farinn að vinna Ingvar í spili sem markvörðurinn fann upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 16:00 Arnór Ingvi á hóteli strákana þar sem þeim líður vel. Vísir/Vilhelm Arnór Ingvi Traustason hefur skorað þrjú mörk í sjö landsleikjum sem er tölfræði sem fáir geta státað af. Hann hefur komið inn í landsliðið með þvílíkum krafti og má telja líklegt að hann komi við sögu áður en langt um líður. „Ég fór út til Norrköping árið 2015 og það tók mig smá tíma að komast inn í hlutina þar. Um leið og ég komst inn í þá fór þetta að rúlla,“ segir kantmaðurinn sókndjarfi um ótrúlegar sviptingar á skömmum tíma. Hann er ekki aðeins kominn í landsliðshópinn heldur gerir tilkall til byrjunarliðssætis. „Eftir seinasta tímabil var ég ekki einu sinni að hugsa út í að eiga séns á að komast á EM. Bara að fá leiki til að spreyta mig aðeins,“ segir Arnór Ingvi. Svo hafi boltinn verið farinn að rúlla og eftir æfingaleikina í mars hafi hann fórið að hugsa um að hann ætti séns sem hann vildi nýta. „Og hér er ég í dag,“ segir Arnór Ingvi. Þróunin sé skemmtileg og hlutirnir hefðu ekki getað gengið betur.Búinn að læra inn á IngvarHann hrósar liðsfélögum sínum fyrir að hafa hjálpað sér að aðlagast og gefa sér góð ráð. Þá hjálpi til að Norrköping spili sviptað kerfi þar sem vængmenn fá að hlaupa inn á miðjuna og skili sér til baka. Það hafi hjálpað honum mikið í fyrstu landsleikjunum.Arnór styttir sér stundir á hótelinu meðal annars með því að spila við félaga sína Ingvar Jónsson, Hauk Heiðar, Hjört Hermanns og Hörð Björgvin. Hann veit ekki hvað spilið heitir og það hljómar í eyru blaðamanns eins og Ingvar hafi í raun fundið upp spilið. Arnór tekur undir það.„Ingvar er alltaf að svindla á okkur,“ segir Arnór Ingvi sem er farinn að vinna spil nokkuð reglulega. „Ég er búinn að læra inn á Ingvar.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason hefur skorað þrjú mörk í sjö landsleikjum sem er tölfræði sem fáir geta státað af. Hann hefur komið inn í landsliðið með þvílíkum krafti og má telja líklegt að hann komi við sögu áður en langt um líður. „Ég fór út til Norrköping árið 2015 og það tók mig smá tíma að komast inn í hlutina þar. Um leið og ég komst inn í þá fór þetta að rúlla,“ segir kantmaðurinn sókndjarfi um ótrúlegar sviptingar á skömmum tíma. Hann er ekki aðeins kominn í landsliðshópinn heldur gerir tilkall til byrjunarliðssætis. „Eftir seinasta tímabil var ég ekki einu sinni að hugsa út í að eiga séns á að komast á EM. Bara að fá leiki til að spreyta mig aðeins,“ segir Arnór Ingvi. Svo hafi boltinn verið farinn að rúlla og eftir æfingaleikina í mars hafi hann fórið að hugsa um að hann ætti séns sem hann vildi nýta. „Og hér er ég í dag,“ segir Arnór Ingvi. Þróunin sé skemmtileg og hlutirnir hefðu ekki getað gengið betur.Búinn að læra inn á IngvarHann hrósar liðsfélögum sínum fyrir að hafa hjálpað sér að aðlagast og gefa sér góð ráð. Þá hjálpi til að Norrköping spili sviptað kerfi þar sem vængmenn fá að hlaupa inn á miðjuna og skili sér til baka. Það hafi hjálpað honum mikið í fyrstu landsleikjunum.Arnór styttir sér stundir á hótelinu meðal annars með því að spila við félaga sína Ingvar Jónsson, Hauk Heiðar, Hjört Hermanns og Hörð Björgvin. Hann veit ekki hvað spilið heitir og það hljómar í eyru blaðamanns eins og Ingvar hafi í raun fundið upp spilið. Arnór tekur undir það.„Ingvar er alltaf að svindla á okkur,“ segir Arnór Ingvi sem er farinn að vinna spil nokkuð reglulega. „Ég er búinn að læra inn á Ingvar.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti